Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.04.2013, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 04.04.2013, Qupperneq 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. apríl 2013 Fyrir rúmum fjórum árum fór þjóðfélagið á hliðina. Við gættum ekki að okkur og steyttum á skeri með hörmulegum afleiðingum. Mörg okkar sjá ekki enn fram úr brimsköflunum. Margir hafa misst allt sitt, vinnuna, húsnæðið og jafnvel lífsföru naut­ inn. Og órétt lætið svíður. Öll berum við einhverja ábyrgð. Þó voru það bara örfáir sem áttu beinan þátt í að setja Ísland á haus­ inn. En gleymum ekki hverjir það voru. Glæp­ ur okkar hinna var að treysta og trúa þegar við hefðum átt að spyrja gagn rýn inna spurninga. Við treyst um stjórnvöldum. Við treyst um bönkunum, fjölmiðl­ unum og fræðimönnunum. Við trúðum lygunum. Þegar allt hrundi ákvað ég að gera allt sem í mínu valdi stæði til að laga Ísland. Síðustu fjögur ár hef ég starfað fyrir þjóðina á Alþingi og reynt að vanda mig. Dögun, ný stjórnmálasamtök munu bjóða fram í komandi Al þingiskosningum. Meðal helstu stefnumála okkar eru aðgerðir til handa heimilum lands ins. Leysa verður skulda­ vanda þeirra með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántak­ andans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verð­ tryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu hús næðis­ lána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóf­ legir. Og það er hægt, það sem er ekki hægt er að búa við óbreytt ástand. Við viljum líka lýð­ ræð is umbætur. Nú gild­ andi stjórnarskrá var skrif uð fyrir 19. ald ar Dani. Við erum 21. ald­ ar Íslendingar og okk ur skortir sam félags sátt­ mála sem kveð ur á um réttindi okk ar og skyld­ ur stjórn valda. Og viljum breytta og sann­ gjarn ari skipan auðlindamála. Orkufyrirtæki eiga að vera í eigu hins opinbera og arðurinn af auð­ lindunum á að renna í sameig­ inlega sjóði okkar allra. Stokka þarf upp skipan fiskveiða og tryggja atvinnufrelsi í grein inni. Dögun hefur á að skipa frábæru fólki í öll sæti sem málefni al mennings brenna á sem hefur hugrekki og þor til að breyta. Við viljum búa í réttlátu samfélagi, lausu við spillingu og við ætlum að byggja það saman. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og stefnumálin er að finna á www.xt.is. Höfundur er í 1. sæti á lista Dögunar í SV-kjördæmi Af hverju Dögun? Margrét Tryggvadóttir Kæri kjósandi. Það sem hefur dregið mest úr lífskjörum Íslendinga á undan­ förnum fjórum árum eru hinar miklu skattahækkanir, sem eru orðnar á annað hundrað á kjörtímabilinu. Eitt aðalkosningamál Sjálf­ stæðisflokksins er lækk un skatta. En þá er spurt hvernig ætlið þið að lækka skatta og þar með tapar ríkissjóður peningum? Svarið er, að tekjutapið er aðeins til skamms tíma, en til langs tíma eykst verð­ mætasköpun og um leið skatt­ stofninn, svo að tekjur ríkisins hækka þrátt fyrir lækkun skatta. Þetta hefur margsannast víða um heim. Fyrir tæpum fimm árum varð hér efnahagshrun sem er eitt mesta áfall sem þjóðfélag okkar hefur nokkru sinni orðið fyrir. Við sem þjóð verðum að ná sátt og sameiningu á ný. Sjálf stæðis­ flokkurinn var við völd þegar hrunið átti sér stað og í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Sjálf­ stæðisflokkurinn ber að sjálfsögðu ríka ábyrgð En meginábyrgðina bera áhættufjárfestar, bankastjórar, lykilmenn í bankakerfinu, for­ stjór ar fyrirtækja og aðrir þeir sem gerðu sér leik að því að svíkja sam félagið okkar í tryggðum. Eftir slíkt áfall ríkir reiði meðal fólks, sem meðal ann ars kemur fram í óvæginni umræðu og mikilli neikvæði. En það er svo miklu fleira sem sam­ einar okkur en sundrar. Það fann ég vel þegar ég grillaði ham­ borgara handa áhorfendum á leik FH og Fram í Kaplakrika á dög­ unum. Þennan gleði­ og keppnis­ anda á þjóðin að virkja og láti reiðina víkja. En til þess að slíkt geti orðið verða kjörin að batna. Það er því miður ekki í spilunum ef ekki verður breyting í næstu kosn­ ingum. Í hagkerfinu er lítill sem enginn vöxtur. Skattar eru alltof háir, eins og áður segir, hér er meiri fátækt en menn hafa séð um árabil, kjör öryrkja og ellilíf­ eyrisþega hafa verið stórlega skert. Landspítali háskóla sjúkra­ hús er kominn að fótum fram í rekstri, og þar vantar lífnauð­ synleg tæki. Íbúar í Hafnarfirði hafa tekið höndum saman til að verja Sólvang, þá frábæru og mikilvægu heilbrigðisstofnun. Við erum að verða annars flokks ríki. Látum það ekki henda og kjósum Sjálfstæðisflokkinn 27. apríl. