Prentarinn - 01.01.1996, Síða 11

Prentarinn - 01.01.1996, Síða 11
FRÉTTIR ■ ■ ■ Samstarfssamningur Bí, FBM og FGT lilaðamannafélag íslands, Félag bókagerðarmanna og Félag grafiskra teiknara gera með sér svofelldan samstarfssamning. F.v. Sœmundur Árnason, Gunnar Júlíusson, Lúðvík Geirsson, \anw Jóhannesson og Kalman le Sage de Fontenay. *' og FGT eru sammála um að auka sem kostur er samstarf og samvinnu félaganna í almennri hagsmunagæslu, samningagerð °g þjónustu við félagsmenn. Félögin leitast við að tryggja sem besta miðlun upplýsinga um stöðu télags- og kjaramála og ná fram samstöðu um áherslur og einstök verkefni til að efla og bæta stöðu og kjör félagsmanna viðkomandi félaga. Til að halda uppi virku samstarfi og nauðsynlegu upplýsinga- streymi eru félögin sammála um að skipa sérstaka samstarfsnefnd er í eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju félagi. Nefnd þessi komi suman á minnst 2ja mánaða fresti. Formlegar ákvarðanir nefndarin- nar eru háðar samþykki stjóma allra félaganna. Félögin eru sammála um að leggja höfuðáherslu á eftirfarandi þætti: a) Kjaramál - almennt og með sameiginlegum áherslum. h) Tæknimál - samræmingu og verkskiptingu vegna tækniþróunar. e) Atvinnumál - samstarf og samvinnu eins og kostur er á. d) Endurmenntun - aukið samstarf m.a. í gegnum Prenttæknistofnun. n u r*,?fS.ni^ _ skiptimöguleika á orlofshúsum og nýjar áherslur. ei rigðismál - bætta þjónustu vegna heilsugæslu og líkamsræktar. c) I jölmiðlasamband - skoða möguleika á formlegra samstarfi. nstarfssamningur þessi er gerður til reynslu í eitt ár og skal hann a te mn til endurskoðunar í ljósi fenginnar reynslu. Nýsveinar til hamingju! Fimmtudaginn 7. mars sl. fór fram útskrift nýsveina í félagsheimili FBM. Þrír sveinar voru útskrifaðir í prentun og fimmtán í prentsmíð. í tilefni af því var þeim boðið til kaffisamsætis hjá félaginu ásamt kenn- urum iðnskólans og fulltrúum sveinsprófsnefnda. Prentsmíð. Frá vinstri: Rafn Arnason, Halldór G. Halldórsson, Þórhildur Sverrisdóttii; Linda Stefáns- dóttir, Hafsteinn Alexanderson, Nellý Pálsdóttir, Kristjana Jóhannsdóttir, Kristinn Friðriksson, Þorsteinn Bragason, Þórunn Einarsdóttir, Magnús Már Magnússon, Brynja Axelsdóttir, Axel Jón Birgisson og Armann Agnarsson. A myndina vantar: Þóru Björk Amadóttur, Sverri Þór Sverrisson og Ingunni K. Guðjónsdóttur. Prentun. Talið frá vinstri: Jóhann Freyr Ásgeirsson, Rósmundur Magnússon, Ásberg Magnússon og Lárus S. Aðalsteinsson. PRENTARINN ■ 1 1

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.