Fjarðarpósturinn - 28.02.2013, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum, merkt
„Straumur – Leiga á húsnæði - rekstrar-
hugmyndir“.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir hugmyndum
frá áhugasömum aðilum um að taka á leigu
Straum og reka þar starfsemi.
Um er að ræða 133,2 fermetra hús og smiðjur alls
392,5 fermetrar að stærð. Við val á samningsaðilum
verður sérstaklega horft til áætlana um að glæða
þessi hús lífi og hvernig fyrirhuguð starfsemi fellur
að umhverfi og aðstæðum á svæðinu. Mikilvægt
er að hugmyndunum fylgi upplýsingar um aðila,
reynslu þeirra af rekstri og annað sem skipt getur
máli. Hafnarfjarðarbær áskilur sér á síðari stigum
að kalla eftir ítarlegum upplýsingum um fjárhag,
tæknilega getu og reynslu frá rekstraraðilum.
Bjóðendur skulu leggja inn tilboð um leigu frá 15.
apríl og til allt að fjögurra ára. Ef leigusali og leigu
taki verða sammála um áframhaldandi leigu að
leigutíma loknum er heimilt að framlengja leigu
tíma um eitt ár í senn allt að þrisvar sinnum.
Leiguverð mun fylgja vísitölu neysluverðs frá apríl
2013.
Áhugasömum aðilum verður boðið til viðræðna
hjá Hafnarfjarðarbæ um það hvernig leigutaki
ætlar að útfæra hugmyndir sínar um rekstur
eignanna.
Leigu sali áskilur sér rétt til að hafna tilboðum sem
ekki þykja ásættanleg. Farið verður með allar
upplýsingar sem trúnaðarmál.
Húsnæðið er til sýnis í samráði við Sigurð
Haraldsson í síma 585 5631 og Bergmund Ella
Sigurðsson í síma 664 5633.
Áhugasamir skulu skila inn tilboðum sínum í
tveimur umslögum, annars vegar með hug
myndum sínum að útfærslu og upplýsingum um
tilboðsgjafa og hins vegar með leiguverði í
af greiðslu Umhverfi og framkvæmda að Norður
hellu 2 fyrir klukkan 14.00 þriðjudaginn 26.
mars 2013, merkt „Straumur – Leiga á húsnæði
rekstrar hugmyndir“.
útboð
Straumur
– Leiga á HúSnæði –
rekStrarHugmyndir
ELIN.IS
námskeið hefjast
4. og 5. mars
styrkir – liðkar
eykur jafnvægi og þol
Bæjarhrauni 2 • sími 696 4419 • elin@elin.is
Magnús Waage, viðurkenndur bókari
Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275
Fyrirtæki og einstaklingar
Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur,
vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl,
húsfélagaþjónusta, fjármálaráðgjöf.
www.bokhaldsstofan.is
Vorið 2012 keypti Pitstop
Sóningu af Landsbankanum.
Sólning er rótgróið fyrirtæki
sem stofnað var árið 2009 og
var eins og nafnið gefur með
sér öflugt í sólningu á hjól
börðum. Slík vinna hefur lagst
af hér á landi og Sólning hefur
verið öflugt fyrirtæki í inn
flutningi og þjónustu á hjól
börðum fyrir allar gerðir öku
tækja.
Pitstop hefur hins vegar
sérhæft sig í meiri þjónustu við
bifreiðar; hjólbarðaþjónustu og
smáviðgerðum og rekið öflug
verkstæði á Hjallahrauni og
Rauðhellu hér í bæ.
Þjónustufyrirtækin hafa nú
öll fengið nafn Sólningar og eru
þau í Hafnarfirði, Kópavogi, á
Selfossi og í Njarðvík. Gunnar
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sólningar segir samlegðar
áhrifin mikil, mikil þekking og
góð dekkjaumboð bætast við
frá Sólningu og mikil þekking
og reynsla á þjónustuviðgerðum
koma frá Pitstop en sú þjónusta
verður nú í boði í öllum þjón
ustu stöðvum Sólningar. Sam
einað fyrirtæki er mjög öflugt í
innflutningi hvers konar dekkja
og er með umboð fyrir m.a.
Continental, Hankook, Master
Craft, Nankang og BKT land
búnaðar og vinnuvéladekk.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
nú um 45, þar af 4 á þjónustu
verkstæðinu við Helluhraun þar
sem Beggi, Guðbergur Björns
son er þjónustustjóri og 6 á
Rauð hellu þar sem Sigurður
Ævarsson er þjónustustjóri en
þar er öflug þjónusta við stærri
bíla og vinnuvélar.
Pitstop verður Sólning
Aukin þjónusta eftir að Pitstop keypti Sólningu
Siggi Ævars, Beggi og Gunnar framkvæmdastjóri fyrir utan
þjónustustöð Sólningar við Helluhraun, við hlið Aðalskoðunar.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Fékk ekki svar
Hermundur Sigurðsson, sem
kærði ákvörðun Hafnar fjarðar
bæjar að afhenda honum ekki
samning við slitastjórn DEFHA
banka óskaði á ný eftir í
tölvupósti til bæjarstjóra að fá
afhent gögnin á grundvelli
úrskurðar Úrskurðarnefndar
um upplýsingamál. Jafnframt
vísaði hann til loforða VG,
flokks bæjarstjóra um gagnsærri
og opnari stjórnsýslu en Her
mundur segist ekki hafa fengið
nein svör.
Hafnarfjarðarbær hefur
krafist frestunar á réttaráhrifum
úrskurðar nefndarinnar og telur
að samræmi hafi vantað.
Laufblöðin
Margrét vildi minna fólk á að
halda gangstéttum hreinun fyrir
utan hjá sér. Segist hún hafa
þurft að vaða gömul laufblöð
og greinar á gangstétt við stórt
einbýlishús við Mávahraun.
Engin hemja væri að fólk skildi
eftir afklippur á gangstígum.