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Látum reiðina víkja fyrir gleðinni Elín Hirst Sörlafélagar bjóða heim í tilefni Hestadaga í Reykjavík á morgun, föstudag. Reiðhöll Sörla verður opin kl. 17­19 og þau hesthús Sörla­ félaga sem verða opin verða merkt með blöðrum. Boðið verður upp á kjötsúpu, kaffi og svala í Reiðhöll Sörla og teymt verður undir krökkum kl. 17­18. Hafnfirðingar og aðrir eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi sem fram fer í Hesta­ mannafélaginu Sörla, fá sér kjötsúpu og leyfa börnunum að fara á hestbak. Blöðrum merkt hesthús Sörlafélagar bjóða heim á morgun Fyrirtækjum í Hafnarfirði og Stykkishólmi býðst að taka þátt í endurvakningu á Hansa viðskipta bandalaginu í Herford í Þýskalandi daganna 12. til 13. júní næstkomandi. Áhugasamir geta haft samband við Ásbjörgu Unu Björnsdóttur á skrifstofu menningar- og ferðamála á netfangið asbjorguna@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5776 . Einnig er hægt að fara á vefinn www.hansabusiness.com og haft beint samband við skipuleggjendur. Viltu taka Þátt í HanSa ViðSkiptabandalaginu? Viðgerðir fyrir öll tryggingafélög Suðurhrauni 2 Garðabæ • sími 554 4060 • versus@simnet.is Undanfarnar vikur hafa farið fram tökur á stuttmynd hér í bæ um uppvakninga en það eru krakkar úr félagsmiðstöðinni Mús ík og Mótor í samstarfi við leik listaráfanga í Flensborgar­ skólanum sem gera myndina. ,,Þetta eru búinn að vera æðis­ legur tími og það hefur verið frá bært að vera hluti af þessari skemmtilegu mynd, þrátt fyrir langa töku daga og hversu kalt það var stundum að standa úti í miklu frosti og leika“ segir Krist­ björg Víðisdóttir, en hún leikur eitt af aðal hlutverkunum. Mynd­ in fjallar um fimm krakka sem vakna upp við þann hrylling að skoll inn er á zombí heimsendir en í stað þess að láta deigan síga ákveða þau að láta drauma sína rætast áður en þau verða étin eða breytast í uppvakninga. „Boð­ skapur myndarinnar er að maður verður að halda áfram að berjast og vinna að draumum sínum þang að til yfir líkur, en myndin heitir einmitt Allt til enda,“ segir Kristbjörg. Bæjarbúar ráku sumir upp stór augu er þeir sáu ófrýnilega upp­ vakninga arka um göturnar í vet ur en tökur á myndinni fóru fram víðsvegar um Hafnarfjörð, m.a á St. Jósefsspítala, í kirkju­ garð inum, Hellisgerði og niðri við höfn. Ýmis fyrirtæki og félög hafa stutt við bakið á verkefninu en þar má meðal annars nefna Tæki.is, Elko og Fimleikafélagið Björk. „Evrópa unga fólksins“ styrkti kvikmyndaverkefni Músík og Mótor og hafa krakkarnir í félags miðstöðinni unnið hörðum höndum síðustu mánuðina að læra allt sem tengist kvikmynda­ gerð, s.s að búa til gervi, kvik­ mynda, nota ýmsan tækjabúnað, klippa, gera alls konar tækni­ brellur og fleira. Allt til enda er síðan lokahnykkurinn á verk­ efninu. ,,Við lærðum mjög mikið af því að gera þessa mynd, heldur Kristbjörg áfram. Nú veit ég t.d hvernig maður býr til gerviblóð og svo lærði ég ýmsa tækni við að slást í bardaga atriði án þess að skaða neinn. Í einu atriðinu þurfti ég til dæmis að berja mann í hausinn með glerflösku. Flask­ an var búin til úr sykri og leit alveg eins út og alvöru flaska og það kom alvöru brothljóð frá henni og allt en munurinn er að það er ekkert vont að fá hana í haus inn ef maður lemur á réttan stað. Þetta er heilmikil spennu­ mynd og við notum m.a mótor­ cross hjól og hjólum á uppvakn­ ing svo hann kastast aftur á bak, við keyrum líka yfir haus á upp­ vakningi svo hann springur og svo er hellingur af slags málum, en líka ást og vinátta.“ Ljóst þykir að myndin er ekki fyrir viðkvæma og að von er á spennu og hryllingi frá ungum áköfum kvikmyndagerðar mönn­ um á hvíta tjaldið nú í vor. Stuttmynd um uppvakninga Tekin upp á ýmsum stöðum í Hafnarfirði Kristbjörg Víðisdóttir

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.