Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.02.2011, Side 30

Fréttatíminn - 25.02.2011, Side 30
30 viðhorf Helgin 25.-27. febrúar 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Innan fárra mánaða bíður stjórnmálamanna þjóðarinnar það verkefni að leggja línur um hvert skuli halda í kjölfar þess að stærstu mál undanfarinna tveggja ára hverfa úr sviðsljósinu. Prógrammi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýkur í sumar og þessi eina könnun sem birst hefur í tengslum við væntanlega þjóðar­ atkvæðagreiðslu um Icesave bendir til þess að samningaleiðin verði ofan á. Látum að minnsta kosti sem svo fari því ef ekki, veit enginn hvað gerist. Hitt er hins vegar á hreinu að þegar Alþjóða­ gjaldeyrissjóðurinn hefur kvatt og skýr málalok liggja fyrir um Icesave, hefur krítískum vendipunkti verið náð í endurreisn efnahags landsins. Hingað til hefur starf stjórnvalda að langmestu leyti snúist um viðbrögð við atburðum úr fortíð; að fylgja efnahags­ áætluninni frá Washington, endurreisa banka, ljúka Icesave, aðstoða við lausn skuldavanda heimila og fyrirtækja og önnur álíka tiltektarstörf eftir sukkárin ógurlegu. Nú þegar sér fyrir horn með þessi snúnu verkefni er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða mál munu taka við aðalhlutverkunum á pólitíska sviðinu. Hvert ætlar ríkisstjórn Samfylkingar og VG að halda? Veit hún það? Eru flokkarnir samstiga um næstu skref? Má þjóðin eiga von á umfangsmiklum tilraunum í þjóð­ félagsverkfræði í boði ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lukkast vel að verja stöðu þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Var þar vel að verki staðið. Atvinnurekendur landsins eru hins vegar síður sáttir við sinn hlut. Allra verst bera sig útgerðarmenn, sem segjast ekki vita hvað bíður þeirra. Enginn vafi leikur á því að breytingar á kvótakerfinu eru annað af helstu baráttu­ málum forsætisráðherra. Hitt er stjórnlaga­ þing sem tókst að koma í höfn í gær – með lítilli reisn verður að segjast – þegar ákveðið var að skipa stjórnlagaráð með hinum ógildu stjórnlagaþingmönnum. Tilraunir forsætisráðherra til að ná fram varanlegum breytingum á fiskveiðistjórn­ unarkerfinu verður örugglega í miðpunkti átaka stjórnmálanna að Icesave loknu. Hvaða önnur mál ríkisstjórnin mun setja á oddinn liggur ekki fyrir. Sú mikilvæga umræða er fram undan. Hún tefst um hríð á meðan Icesave heldur sviðsljósinu. Því mið­ ur því hún er brýn. En undan henni verður ekki komist. Að loknu Icesave og AGS Hvert liggur leiðin? Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is I Á rlega gera fyrirtæki allt í kringum okkur mistök í við­skiptum og samskiptum við fólk frá öðrum meningarheimum. Líka íslensk fyrirtæki. Algengustu mistökin tengjast meðal annars tungumálaörðug­ leikum, óstundvísi og vanvirðingu fyrir tíma annarra, ósmekklegum og/eða óviðeigandi klæðaburði, mistökum við að heilsa mótaðilanum, vanþekkingu og vanvirðingu í almennum samskiptum (við erum lélegir hlustendur, grípum fram í o.s.frv.), slæmri umgengni, t.d. á skrifstofum og gagnvart skrifstofumun­ um, tækjum og tólum, vanvirðingu við aðra, slæmum mannasiðum (tala með fullan munn, óhófleg neysla áfengis), al­ mennum óróleika, að vera endalaust að handleika eitthvað eða slá með penna í borð, vanþekkingu á nútíma samskipta­ tækni (tala ekki í talhólf o.s.frv.), van­ virðu við einkalíf, svo nokkur einföld dæmi séu tekin. Nokkur séríslensk einkenni Við þetta má svo bæta nokkrum séríslenskum einkenn­ um, eins og: slæm eða engin eftirfylgni, svara ekki fyrirspurnum í tíma, hunsa vinnutímareglur, virða ekki lagskiptingu og hefðir í boðskiptum o.s.frv. Gildrurnar eru endalausar og það versta er að þær eru ekki langt frá okkur. Það