Prentarinn - 01.03.1998, Page 9

Prentarinn - 01.03.1998, Page 9
Ljósm.: Róbert Fragapane. mót 1998 Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir hófi í tilefni útskriftar nýsveina bókagerðargreinum 4. júní sl. Alls útskrifuðust 21 sveinn, 11 í prentun, 7 í prentsmíði og 3 í bókbandi. FBM óskar öllum nýsveinum velfamaðar í starfi. FBM veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi og hlutu hana eftirtalin: F.v. Albert B. Elísson prentun, Lilja Guð- mundsdóttir og Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir prentsmíð og Sigrún Gautsdóttir bókband. F.v. Róbert Fragapane, Karl M. Karlsson, Axel Gunnarsson, Davíð Kr. Halldórsson, Friðrik Gestsson, Albert Elísson, Amór M. Másson, Hálf- dán Gunnarsson, Lilja Guðmundsdóttir, Lárus O. Lárusson, Birgir Ingimarsson, Egill Egilssson, Sigrún Gautsdóttir, Hallur Guðmunds- son, Lýður Geir Guðmundsson, Þorleifur Jón Hreiðarsson, Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson og Ingólfur Amarson. Leiðrétting I síðasta blaði Prentarans birtist mynd afþesstiin lierra- nwnnum. Jón t.v. var rang- feðraður og sagður Snœ- björnsson. Hann er Sveiit- björnsson og er leiðréttingu liér með komið á framfœri og liann beðinn velvirðingar. Með Itonum ú myndinni t.li. er Þorgrímur Einarsson. Forsíðukeppni Prentarans var haldin í sumar. Eindagi hug- mynda var 10. september sl. Alls 12 tillögur bámst frá 5 kepp- endum. Dómnefnd skipuðu þau Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Sævar Hólm Pétursson og Stefán Olafs- son. Þau völdu fjórar hugmyndir sem birtar verða á forsíðu blaðs- ins í næstu tölublöðum. Þær hugmyndir sem ekki náðu því takmarki að verða fyrir valinu sem forsfða blaðsins verða birtar í næstu blöðum. Ritnefnd þakkar þátttakendum fyrir sitt framlag í keppninni. F.v. Hermann Sverrisson, Jón Úlfljótsson, Rúnar Gunnarsson, Óskar Sigurðsson, Guðmundur A. Grétarsson mótstjóri, ÆvarB. Jakobsson, Ómar B. Ólafsson og Sœmundur Arnason. FBM hélt sitt árlega bridsmót (tvímenning) þann 4. október og var spilað á fimm borðum með þátttöku 20 para. Sigurvegarar mótsins og bridsmeistarar FBM 1998 urðu þeir Rúnar Gunnarsson og Óskar Sigurðsson með 141 stig, í öðru sæti með 121 stig þeir Hermann Sverrisson og Jón Ulfljótsson og í þriðja sæti Ævar B. Jakobsson og Ómar B. Ólafsson með 116 stig. Snemma í sumar var haldið hlöðuball í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Prentsmiðjan Oddi, Umbúðamiðstöðin og Prentsmiðjan Grafík voru fyrirtækin sem stóðu fyrir ballinu og buðu starfsmönnum ýmissa annarra fyrirtækja að slást í hópinn. Vel var tekið undir það og býsna fjörugt þegar ballið stóð sem hæst. Það voru engir aukvisar sem héldu uppi stuðinu á staðnum, enda „Stjómin" sjálf mætt til leiks, með hina sívinsælu söngkonu Sigríði Beinteinsdóttur í fararbroddi. Að sögn viðstaddra stóð hljómsveitin svo sannarlega fyrir sínu og hélt gestunum á gólfinu allan tímann. PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.