Fjarðarpósturinn - 28.02.2013, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. febrúar 2013
? Kristinn Jóhann Sigurðsson skáta
félagi okkar er farinn
heim. Hann lést 9.
febrú ar eftir stutt veik
indi. Kristinn fæddist í
Keflavík 22. júlí 1928
og var því 84 ára þegar
hann lést.
Hann var stúdent frá
Menntaskólanum á
Akureyri, lauk BA prófi í ensku
og dönsku auk þess sem han lauk
prófi í kennslu og uppeld
isfræðum. Hann kenndi í Kefla
vík í tvö ár en starfaði síðan sem
flug umferðarstjóri alla tíð.
Kristinn giftist árið 1955 Heddu
Louise Gandil og hófu þau
búskap í Keflavík þar til þau
reistu hús við Svalbarð 8 hér í bæ.
Þau eignuðust þrjá syni, Hjálm ar,
Helga Gunnar og Jó hann Örn en
áður hafði Krist inn eignast
Sigurð. Louise lést árið 1974.
Árið 1982 giftist hann eftir lif
andi eiginkonu sinni EdduMagn
dísi Halldórsdóttur og fögn uðu
þau því 30 ára brúð kaups afmæli
á síðasta ári.
Fyrir tæpum þremur árum
fékk Kristinn áfall og hamlaði
það hon um m.a. tal og
dvaldi á hjúkr unar
heim ili við góð an að
búnað og stuðn ing fjöl
skyld unn ar.
Kristinn gerðist ung
ur skáti í Keflavík en
gekk svo til liðs við St.
Georgs gildið í Hafnar
firði þar sem hann
gegndi fjölmörgum
trún aðarstörfum. Hann var ritari
stjórnar frá 1965 til 1976 og
gildismeistari var hann árin
19761981 auk þess að vera öfl
ug ur félagi í skála hópnum. Hann
sat í Landsgildisstjórn 1967
1969 og aftur sem erlendur bréf
ritari 19831985. Kristinn var
tryggur félagi og dagfars prúður
og það er mikil eftirsjá af honum.
Þökkum við Kristni gott sam
starf og drengskap og vottum
Eddu og fjölskyldu hans allri
samúð okkar. Útför Kristins var
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju sl.
mánu dag.
Megi minning góðs skáta lifa.
Fyrir hönd St. Georgsgildis
ins í Hafnarfirði,
Guðni Gíslason,
gildismeistari.
Kristinn Sigurðsson
fæddur. 22.7.1928, dáinn 9.2.2013
Viðgerðir fyrir öll tryggingafélög
Suðurhrauni 2 Garðabæ • sími 554 4060 • versus@simnet.is
Aðalfundur
Rauða krossins í Hafnarfirði
verður fimmtudaginn 14. mars kl. 18
í húsnæði deildarinnar að Strandgötu 24
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt lögum Rauða krossins Íslandi.
Jafnframt mun Helga Bára Bragadóttir sendifulltrúi
Rauða krossins á Íslandi sem starfaði á Kyrrahafs
skrifstofu alþjóðasambands Rauða krossins
á árunum 2009 - 2012 kynna verkefni
Rauða krossins í Kyrrahafinu.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
Boðið verður uppá léttar veitingar.
Stjórnin
Það getur verið snúið að rata
rétt í Bókasafni Hafnarfjarðar þó
litlar líkur séu á að fólk hrein lega
týnist. Á Safnanótt var haldinn
ratleikur þar sem gestum gafst
kostur á að læra að rata að hinum
fjölbreyttu bóka flokkum í
bókasafninu.
Á öskudag voru viður kenn
ingar veittar þeim sem báru sigur
úr býtum í rat leikn um.
Í fyrsta sæti var Birgitta Rún
Skúladóttir 11 ára snót úr Kópa
vogi. Annað sæti hlaut Kamilla
Rún Daðadóttir og í þriðja sæti
var Guðný Helga Haraldsdóttir
báðar úr Hafnarfirði.
Vinningar voru í boði Gló veit
ingastaðar‚ Ísbúð Vestur bæj ar og
Bókasafns Hafnar fjarð ar.
Rötuðu um bókasafnið
Sigruðu í ratleik um bókasafnið á Safnanótt
F.v. Guðný Helga, Birgitta Rún, Kamilla Rún og Hrönn Hafþórsdóttir frá Bókasafninu.
ELIN.IS
Námskeið hefjast
4. og 5. mars
Hug og heilsurækt • Bæjarhrauni 2, 2. h. • sími 696 4419 • elin@elin.is
Aukinn kraftur er að færast í
hina ungu borðtennisdeild
Badmintonfélags Hafnarfjarðar
og kepptu BHingar á Ungl
ingamóti HK í Snælands skóla á
laugardaginn. um helg ina.
Stóðu þeir sig með stakri
prýði og varð Ólöf Sólveig
Ólafsdóttir efst í flokki 12 ára
og yngri, sigraði í öllum sínum
leikjum örugglega. Tinna Björg
Bjargmundsdóttir varð í öðru
sæti og Nicole Jakubczak varð í
3.4. sæti. Þá varð Sigurður
Már Gestsson í 3.4. sæti í
flokki 12 ára og yngri stráka.
Allar æfingar Borðtennis
deild ar BH fara fram í Íþrótta
húsi Setbergsskóla. sjá nánar á
bh.sidan.is
Unglingar stóðu sig vel í borðtennis
Ingimar Ingimarsson þjálfari BH, Tinna Björk, Ólöf Sólveig og
Nicole Jakubczak.