Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.02.2013, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 28.02.2013, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. febrúar 2013 ? Kristinn Jóhann Sigurðsson skáta­ félagi okkar er farinn heim. Hann lést 9. febrú ar eftir stutt veik­ indi. Kristinn fæddist í Keflavík 22. júlí 1928 og var því 84 ára þegar hann lést. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk BA prófi í ensku og dönsku auk þess sem han lauk prófi í kennslu­ og uppeld­ isfræðum. Hann kenndi í Kefla­ vík í tvö ár en starfaði síðan sem flug umferðarstjóri alla tíð. Kristinn giftist árið 1955 Heddu Louise Gandil og hófu þau búskap í Keflavík þar til þau reistu hús við Svalbarð 8 hér í bæ. Þau eignuðust þrjá syni, Hjálm ar, Helga Gunnar og Jó hann Örn en áður hafði Krist inn eignast Sigurð. Louise lést árið 1974. Árið 1982 giftist hann eftir lif­ andi eiginkonu sinni EdduMagn­ dísi Halldórsdóttur og fögn uðu þau því 30 ára brúð kaups afmæli á síðasta ári. Fyrir tæpum þremur árum fékk Kristinn áfall og hamlaði það hon um m.a. tal og dvaldi á hjúkr unar­ heim ili við góð an að ­ búnað og stuðn ing fjöl­ skyld unn ar. Kristinn gerðist ung­ ur skáti í Keflavík en gekk svo til liðs við St. Georgs gildið í Hafnar­ firði þar sem hann gegndi fjölmörgum trún aðarstörfum. Hann var ritari stjórnar frá 1965 til 1976 og gildismeistari var hann árin 1976­1981 auk þess að vera öfl­ ug ur félagi í skála hópnum. Hann sat í Landsgildisstjórn 1967­ 1969 og aftur sem erlendur bréf­ ritari 1983­1985. Kristinn var tryggur félagi og dagfars prúður og það er mikil eftirsjá af honum. Þökkum við Kristni gott sam­ starf og drengskap og vottum Eddu og fjölskyldu hans allri samúð okkar. Útför Kristins var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju sl. mánu dag. Megi minning góðs skáta lifa. Fyrir hönd St. Georgsgildis­ ins í Hafnarfirði, Guðni Gíslason, gildismeistari. Kristinn Sigurðsson fæddur. 22.7.1928, dáinn 9.2.2013 Viðgerðir fyrir öll tryggingafélög Suðurhrauni 2 Garðabæ • sími 554 4060 • versus@simnet.is Aðalfundur Rauða krossins í Hafnarfirði verður fimmtudaginn 14. mars kl. 18 í húsnæði deildarinnar að Strandgötu 24 Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum Rauða krossins Íslandi. Jafnframt mun Helga Bára Bragadóttir sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi sem starfaði á Kyrrahafs skrifstofu alþjóðasambands Rauða krossins á árunum 2009 - 2012 kynna verkefni Rauða krossins í Kyrrahafinu. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Boðið verður uppá léttar veitingar. Stjórnin Það getur verið snúið að rata rétt í Bókasafni Hafnarfjarðar þó litlar líkur séu á að fólk hrein lega týnist. Á Safnanótt var haldinn ratleikur þar sem gestum gafst kostur á að læra að rata að hinum fjölbreyttu bóka flokkum í bókasafninu. Á öskudag voru viður kenn­ ingar veittar þeim sem báru sigur úr býtum í rat leikn um. Í fyrsta sæti var Birgitta Rún Skúladóttir 11 ára snót úr Kópa­ vogi. Annað sæti hlaut Kamilla Rún Daðadóttir og í þriðja sæti var Guðný Helga Haraldsdóttir báðar úr Hafnarfirði. Vinningar voru í boði Gló veit­ ingastaðar‚ Ísbúð Vestur bæj ar og Bókasafns Hafnar fjarð ar. Rötuðu um bókasafnið Sigruðu í ratleik um bókasafnið á Safnanótt F.v. Guðný Helga, Birgitta Rún, Kamilla Rún og Hrönn Hafþórsdóttir frá Bókasafninu. ELIN.IS Námskeið hefjast 4. og 5. mars Hug­ og heilsurækt • Bæjarhrauni 2, 2. h. • sími 696 4419 • elin@elin.is Aukinn kraftur er að færast í hina ungu borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar og kepptu BH­ingar á Ungl­ ingamóti HK í Snælands skóla á laugardaginn. um helg ina. Stóðu þeir sig með stakri prýði og varð Ólöf Sólveig Ólafsdóttir efst í flokki 12 ára og yngri, sigraði í öllum sínum leikjum örugglega. Tinna Björg Bjargmundsdóttir varð í öðru sæti og Nicole Jakubczak varð í 3.­4. sæti. Þá varð Sigurður Már Gestsson í 3.­4. sæti í flokki 12 ára og yngri stráka. Allar æfingar Borðtennis­ deild ar BH fara fram í Íþrótta­ húsi Setbergsskóla. sjá nánar á bh.sidan.is Unglingar stóðu sig vel í borðtennis Ingimar Ingimarsson þjálfari BH, Tinna Björk, Ólöf Sólveig og Nicole Jakubczak.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.