Prentarinn - 01.03.1998, Blaðsíða 3
Félag bókagerðarmanna og
Blaðamannafélag Islands gerðu
samstarfssamning sín á milli á
árinu 1987, en þar sagði m.a:
Meginmarkmið þessa samnings er
að efla samheldni og samstarf
félaganna í hagsmunabaráttu
þeirra og samningagerð og auka
skilning og þekkingu félagsmanna
á þeim verkþáttum sem snerta
félagsmenn beggja félaganna.
Einnig að tryggja sem best
starfsréttindi og starfsaðstöðu
félagsmanna og fjalla um það
hvort ekki sé tímabært að hefja
undirbúning að stofnun fjölmiðla-
sambands. Á þeim tíma sagði
formaður FBM: Hér er á ferðinni
tilraunasamningur sem gefur
fyrirheit um markvisst samstarf
starfshópa sem vinna að sömu
framleiðslu og eiga líkra hags-
muna að gæta. Næstu árin var þó
nokkurt samstarf í gangi, m.a.
fóru fulltrúar beggja félaga á
ráðstefnur er vörðuðu hagsmuni
félaganna. Síðar varð samstarfið í
lágmarki og lá síðan að mestu
niðri. Hinn 21. febrúar 1996 var
gerður nýr samstarfssamningur og
voru þá grafískir teiknarar komnir
til samstarfs. I samningi milli
FBM, BÍ og FGT sagði m.a.:
Félögin eru sammála um að auka
sem kostur er samstarf og sam-
vinnu félaganna í almennri hags-
munagæslu, samningagerð og
þjónustu við félagsmenn, og í síð-
ustu málsgrein, að skoða mögu-
leika á formlegu samstarfi með
stofnun fjölmiðlasambands. í árs-
byrjun 1998 ákváðu þessi félög að
óska eftir viðræðum við Verslun-
armannafélag Reykjavíkur, Raf-
iðnaðarsambandið og Starfs-
mannafélag Ríkisútvarpsins um
það hvort þau hefðu áhuga á
stofnun fjölmiðlasambands. í
framhaldi var síðan gerður samn-
ingur hinn 3. apríl 1998 þar sem
þessi félög lýstu yfir vilja til að
stofna fjölmiðlasamband. Og í
þeim samningi sagði:
Blaðamannafélag Islands, Félag
bókagerðarmanna, Félag grafískra
teiknara, Rafiðnaðarsamband ís-
lands, Starfsmannasamtök Ríkis-
útvarpsins og Verslunarmannafé-
lag Reykjavíkur hafa ákveðið að
stofna til formlegs samstarfs og
samvinnu þessara félaga. Hlut-
verk sambandsins er að vinna að
sameiginlegum hagsmunamálum
þeirra sem starfa með einum eða
öðrum hætti við fjölmiðla eða
fjölmiðlun. Sérstök áhersla verður
lögð á samstarf og samráð um
kjaramál, fagleg málefni, réttinda-
mál, vinnuumhverfi, starfsmanna-
stefnu, tæknimál, orlofsmál, heil-
brigðismál, endurmenntun og
áhrif starfsmanna á stjóm fjöl-
miðla. Fjölmiðlasambandið mun
leitast við að efla og glæða félags-
enn hraðari í allri upplýsinga-
tækni, er nauðsynlegt að hafa
samstarf við önnur félög. Til að
forðast átök á milli félaga og
starfsgreina eigum við að vinna
saman, margmiðlunarheimurinn
er víðfeðmur og stór, þar eru
rnörg störf og starfssvið sem skar-
ast og ein höfum við takmarkað
afl, en ef öll félögin bera gæfu til
að standa saman er framtíðin
björt. Við höfum séð það á síðustu
árum að eigendur fjölmiðla
(útvarp, sjónvarp, dagblöð) hafa
verið að sameinast í stærri eining-
1!
,h\í i wm *
BUIIMIIIIHfÉLM
í S L A N D S
anda og samheldni starfsmanna á
fjölmiðlum. Þá mun sambandið
koma fram á opinberum vettvangi
sem sameiginlegur málsvari íjöl-
miðlastarfsmanna. Einnig mun
fjölmiðlasambandið sameina eins
og kostur er þátttöku fulltrúa
starfsmanna í norrænu og alþjóð-
legu samstarfi. Stefnt er að form-
legri stofnun fjölmiðlasambands á
Fjölmiðlaþingi sem haldið verður
á komandi hausti. Þar til munu of-
angreind félög tilnefna fulltrúa í
undirbúningsstjóm sem mun
vinna að samstarfssamningi félag-
anna og frekari undirbúningi að
stofnun fjölmiðlasambands.
I dag er staðan sú að vinnuhóp-
ur félaganna hefur unnið að stofn-
un fjölmiðlasambands af fullum
krafti og hafa fjölmargir úr stjóm
félaganna komið að því starfi.
Stofnfundur íjölmiðlasambands
verður 24. október 1998. Margir
félagsmenn spyrja sig eflaust
þeirrar spumingar hvers vegna
verið sé að stofna fjölmiðlasam-
band. Svarið er einfalt, í þeirri öm
þróun sem orðið hefur og verður
ar og ef við eigum að standast
þeim snúning og geta eflt hag og
kjör félagsmanna eigum við meiri
möguleika í samstarfi. Komum
fram sameinuð til viðræðna við
atvinnurekendur. Nú er það undir
okkur sjálfum komið hvemig til
tekst og ekki síður þeim er veljast
til forystu.
prentarinn
■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA
Ritnefnd Prentarans:
Georg Páll Skúlason,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Bjargey G. Gísladóttir
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
Stefán Ólafsson
Sævar Hólm Pétursson
Fréttaskot og annað efni er vel
þegið og eins óskir og ábend-
ingar lesenda til ritnefndar.
Leturgerðir
í Prentaranum eru:
Stone Sans, Times o.fl.
Blaðið er prentað á mattan
135 g Ikonofix.
Útlit og prentvinnsla:
Prentþjónustan ehf • Gústa
Prentun og frágangur:
Grafík ehf.
Forsíða Prentarans
Alda Rögnvaldsdóttir,
er hönnuður forsíðunnar.
Hún starfarsem grafískur
hönnuður í Plastprenti.
Forsíðan varframlag hennar
og Plastprents í forsíðu-
samkeppni Prentarans 1998.
PRENTARINN ■ 3