Prentarinn - 01.01.1996, Side 4
■ ■■ ERLENT SAMSTARF
Evrópuþing bókagerðarmanna 1995
Formaður EGF,
Tom Durbing,
setti þingið og
minntist í upp-
hafi látins félaga,
finnska túlksins
Sakarí Savander.
Aðalmál þessa
þings voru
margmiðlun,
aukin heima-
vinna á tölvur,
tólvuprentun og
hvernig hœgt
vœri að auka
og styrkja
starf EGF.
En síðastliðið ár
hefur verið
ágreiningur á
milli IGF og
ýmissa evrópskra
félaga vegna þess
aðlGFhafi
yfirtekið hlutverk
EGF og því
verið mótmœlt
á ýrnsa vegu.
SÆMUNDUR
ÁRNASON
s
Imáli margra þingfulltrúa, nor-
rænna og þýskra, kom fram að
sífellt eykst að vinnan sé flutt til lág-
launalanda, t.d. Austurlanda. Greini-
legt er að öll Vestur-Evrópa er að
glíma við sama vandamálið og við
hér á landi, prentun flyst úr landi.
Eina vörn EGF er að aðstoða félaga
okkar í þessum löndum til að öðlast
aukin félagsleg réttindi til jafns við
okkar, því eins og Þjóðverjar sögðu,
vélar og hráefni eru alls staðar á
sama verði, það sem gerir það
áhugavert að flytja vinnuna til Aust-
urlanda eru lág laun og engin félags-
leg réttindi. Félagar okkar í Austur-
Evrópu (kommúnistaríkjunum sem
voru) lýstu nokkrum áhyggjum yfir
að vestrænir prentsmiðjueigendur
væru að yfirtaka fjölda prentsmiðja
þar um slóðir, sem þó gæti verið til
góðs ef það væri ekki eingöngu til
að fá ódýrari prentun vegna lágra
launa og bágra kjara.
Miklar umræður urðu um alnetið
og margmiðlun og það sem menn
vildu nefna grafíska miðlun væri
bara ein grein af þeirri ævintýralegu
þróun sem ætti sér stað og ef við
héldum ekki vöku okkar yrðum við
úti í þessari þróun en eina svarið
sem félögin eiga er að mennta sitt
fólk af alefli í nýrri tækni. Það er
ekki tilviljun ein að stór
útgáfufyrirtæki og prentsmiðjur
sækjast f auknum mæli eftir því að
eignast hlutdeild í sjónvarpsrekstri.
Þannig má sjá að vandamálin eru
víða svipuð. Greinilegt var að ýmsir
höfðu miklar og vaxandi áhyggjur
af heimavinnu við tölvur
(tele-homeworking). Hollendingar
og Þjóðverjar töldu að um tuga
prósenta aukningu væri að ræða og
Frakkar voru á því að allt að 60% af
vinnu í forvinnslu færu fram í
heimavinnu, því nú
gæti grafísk vinna
farið fram hvar sem
væri í heiminum og
send með síma eða
örbylgjum hvert
sem er.
í flestum tilfell-
um væri um lág
laun að ræða og
engin félagsleg
réttindi. Hvemig er
hægt að vernda
réttindi fastra starfsmanna og auka
réttindi þeirra er vinna utan vinnu-
staða? Þessi atriði sem ég hef rakið
hér eru meðal þeirra sem EGF
vinnur að.
Fjárhagur EGF er því miður mjög
bágborinn, eftir þau áföll er við
urðum fyrir á árunum 1993 og 1994.
Þá hafa mörg lönd dregið að greiða
félagsgjöld. Til að vinna þetta upp
var á síðasta ári ákveðið að EGF
greiddi ekki lengur ferðakostnað,
ferðir væru á kostnað hvers félags.
Samþykkt var á þessu þingi að
hækka árgjaldið í 30 B.fr. á hvern
meðlim og að það félag er væri í
skuld við EGF er kæmi að aðalfundi
fengi ekki atkvæðisrétt og tveggja
ára skuld þýddi að viðkomandi félag
yrði strikað út af félagaskrá. Allt frá
síðasta aðalfundi hefur verið mikill
og vaxandi ágreiningur á milli hinna
ýmsu félaga um
hvemig ætti að
taka á vanda EGF
og hafa sum félög
viljað ganga svo
langt að slíta al-
gjörlega tengslin á
milli IGF og EGF.
Aðildarfélög innan
NGU hafa haft
vaxandi áhyggjur
af þessari þróun og
hafa leitað ýmissa
leiða til að jafna þann ágreining er
uppi er, m.a. sóttu fulltrúar Islands
og Noregs fund í Brussel í sept/95
ásamt fleirum til að finna leiðir út úr
vandanum. Ohætt er að segja að
afrakstur þess fundar hafi verið sú
tillaga er NGU lagði fram á
ársfundinum og var samþykkt en
hún varðaði framtíð EGF.
Tillaga NGU
varðandi framtíð EGF
• Fulltrúafundur EGF vill leggja
áherslu á skyldu EGF til að stuðla
að öflugu og virku IGF sem hefur
burði til að bjóða upp á rétta þjón-
ustu, aðstoð og þjálfun til bókagerð-
arfélaga víðs vegar um heim.
• Fulltrúafundurinn viðurkennir að
öflugu IGF verði best komið á með
því að efla virkni EGF sem væri
skipulagt í efnahagslegu og stjóm-
unarlegu tilliti með það í huga að
gæta faglegra/pólitískra og iðnaðar-
pólitískra málefna hagsmunafélag-
anna og meðlima þeirra.
• Til að ná þessu markmiði telur
fulltrúaráðið að endurskipuleggja
Miklar umræður
urðu um alnetið og
margmiðlun og það
sem menn vildu
nefna grafíska
miðlun væri bara
ein grein af þeirri
ævintýralegu
þróun...
4 ■ PRENTARINN