Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 19
TÆKNI ■■■
3. Vegna betri og jafnari prentunar
hefur verið hægt að staðla stærri
hluta prentferlisins.
Að lokum má nefna eitt atriði í
þróun prentvéla en það er svokölluð
..bein tenging" (direct drive). Með
þeirri aðferð er hægt að tengja
flexóprentun öðrum prentaðferðum.
Þetta hefur leitt til betri prentunar á
plastfólíur þar sem samkeppnin er
mjög hörð að lokka viðskiptavininn
með fallegum umbúðum.
Límmiðaprentun
Su grein flexóprentunar sem hefui
vaxið hvað hraðast er límmiðaprei
un. Síðustu ár hefur aukningin ver
nnt 7% á ári en á áttunda áratugnu
varhún enn meiri eða 10% á ári.
Litil valsabreidd og samtenging
margra prentaðferða hefur valdið
þessan aukningu. Hægt er að teng
saman flexó-, offset-, hæða- og
silkiprentun í einni og sömu vélim
tmnig hefur aukist prentun á kartc
°g jafnvel plastprentun á þessar te,
undir véla. í þessum prentvélum
hefur um nokkuð langt skeið verið
notaður UV prentfarfi.
Dagblaðaprentun
pyrir tíu árum var talið að flexó-
prentun mundi einnig hasla sér völl
meðal dagblaða. Nokkur þróun í þá
8tt attl sér stað ■' Bandaríkjunum en í
smaum stfl þó en þróunin hefur látið
a ser standa í Evrópu. Nokkur ítölsk
agbloð eru þó prentuð með þessum
hætti. Arið 1989 var haldið að hjólin
ræru að snúast þegarbreska dag-
blaðið Daily Mail fjárfesti í 8 llexó-
Prentvélum en ekkert hefur gerst
siðan. Flest dagblöð hafa færst frá
hæðaprentun og yf,r í offsetprentun.
Prontsmíð
Stærsta breytingin í flexóprentun
óetur orðið í prentsmíðinni svo að
hkja má við byltingu á því sviði.
ynr 10 árum voru enskar styttingar
ems og DTP 0g DAR ekki á vörum
margra en eru í dag jafn sjálfsögð
°rð og skanni eða filmur. f raun væri
hægt að fylla Prentarann með
lýsingum á tækniþróun í prentsmíð
en hér verður aðeins stiklað á stóru.
Oflug tölvukerfi hafa myndað
óslitna keðju frá hönnun til plötu-
gerðar. Stafræn prófarkakerfi og
stafræn framleiðsla prentmóta hafa
óneitanlega minnkað gildi filmu-
notkunar. Um miðjan seinasta áratug
komu á markaðinn fyrstu stóru
skeytingartölvumar (high-end
systems) fyrir umbúðaiðnaðinn.
Síðan gerist það að hefðbundnar
borðtölvur s.s. Macintosh sækja
mjög á stóm kerfm með sífellt betri
forritum og afkastameiri vélum.
Þróun í hugbúnaðargerð stóru
kerfanna hef ég getað fylgst með
undanfarin 4 ár sem ég hef unnið
með BARCO, sem er helsti fram-
leiðandi stafrænna skeytingarkerfa
fyrir umbúðaiðnaðinn, og hefur ótrú-
leg þróun átt sér stað í þeim efnum.
Hefur t.d. vinnsla á 4-lita myndum
og önnur vinnsluminniskrefjandi
verkefni aukist samfara ki'öftugri
vél- og hugbúnaði.
Slembirasti (stochastic screen) var,
þegar tilraunir hófust, ætlaður til þess
að auka prentgæði í offsetprentun.
Það sem síðar kom í ljós við tilraunir
var að „lélegri“ prentaðferðir s.s.
flexó nutu einnig góðs af tilraunum
með nýja tegund rastatækni. Flexó-
prentun útheimtir hins vegar stærri
punkta en offsetprentun og stöðlun
og gæðaeftirlit verður að auka.
Stafræn
framleiðsla prentmóta
Þeir sem fóra á Drupa á seinasta ári
tóku eftir því að bæði DuPont og
BASF kynntu þar vélasamstæður
þar sem hægt er að senda stafrænt
beint frá borðtölvum eða skeytingar-
tölvum á ljósfölliðuplötur (ég ætla
að nota orðið plastprentmót). Þar
sem þetta er fyrsta kynslóð slíkra
véla þá eiga eftir að verða miklar
breytingar þar á. Sérstaklega að slík
vél verði „on-line“ þ.e. lýsing, vösk-
un, þurrkun og frágangur í einni og
sömu vél.
Plastprentmótin hafa, eins og ég
hef bent á, tekið við hlutverki
gúmmíprentmótanna. Það er fyrst og
fremst vegna þess að gæði þeirra eru
meiri þar sem hægt er að hafa mótin
þynnri en gúmmíið. Bestu gæði hafa
náðst með þykktinni 1,17 mm en ég
hef tekið þátt í tilraunum með
0,76 mm og hefur það einnig reynst
vel. Þykkt gúmmíprentmóta var á
sínum tíma allt frá 2,84 mm og til
5 mm. Það helst í hendur þunn plata
= meiri gæði. Punktastækkunin í
prentun verður minni því þynnri
sem platan er. Með DGC kúrfum
(Dot Gain Compensation)
hefur tekist að ná betri tökum á
prentuninni.
011 þessi vinna gengur út á það að
minnka punktastækkun í prentun
(sem getur orðið um 30% í millitón-
um) til þess síðan að auka rastatíðni
í prentuninni og þar með ná fram
meiri gæðum sem leiðir til aukinna
verkefna sem tekin eru frá bæði
offset- og djúpprentun. Það má
einnig nefna að framleiðendur plast-
prentmóta hafa undanfarin ár kynnt
á markaðnum plötur sem hægt er að
skola í vatni án allra aðskotaefna og
valda því ekki umhverfismengun.
Lokaorð
Grein mín hefur vissulega tæpt á
mörgu og kannski ekki farið djúpt í
að skýra út hin ýmsu hugtök eða
vinnsluaðferðir enda er það efni í
aðra grein. Ég hef vfsvitandi sleppt
ýmsu þar sem ég hefði þurft að út-
vega mér nánari upplýsingar um
viðkomandi efni. Þar get ég t.d.
nefnt þróun anilox valsa, nýja teg-
und hnífa (doctor blades) í litakerf-
um flexóprentvéla, áhrif dýptar
hólfa á anilox völsum á prentgæði
og fleirra mætti nefna. Til þess hef
ég ekki þckkingu þó þessi atriði hafi
komið upp í starfi mínu og þó sér-
staklega hjá Tetra Pak. Ég vona þó
að ég hafi getað gefið nokkra mynd
af þeirri þróun sem átt hefur sér stað
í allri vinnslu prentgripa í flexó-
prentun sem hefur leitt til þess að
flexó hefur unnið mikið á á síðast-
liðnum 10 árum. •
PRENTARINN ■ 1 9