Prentarinn - 01.01.1996, Side 14
■ ■■ RITHOFUNDURINN
Þrjú minningarbrot
um jafnmarga prentara
1. I fyrsta sinn er ég kom með
eigið bókverk í prentsmiðju var Oddi
staðsettur vestur á Bræðraborgarstíg
og þangað hélt ég haustið 1979
ásamt félaga mínum Sigfúsi Bjart-
marssyni. Við vorum hvor með sitt
handritið að ljóðabók, og vildum fá
um þær virðulegri umgjörð en þá
tíðkaðist frá íjölritunarstofunum, en
kontaktmaður okkar í Odda var
Þórleifur V (fimmti) Friðriksson,
bróðir Friðriks Þórs, en eðalbornu
handverki hinna göfugu prentmeist-
ara Oddans höfðum við kynnst í
gegnum samstarf um útgáfu tímarits-
ins Svart á hvítu, sem gefið var út af
galleríi sem var til húsa í gömlu ætt-
aróðali þeirra Þórleifs og Friðriks við
EIN A R Suðurgötu 7. Við ljóðskáldin ungu
KARASON þurftum að arka á fund einhvers aðal-
séffans í prentsmiðjunni til að ræða
um verð og greiðsluskilmála. Við
gengum inn bónaða ganga prent-
smiðjunnar, en það var reyndar lítið
líf í tuskunum hússins vegna þess að
þá stóð yfir verkfall Grafíska sveina-
félagsins. Við vorum lalhræddir um
að við kynnum ekki að tala við svo
virðulegan mann sem prentsmiðju-
eiganda, en fundum þó strax að við
vorum á heimavelli þegar ungur
snaggaralegur maður tók á móti okk-
ur á forstjóraskrifstofunni og sagði:
- Það er ekkert mál að prenta þetta
fyrir ykkur strákar, það er að segja ef
þessir pomógrafísku sveinar hætta
einhvemtíma í verkfallinu.
2. Fjómm ámm seinna átti að
prenta aðra skáldsögu mína, en hún
hét „Þar sem djöflaeyjan rfs“ og hef-
ur spákellinguna Karolínu í.miðju
söguheimsins. Það var og er enn
hálfopinbert leyndarmál að umrædd
skáldsagnapersóna átti sér fyrirmynd
í Jósefínu heitinni frá Nauthól sem
mikinn hluta aldarinnar var þekkt hér
í bænum fyrir spádóma auk þess sem
fór af henni orð fyrir galdra og kukl.
Bókin var send í litlu prentsmiðju
sem hét Prentrún, og kom á daginn
að stjórinn þar kannaðist við áður-
nefnda galdrakonu og hafði á orði að
það gæti verið varasamt að taka
svona rit til prentunar. Enda var það
einsog við manninn mælt að upp-
hófst hinn hrikalegasti hrakfallabálk-
ur; margoft eyðilagðist allt prentupp-
lagið, kápan fór aftur og aftur í fisk,
vélar biluðu, og þrautreyndir fag-
menn fóru að gera sig seka um fárán-
legustu byrjendamistök, einsog einu
sinni þegar einhver áætlaði þykkt
bókarinnar útfrá rétt reiknuðum arka-
fjölda, en gekk út frá því að það væm
64 síður í örkinni, og útkoman varð
sú að letrið á kilinum flæddi langt út
á bæði forsíðu og baksíðu. Bæði und-
irritaður höfundur og sömuleiðis út-
gefendur vom orðnir órólegir yfir því
hvað prentunin ætlaði að tefjast, en
loks tilkynnti prentsmiðjustjórinn að
nú væri búið að leiðrétta öll mistök
og koma í veg fyrir hugsanlegar bil-
anir, bókin yrði tilbúin eftir tvo daga.
Sem að sjálfsögðu ekki stóðst, því að
lykilmaðurinn í prentferlinu lagðist í
rúmið af skæðum sjúkdómi þegar átti
að hefjast handa, og á endanum báð-
ust þeir góðu Prentrúnarmenn undan
því að þurfa að prenta meira af svona
svartagaldursskræðum.
3. Veturinn eftir þetta djöflaeyj-
arævintýri var ég kominn í vinnu við
jámabindingar ásamt nokkrum harð-
snúnurn aðilum, þar voru fremstir í
flokki Þormar nokkur Þorkelsson
einn helsti stofnandi bifhjólaflokks-
ins Sniglanna, og Ijóðskáldið Sigfús
Bjartmarsson sem áður er nefndur.
Þetta var um hávetur og uppgangur í
samfélaginu, byggingaframkvæmdir
um allar jarðir. Járnaflokkurinn sem
ég tilheyrði var jafnan með nokkur
verk í takinu og var farið á milli ný-
bygginga og unnið í akkorði, og reið
á að hafa gott samband við smiði og
aðra iðnaðarmenn á svæðinu og
sömuleiðis verktakana og húsbyggj-
endurna sjálfa. Samstarfið var ekki
alltaf fullt af eindrægni eða ástríki,
menn kýttu og sendu tóninn, en oftast
ríkti þó vopnaður friður. Þó var einn
húsbyggjandi alveg að gera okkur
gráhærða með samningshörku, frýj-
unarorðum og hreinum útásetningum.
Okkur fannst ekkert standast af því
sem um var samið. meðal annars átt-
um við að leggja í plötur og veggi
uppá þriðju hæð, en þegar við kom-
um á staðinn lá allur jámabingurinn
niðrá plani tíu metrum neðar. Við
urðum sáróánægðir og sögðumst ekki
nenna að standa í því að handlanga
mörg tonn þama upp. Húsbyggjand-
inn pantaði þá risavaxinn krana sem
kom og hífði upp allt jámið, en reikn-
inginn fyrir kranann dró hann af
þóknun okkar jámamanna, en það
töldum við skýlaust brot á munn-
legum samningum. Þessi samnings-
harði húsbyggjandi var enginn annar
en sjálfur G. Ben, og nýbyggingin
var væntanlegt húsnæði prentsmiðj-
unnar við Nýbýlaveg. Og hann var
alveg konunglegur kallinn; vildi að
við kæmum æðandi hvenær sem
1 4 ■ PRENTARINN