þarf í raun ekki einu sinni að fara til út­ landa til að upplifa samskipti ólíkra menningarheima. Ísland er í mörgu tilliti suðupottur menningarheima. Mörg íslensk fyrirtæki eru með fjölda erlendra starfs­ manna á Íslandi, hér eru alþjóðlega þekkt fyrirtæki í ferðaþjónustu, listum, hér hittast alþjóðlegar nefndir, hér eru starfsmenn sendiráða o.s.frv., o.s.frv. Listinn er langur. Og við þurfum ekki heldur að fara langt út í heim til að upplifa skýran menningarmun og hættu á klúðri vegna skorts á menningarlæsi. Íslensk fyrirtæki á dögum ,,útrásarinnar”, sem búið er að eyrnamerkja þröngum hópi manna og kvenna, ráku sig t.d. á stífar vinnutímareglur í Danmörku, þar sem íslenska leiðin að bretta upp ermar og vinna frameftir á virkum dögum og eitthvað um helgar, gekk einfaldlega ekki upp. Það þarf ekki að fara lengra en til Danmerkur til að gera mistök og þó telja margir sig þekkja Dani og Dan­ mörku. Hvað þá ef viðskiptin eiga sér stað í mun ólíkari menningarheimum, til dæmis í Afríku, Asíu, Rússlandi, Suð­ ur­Ameríku. Hættan á að gera mistök eykst eftir því sem menningarheimarn­ ir verða ólíkari. Þess vegna er menning­ arlæsi og hæfnin til að aðlagast ólíkum menningarheimum og viðskiptavenjum svo mikilvæg öllum þeim sem stunda al­ þjóðleg viðskipti. Við Íslendingar erum að mörgu leyti þjóð forréttinda í þessu samhengi. Hér eru ekki flóknar boðleiðir né hefðir í samskiptum. Hér er ekki skýr lagskipt­ ing samfélagsins. Við getum velt við steinum, skapað hluti, fengið tíma hjá ráðherra og komið af stað fyrir­ tæki á skemmri tíma og með minni fyrirhöfn en margir erlendir þegnar geta einungis látið sig dreyma um. Við erum búin að spilla okkur í tækniumhverfi viðskipta­ lífsins, þar sem nýjustu tölvur, forrit, þráðlaus tæki og tól, smartsímar með nettengingum og pósthólfum eru normið og það þykir sjálfsagt að hafa prentara, skjá­ varpa og ljósritunarvél handan við hornið. Allt til alls, alls staðar, alltaf. Með þessa mynd í huganum og okkar framkomu förum við svo út í heim … og teljum víst að umhverfið sé eins þar. Svo er ekki og þess vegna gera starfsmenn, jafnvel reyndustu og elstu fyrirtækja, mis­ tök. Lesum okkur til, sækjum námskeið, verðum menn­ ingarlæs, því það er óvíst (og raunar óæskilegt) að sá tími komi aftur þar sem við gátum alltaf keypt okkur lausn út úr þeim vanda sem ófagleg vinnubrögð leiddu okkur í. Sá tími er liðinn. Tími faglegra vinnubragða og sérþekkingar í menningarlæsi og ólíkum menningar­ heimum er kominn. Viðskipti og samskipti Ertu læs … menningarlæs? Þorgeir Pálsson rekstrarráðgjafi hjá Netspori og stundakennari við Háskólann í Reykjavík E f t i r þr iðju synjun forseta Íslands á stað­ festingu á lögum frá Alþingi er tilvist og hlutverk embættisins í brennidepli. Stjórn­ arskráin frá 1944 er ótraust heimild um verksvið forseta í ljósi þeirrar túlkunar sem núverandi forseti hefur haft á hlutverki sínu. Það er reyndar engin furða þar sem orðanna hljóðan í stjórnarskránni seg­ ir eitt en svokallaðir lögspekingar annað. Þótt stjórnarskránni væri ekki breytt að öðru leyti en því að gera ákvæðin um forsetann skiljanleg venjulegu fólki væri það mikilsverð betrumbót. Eft­ ir að núverandi forseti hefur varpað mörgum af hefðunum um embættið fyrir róða þarf þó að fjalla um hlut­ verk og vald forsetans frá grunni. Hættulegt forsetaræði Fyrsta spurningin er hvort við vilj­ um áfram þingræði, þ.e. að fram­ kvæmdarvaldið sitji í skjóli Alþingis. Sömuleiðis hvort löggjafarvaldið eigi næsta óskorað að vera hjá Alþingi. Þetta eru spurningar um það hvort við viljum í meginatriðum búa við fulltrúalýðræði, að við kjósum okkur fulltrúa, þingmenn, til að fara með öll meginmál okkar. Ég hef á öðrum vettvangi svarað þessum spurn­ ingum játandi. Ég tel forsetaræði í hvaða mynd sem er í senn óhentugt og hættulegt smáþjóð. Hví segi ég óhentugt? Ef við tækj­ um upp forsetaræði, þ.e. fullan að­ skilnað þings og framkvæmdarvalds, væri það að óbreyttu ójafn leikur. Þjóðkjörinn forseti eða forsætisráð­ herra hefði allt stjórnarráðið undir sér og væri því með ótvírætt forskot á þingið um þekkingu og sérfræðinga­ lið. Þingið myndi skjótt bregðast við. Hugboð mitt er að Alþingi kæmi sér upp umtalsverðu sérfræðingaliði til að eiga í fullu tré við framkvæmdar­ valdið. Grófir reikningar benda til 2­3 milljarða kr. kostnaðarauka á ári. Höfum við efni á því? En hví er það hættulegt? Þjóðkjör­ inn æðsti maður framkvæmdarvalds­ ins gæti orðið mjög valdamikill. Allt vald spillir. Höfum við ekki séð dæmi um það? Það yrði þá að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að eng­ inn gæti verið í slíkri aðstöðu nema mjög takmarkaðan tíma. Hitt er ekki síður alvarlegt að þing og stjórn gætu eldað grátt silfur saman þannig að erfitt yrði að leiða brýn mál til lykta. Við höfum fundið smjörþefinn af slík­ um deilum. Þetta er ekki það sem okkur fýsir einmitt um þessar mundir. Eigum við þá að láta forsetaembætt­ ið veg allrar verald­ ar? Munum ætíð að við búum í kotríki. Við verðum ávallt að gæta hagsýni og hafa okkar fyrir­ komulag einfaldara en grannríkjanna. Vera má að við þurfum forseta sem sameiningartákn – en þá verður að fara varlega með embættið. Umboðsmaður fólksins Ef við viljum halda forsetaembætt­ inu ætti að finna því raunhæf verk­ efni svo sem til styrktar nauðsynlegu aðhaldi að stjórnvöldum og Alþingi. Er ekki málskotsréttur forsetans, 26. gr. stjórnarskrárinnar, einmitt dæmi um slíkt aðhaldsvald? Jú, en eins og mál hafa nú þróast er bersýnilegt að þar skortir allar leikreglur. Þing og þjóð mega ekki vera í fullkominni óvissu um afdrif stórra mála þar til véfréttin á Bessastöðum hefur talað. Ég er fylgjandi því að forsetinn hafi neyðarhemil, svo sem til að stöðva framgang laga sem kunna að brjóta í bága við stjórnarskrá. Ferlið verður þó að vera gegnsætt, til dæmis þann­ ig að forsetinn afli sér fyrst umsagn­ ar Hæstaréttar sem væri þá í hlut­ verki stjórnlagadómstóls. Á ólgutímum er kallað á aukið eft­ irlit með framkvæmdarvaldinu. Nú eru allmörg embætti og stofnanir sem hafa það hlutverk að veita slíkt aðhald og gefa viðvaranir af ýmsum toga. Hvernig væri að setja ramma utan um þetta aðhalds­, úrskurðar­ og eftirlitsvald og tryggja enn betur að það sé hlutlaust og standi utan við hið þrískipta ríkisvald? Að úr þessu verði eins konar umboðsmaður fólks­ ins? Forseti lýðveldisins gæti verið yfirboðari þessa aðhaldsvalds í þeim skilningi að hann skipi yfirmenn þessa óháða valds. Forsetinn er þjóð­ kjörinn og hefði því gott umboð til slíkrar forystu. Stjórnlagaþingið, þegar því tekst að hefja störf, hefur verk að vinna, ekki síst það að koma með úrbætur á stöðu og hlutverki forsetans. Það kann að reynast brýnt að koma slík­ um umbótum á áður en forseti verður kosinn á næsta ári. Þorkell Helgason kjörinn ógildri kosningu á stjórn lagaþing Stjórnarskráin frá 1944 er ótraust heimild Til hvers er forsetinn? Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Bjarnadóttur frá Öndverðarnesi, til heimilis að Hlíðarvegi 14, Kópavogi, Fyrir hönd fjölskyldu og ástvina, Jón Helgi Guðmundsson Þórunn Þórðardóttir Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Sigfinnur Þorleifsson Þórunn Guðmundsdóttir Ingvar A. Guðnason Björk Guðmundsdóttir Antoníus Þ. Svavarsson Sjöfn Guðmundsdóttir Jón Sigurmundsson ömmu- og langömmubörn Má þjóðin eiga von á umfangsmiklum tilraunum í þjóðfélagsverkfræði í boði ríkisstjórnarinnar?

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.