Fjarðarpósturinn - 28.02.2013, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Kökubasar.
Kvennakór Hafnarfjarðar verður með kökubasar í
Samkaupum við Miðvang
föstudaginn 01. mars, frá kl. 13.00
Tertur, brauðtertur, heitir réttir, pönnukökur og margt fleira.
Komið og gerið góð kaup.
Kvennakór Hafnarfjarðar
Hafnsögumaður
Hafnarfjarðarhöfn óskar að ráða hafnsögu-
mann frá og með 1. maí eða fyrr ef um semst.
Starfið felst í leiðsögu skipa á hafnarsvæði
Hafnarfjarðarhafnar, skipstjórn hafnarbáta
ásamt öðrum almennum störfum við Hafnar-
fjarðarhöfn svo sem móttöku skipa, vigtun,
siglingavernd og öðrum tilfallandi störfum.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:
• Hafa skipstjórnarréttindi – CB (2. stigs
skipstjórnarnám)
• Hafa reynslu af stjórnun farmskipa
• Hafa sótt slysavarnarskóla sjómanna
• Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku
• Hafi góða tölvukunnáttu
Hafnarfjarðarhöfn er með starfsemi í Hafnarfirði og
Straumsvík
Unnið er á hefðbundnum dagvinnutíma ásamt því
að vera á bakvöktum og þá að svara viðskiptavinum
hafnarinnar í síma á nóttu sem og á helgidögum.
Umsóknir skal senda:
Hafnarfjarðarhöfn Óseyrarbraut 4, 220 Hafnarfirði,
eða með tölvupósti á netfangið hofnin@hafnarfjordur.
is merkt HAFNSÖGUMAÐUR fyrir 16. mars nk.
Þar sem í gildi eru ákvæði laga um siglingavernd skal
sakavottorð fylgja umsókn.
Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður
í síma 414 2300.
Hafnarvörður
Hafnarfjarðarhöfn óskar að ráða hafnarvörð
frá og með 1. maí eða fyrr ef um semst. Starfið
felst í almennri hafnarvinnu, móttöku skipa,
afgreiðslu vatns og rafmagns til skipa, vigtun,
skráningum í Gaflinn, siglingavernd, og öðrum
tilfallandi störfum.
• Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:
• Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku
• Hafi góða tölvukunnáttu
Hafnarfjarðarhöfn er með starfsemi í Hafnarfirði og
Straumsvík
Unnið er á hefðbundnum dagvinnutíma ásamt því
að vera á vöktum eða bakvöktum og þar með talin
útköll á nóttu sem og á helgidögum.
Umsóknir skal senda:
Hafnarfjarðarhöfn Óseyrarbraut 4, 220 Hafnarfirði,
eða með tölvupósti á netfangið hofnin@hafnarfjordur.
is merkt HAFNARVÖRÐUR fyrir 16. mars nk.
Þar sem í gildi eru ákvæði laga um siglingavernd skal
sakavottorð fylgja umsókn.
Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður
í síma 414 2300.
CrossFit Hafnarfjörður hefur
flutt starfsemi sína af Mela
brautinni í glæsilegt húsnæði að
Hvaleyrarbraut 41. Þar er tölu
vert meira rými og frábær
aðstaða að sögn Helgu Guð
mundsdóttur framkvæmda
stjóra. Iðkendur CFH mættu á
flutningsdegi og lögðu fram
aðstoð sína við flutningana.
Nýja húsnæðið er ekki nema
um 700 metrum frá því gamla
og því voru farnar nokkrar
ferðir fótgangandi með ketil
bjöllur, lóð, sleða og ýmislegt
annað sem tilheyrir CrossFit.
Góð stemmning var og allir
glaðir að hjálpast að. Eftir flutn
ingana gat fólk slakað á í heita
pottinum á staðnum og hvílt
lúin bein. „Þarna ríkir líka mikil
liðsheild, mjög góður andi og er
nýju fólki tekið með opnum
örmum í þetta skemmtilega
samfélag“, segir Helga.
Í nýja húsnæðinu er allt
glænýtt, gúmmígólfefni í saln
um, nýjar upphífingar grindur,
nýjar stangir og allt til alls. Þar
verður svo boðið uppá barna
gæslu í náinni framtíð.
CrossFit Hafnarfjörður býður
uppá topp þjálfun þar sem
iðkendur á öllum getustigum fá
leiðsögn frá frábærum þjálf
urum eftir sinni getu. Fólk er
mjög mismunandi en CrossFit
hentar flestum því það er auð
velt að finna lausnir og skala
æfingarnar á getustig hvers og
eins.
Á laugardaginn næsta mun
CrossFit Hafnarfjörður vera
með opið hús kl. 1216 þar sem
allir eru velkomnir að koma og
skoða aðstæður eða jafnvel
prófa að taka í lóðin. Ný grunn
námskeið hefjast þar svo mánu
daginn 4. mars og opn unar
tilboð eru á öllum nám skeiðum
hjá þeim.
Allar frekari upplýsingar eru
á heimasíðu þeirra www.cfh.is
og á Facebook.
Með ketilbjöllur og lóð á gangi
CrossFit Hafnarfjörður í nýtt glæsilegt húsnæði
Íþróttafólkið lét rigningu ekki hamla för með ketilbjöllurnar.
Ánægður vinnuhópur á nýja staðnum.
Á 82 km hraða
á Strand götu
Ökmenn óku að
jafnaði á 25% yfir
hámarkshraða
Brot 26 ökumanna voru mynd
uð á Strandgötu sl. fimmtudag.
Fylgst var með öku tækjum sem
var ekið Strand götu í norðurátt,
undir Vesturhamrinum. Á einni
klukk ustund, eftir hádegi, fóru
530 ökutæki þessa akstursleið og
því óku nokkrir ökumenn, eða
5%, of hratt eða yfir af skipta
hraða. Meðalhraði hinna brot
legu var 62 km/klst en þarna er
50 km hámarkshraði. Sá sem
hraðast ók mældist á 82.
Styrkur til
vinabæja
samstarfs
Bæjarráð samþykkti á fundi
sínum á fimmtudag að veita
250 þús. kr. styrk til Norræna
félagsins í Hafnarfirði vegna
þátttöku á vinabæjarmóti í
Hämmeenlinna í Finnlandi í
sumar.
16 millj. kr.
afskrifaðar
Bæjarráð samþykkti 21. febr
úar sl. að afskrifa óinn heimt an
legar kröfur ársins 2012, sam
tals að upphæð 15.936.732 kr.
Vanskil inn
heimt af Motus
Fjármálastjóri hefur kynnt
samstarf við Motus ehf um van
skilainnheimtu fyrir Hafn
arfjarð ar bæ. Ekki eru gerðar
breyt ingar á núverandi inn
heimtuferli að skv. fundargerð.
Í mál við ríkið
Þann 4. mars verður aðal
meðferð í héraðsdómi Reykja
víkur í máli Hafnar fjarð ar bæjar
gegn íslenska ríkinu þar sem
krafist er ógildingar á stjórn
valds ákvörðun um álagningu
fjármagnstekjuskatts sem kom
til vegna sölu á hlut Hafnar
fjarð ar í HS til OR.