Prentarinn - 01.01.1996, Page 7

Prentarinn - 01.01.1996, Page 7
BÓKAGERÐARMENN ► Hwð varð til þess að þú ákvaðst að le8gja fyrir þig bókband? Þegar ég skildi tæplega þrítug stóð ég í þeim sporum að finna mér Iifi- brauð. Ég hugsaði minn gang, yinnumarkaðurinn var ekki mjög árennilegur með sín láglaunastörf svo ég ákvað að Iæra eitthvað nýtt. Eg hef alltaf heillast af fallegum bokum svo þannig vildi það til að bókband varð fyrir valinu. Hvernig upplifir þú þœr breytingar sem hafa orðið íprentiðnaðinum og hver er þín framtíðarsýn? Ég hef aðeins 6 ára starfsreynslu og trúlega eru minnstu breytingarnar í bókbandinu. Maður skynjar samt aukinn hraða á öllu, mikið af óspenn- andi framleiðslu og eins hefur hand- band minnkað mikið. Ég er frekar svartsýn á framtíð prentiðnaðarins í heild, störfm eru mikið að færast á annarra hendur og fagmennska á undanhaldi. Við hljótum samt að geta haft áhrif á þessa þróun með því að fylgjast betur með og stunda stöðuga endurmenntun. Hvernig sérð þúfyrir þér stöðu bókarinnar á íslandi í framtíðinni? Mér fínnst bækur almennt orðn- ar óvandaðar og alls ekki nógu fallegar. Lestur er ekki almennur lengur, krakkar nenna ekki að lesa, horfa frekar á mynd- bönd. Ég sé þetta vel á dætrum mínum sem lásu mikið en eru nánast hættar að líta í bók. Þetta er þróun sem ég hef miklar áhyggjur af, þyrfti kannski að vera duglegri að halda bókum að unglingunum. - Það vantar einhverja almenna bókavakningu. Lestu sjálfog þá hvað helst? Mér finnst mjög gaman að lesa, en gef mér ekki þann tíma til þess sem ég gjarnan vildi. Þetta eru svo skilaboðin sem maður sendir börnunum sínum. Það er helst að ég lesi skáldsögur, held t.d. mikið upp á Isabel Allende og eins hef ég mikla ánægju af að grúska í sagnfræðiritum ýmiss konar. Eftir hverju ferð þú þegar þú velur eða kaupir bœkur? Þegar ég kaupi bækur er það helst til gjafa. Þá reyni ég auðvitað að finna eitthvað sem ég held að henti hverj- um og einum. En ef ég er að velja bók handa sjálfri mér verð ég að viðurkenna að útlit og vinnubrögð hafa mikil áhrif á mig, stundum á kostnað innihaldsins. Auglýsingar hafa svo vafalaust einhver áhrif á mann, kannski meiri en maður vill kannast við. Nú og slagorðið „veljum íslenskt“ hrífur Iíka, a.m.k. á einhvem hóp. Er bóklaus maður blindur? Maður hefur mikinn fróðleik úr bók- um. Maður sem ekkert les missir af mörgu. Krístbjörg Hermannsdóttir er 39 ára gömul, einstœð móðir ineð tvœr dœtur, 17 og 20 ára. Hún er bók- bindari og hefur starfað lijá Steindórs- prenti/Gutenberg síðastliðin 6 ár. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að ,e8gjafyrirþig prentun? Eftir eins árs nám í Menntaskólanum við Sund og tvö ár á fjöl- braut ákvað ég að snúa mer að iðnnámi. Reyndar 'ar það fjölskyldumeðlimur acm enti mér á að það væri framtíð í bokagerðinni, það er nefnilega Prentari í fjölskyldunni held < (S> sem s ntíð í umræða um stafræna prentun en ég held að hún verði nú ekki algeng hé fyrr en eftir svona 10-15 ár. Lokaþróun offsetprentunar- innar verður fyrst og frems í „beint á plötu“ næstu árin en stafræna prentunin tekur svo við. H\emig upplifir j)œr breytingar [e,n hafa orðið í prentiðnaðinum og hvert sýnistþér þcer stefha? Merfmnstgæði og vinnsluhraði prentverks á öllum stigum hafa auk- 1S. Stfurlega bara frá því að ég hóf nam fynr 11 árum. Það er orðið al- cengt að verk komi inn í prentun að ntorgni og séu farin út að kvöldi. Prounin hefur verið mikil í offsetinu °g verður kannski ekki svo miklu meiri í bili. Það hefur verið mikil Hvernig sérð þúfyrir þér stöðu bókarinnar á íslandi íframtíðinni? Ég held að bókin komi alltaf til með að standa fyrir sínu. Að sjálf- sögðu verður yfirfærsla bóka á tölvutækt form til þess að auðveld- ara verður fyrir alla að nálgast upp- lýsingar og það nýtist þá sérstakleg í náini, en það að setjast niður með góða bók held ég að breytist ekki í bráð. Lestu sjálfur bœkur? Ja, ég verð nú að viðurkenna að ég er yfirleitt sofnaður eftir svona 4—5 siður en ég reyni þó að lesa svona 2-3 bækur á ári og þá aðallega í kringum jólin og í sumarfríinu að sjálfsögðu. Það sem ég les er meira svona fræðandi efni, frekar en skáldsögur. Eftir hverjuferð þú þegar þú velur þér bœkur? Ég horfi mikið á hvort þær eru prentaðar hér á landi en set það þó ekki fyrir mig ef mig langar í bókina á annað borð. Ég hef svona augun hjá mér hvar bækurnar eru unnar og þá aðallega af forvitni, held að það sé svona innbyggt í bókagerðar- menn að kíkja eftir slfku. Er bóklaus maður blindur? Nei, það held ég ekki, ekki alveg. Hann getur allavega flett í tölvunni! Krístján G. Krístjánsson er 29 ára gamall, giftur og á tvö börn, 5 og 10 ára. Hann lœrði prentun lijá Prentstofu G.Ben 1985 og hefur starfað þar síðan. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.