Prentarinn - 01.07.1982, Síða 14
erlent
Vinnudeilu lokið
Spænskir stéttarbræður okkar, sem
státa af nafni eins og Federacion
Estatal de Informacion, Papel y
Artes Graficas, stytt í FEDIYAG,
hafa nýverið lokið langri og afar
harðri vinnudeilu, sem m. a. leiddi
til margra götuaðgerða og níu daga
verkfalls. Niðurstaðan var samn-
ingur sem FEDIYAG taldi viðun-
andi, þótt deilan hafi kostað sam-
bandið mikið. Þeir þakka vel fyrir
veittan fjárstuðning bræðrasam-
taka sinna, sem Aiþjóðasamband
bókagerðarmanna veitti þeim. Sá
stuðningur fleytti þeim langt.
Frá ILO
Samkvæmt upplýsingum frá ILO
(Alþjóða vinnumálastofnuninni)
er framtíðin ekki eins björt fyrir
örtölvuvæðinguna og menn skyldu
ætla. Stafar það sér í lagi af skorti á
iðnlærðum starfsmönnum. Þessi
veikleiki getur hæglega leitt til þess
að dregið verði úr hinni öru fram-
þróun sem einkennt hefur síðustu
árin. Ein orsakanna fyrir þessu er
lítill sveigjanleiki í kennsluaðferð-
um og námsefni iðnskólanna og lé-
legt samband þeirra við atvinnu-
lífið. Skýrsla ILO bendir á að svo
virðist sem margir iðnskólar hafi
gersamlega gleymt tækniþróuninni
og haldi áfram að útskrifa nemend-
ur í greinum sem ekki eru lengur
til. Það eru einkum smærri fyrir-
tæki sem verða fyrir barðinu á
þessu þ.e. hin stærri hafa mögu-
leika á að mennta starfsfólk sitt
sjálf. Til dæmis er þess getið að
bandaríska risafyrirtækið Bell Syst-
ems ver árlega yfir 800 milljónum
dollara til menntunar starfsliðsins
og ræður 7000 kennara til fullra
starfa.
Ársfundur NGU var að þessu sinni haldinn í Danmörku, í LO-
skólanum í Helsingór, 3.-7. maí sl. Par voru til umfjöllunar
skýrslur stjórnar NGU og aðildarlandanna. Lagt var fram yfir-
gripsmikið rit um sérgreinamörkin í grafíska iðnaðinum á Norður-
löndum og einnig var haldinn sérstakur fundur með rannsóknar-
mönnum UTOPIA-verkefnisins.
Atvinnuleysi
má aldrei
nota sem
hagstjórnartæki
„Stjórnmálaástandið á Norður-
löndum gerir það að verkum að
verkalýðshreyfingin hefur ekki mikla
möguleika á að styrkja stöðu sína í
samfélaginu,“ sagði Arild Kalvik þegar
hann flutti skýrslu stjórnarinnar. Enn-
fremur sagði hann, „að innan nor-
rænu verkalýðshreyfingarinnar hefði
atvinnuleysi aldrei verið viðurkennt
sem hagstjórnartæki í efnahagslífinu.“
Geigvænlegt atvinnuleysi er nú í
Danmörku og sagði H. B. Geertsen,
sem flutti dönsku skýrsluna, að það
væri 10,8% í offsetgreinum, 12% í
bókbandi og 12,7% í prentiðnum.
Atvinnuleysi er vaxandi í Svíþjóð og í
Noregi, en hjá Finnum er það 1,2% í
grafískum iðnum, en 6% almennt í
landinu.
Stjórn NGU hélt 7 fundi á árinu
auk fundar sem eingöngu fjallaði um
dönsku prentaradeiluna.
Félagatala NGU 1981 var rúmlega
109.000 og skiptist eftir löndum þann-
ig: Svíþjóð 44.355, Finnland 26.744,
Danmörk 22.982, Noregur 14.356, ís-
land 722 og Færeyjar 48.
Starfsemi NGU
Nordisk Grafisk Union hefur mörg
járn í eldinum. Rannsóknarverkefnið
UTOPIA er í fullum gangi og ákveðið
var á ársfundinum að byrja á nýju
verkefni um bókband og frágangs-
vinnu, sem INGRAF, norsk rann-
sóknarstofnun í grafískum iðnaði hef-
ur tekið að sér. Samþykkt var að veita
til þess kr. 300.000. í alþjóðlegri sam-
vinnu hefur NGU haft forystu um
„stuðningssjóð“ innan IGF (alþjóða-
sambandsins) og varið til hans kr.
20.000 þrjú ár í röð. Þá heldur stuðn-
ingur NGU við argentínska stéttar-
bræður áfram og nú bættist við stuðn-
ingur við tyrkneska bókagerðarmenn.
Ahugavert verkefni er í gangi hjá
norskum prenturum í Elverum, en hjá
þeim eru nokkrir Namibíu-menn í
prentnámi. NGU veitti nú í annað
sinn kr. 50.000 til þeirra, en það á að
fara í kaup á prentvélum og fleiru,
sem hinir afrísku starfsbræður okkar
eiga að hafa heim með sér að námi
loknu.
14
PRENTARINN 4.2.'82