Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 6
Félag bókagerðarmanna bauð félögum sínum, 67 ára
og eldri ásamt mökum þeirra, í dagsferð 21. ágúst sl.
félagar
FBM í
hring-
ferð
um
Borgar-
fjörð
Farið var í blíðskaparveðri með nýju Akraborginni til
Akraness, þar sem Byggðasafnið í Görðum var
skoðað. Margir gamlir munir, sérstaklega frá sjávar-
síðunni eru þar til sýnis og „Kátir voru karlar. . ."
ómaði í bílnum þegar rennt var inn með Akrafjalli.
Farið var um hlaðið á Beitistöðum og Jón Árnason
leiðsögumaður fræddi þátttakendur um prent-
smiðjusögu Leirársveitar. Hann sagðist hafa heyrt
að Magnúsi Stephensen hefði fundist vinnukonurn-
ar hanga helst til mikið yfir prenturunum í Leirár-
görðum og þess vegna hefði hann flutt prentverkið
að Beitistöðum.
Hádegisverður var snæddur í Borgarnesi, þar
næst keyrt út í Brákarey og síðan gerður stuttur
stans í Skallagrímsgarði. Þá var ekið upp Borgar-
fjarðarsveitir, Barnafoss og Hraunfossar skoðaðir og
þar næst haldið í Reykholt og drukkið kaffi í gamla
Héraðskólanum. Þegar staðurinn hafði verið skoð-
aður um stund var haldið heim á leið og farið fyrir
Borgarfjarðardali, yfir Geldingadraga og niður f
Hvalfjörð til Reykjavíkur.
Ferðin var öll hin ánægjulegasta og þátttaka mjög
góð. Yfir 50 manns komu með í ferðina. Það kom
greinilega fram að eldri félagar þurfa að hafa ein-
hvern sérstakan vettvang, þar sem þeir geta hist og
rætt saman. Stjórn félagsins hefur því ákveðið að
boðað verði til fundar með þeim strax í haust og
hefur Baldri H. Aspar prentara verið falið að annast
undirbúning að þeim fundi.
- Sv. Jóh.
Meðfylgjandi myndir eru teknar í ferðinni.
PRENTARINN 4.2.'82