Fjarðarpósturinn - 28.02.2013, Side 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Miðvangi 41, Hafnarfirði
Tilboð gildir frá 28. febrúar - 3. mars – á meðan birgðir endast!
599kr/kg
41
%
afs
lát
tur
verð áður 1.015 kr
FRÁBÆRT VERÐ!
Súpukjöt frá GOÐA
Björt framtíð opnar í Hafnarfirði
Björt framtíð opnar kosningaskrifstofu í hjarta Hafnarfjarðar,
Linnetsstíg 3, laugardaginn 2. mars klukkan 14.
Endilega lítið við, kynnið ykkur málin og ræðið við fram-
bjóðendur. Hjóðfæri á staðnum, öllum velkomið að stíga á
stokk og skemmta sér og öðrum. Heitt á könnunni og
ýmislegt með kaffinu.
xA
www.bjortframtid.is
Finnið okkur
á Facebook
Páll Valdimar Guðmundsson
Kolka, 21 árs Hafnfirðingur
varð í fjórða sæti í A hópi á
Evrópumeistaramóti í jójó sem
haldin var í Búdapest 23. til 24.
febrúar.
Þetta er glæsilegur árangur
enda komast aðeins færustu
keppendur að í A hópi. 108
manns tóku þátt í undanúrslitum
og 25 kepptu til úrslita. Páll
hefur tekið þátt í þessari keppni
undanfarin ár og er þetta besti
árangur hans hingað til. Íslend
ingar eiga því einn af færustu
jójó snillingum í Evrópu.
Páll hefur æft jójó í átta ár og
er með samning við kanadískan
jójóframleiðanda CLYW sem
veitir honum jójó en hann
kostar sínar ferðir sjálfur á
meistaramót í jójó. Hann vakti
athygli Íslendinga þegar hann
tók þátt í hæfileikakeppni Skjás
1 og mbl á síðastliðnu ári.
Páll í 4. sæti á
Evrópumeistaramóti í jójó
Palli kátur á sviðinu.
Palli hefur vakið athygli fyrir sinn eigin stíl.
Trén klippt
Starfsmenn bæjarins hafa
notað veðurblíðuna og sagað
niður úr sér vaxna trjárunna við
Hamrabergið. Nú er rétti tíminn
til að klippa tré í görðum.