Prentarinn - 01.03.1998, Page 10

Prentarinn - 01.03.1998, Page 10
Jæja, góöir hálsar. Þá er nú komib haust eina fer&ina enn og fyrsti Prentari vetrarins lítur dagsins Ijós. Vetrarstarf alls konar lifnar úr sumar- dvala og þab á einnig vi& um Kvennarábib okkar, vetrarstarfib er hafib. Fyrsti fundurinn hefur þegar verið haldinn og ætti hann ekki að hafa farið framhjá neinum, vandlega auglýstur. A hann mætti hópur af konum sem áhuga hafa á tengi- netinu okkar og þeim málefnum sem við höfum beitt okkur fyrir. Eins og fundurinn var auglýstur var ætlunin að leggja línumar fyrir vetrarstarfið og skoða hug- myndafræðina. Ýmsar hugmyndir komu fram og þá aðallega um skilgreiningu á störfum Kvenna- ráðsins. Síðastliðin ár höfum við að mestu leyti unnið að jafnréttis- málum, auk þess að halda úti þessu skemmtilega tengineti okkar. A þessum fundi var ákveðið að sundurgreina þetta starf svolítið. Ekki svo að skilja að við ætlum ekki að sinna jafn- réttismálunum áfram, heldur vilj- um við opna starfið meira. Við viljum fá inn í untræðuna þær konur sem hafa ekki áhuga á að einskorða sig við kvennastarf og við viljum fá karlmennina í lið með okkur. Fyrsta skrefið í þessa átt verður að halda opinn fund um jafnréttismál. Töluverður tími er síðan slíkur fundur var haldinn og orðin virki- leg þörf á því. Jafnréttisumræðan í þjóðfélaginu hefur verið að breytast dálítið og það er greini- lega nauðsynlegt að skoða stöðuna og finna sameiginlegan flöt á málunum. Undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á afstöðu karlmanna til jafnréttismála. Þeir eru famir að sjá það að jafnréttismál eru í raun fjölskyldumál. Það er ekki síður þeirra hagur að jafnlaunastefn- unni sé framfylgt, það eykur möguleika þeirra á frítíma með bömunum og fjölskyldunni. Ef Við konur, a.m.k. þær sem þekkja kosti þess af eigin raun, teljum það afskaplega nauðsynlegt. Konur hafa vissulega verið í ýmsum samtökum í gegnum tíðina, kvenfélögum, sauma- klúbbum, virkar í foreldrafélögum o.fl. En þetta er öðruvísi. Þetta tenginet er á „vinnubasis", ef við getum sagt svo, ekki tengt heimilinu eða bömunum. Og þama myndast sambönd sem nýtast í atvinnulífinu. Reynsla og þekking skilar sér betur, það er hægt að fá upplýsingar um t.d. nýjustu uppfærsluna á FreeHand; hvernig maður bregst við kynferðislegri áreitni á vinnustað, eða indverskar matamppskriftir, svo ég nefni nú eitthvað af þeim málum sem hafa verið í umræðunni hjá okkur. Tenginetið eflir félagsvitundina og við skilgreinum okkur betur sem konur á vinnumarkaði. Og þær era orðnar nokkuð margar konumar í þessum félagsskap sem við höfum horft á vaxa að sjálfs- trausti og trú á eigin getu. Og styrkurinn felst í því að við getum alltaf haft samband við einhverja sem styður við bakið á okkur. Einhverja sem er í svipaðri stöðu og við sjálfar, þekkir vandamálið og er tilbúin til að miðla okkur af sinni reynslu. Þannig virkar tenginet. Svona tenginet hafa alltaf verið til hjá karlmönnum. Oftar en ekki þó á óform- legu nótunum. Vinnufélagar hittast, spila fótbolta eða golf eða fara saman í gufu... Og svo er það náttúrlega Rotary og Lyons og þetta allt saman hvað það nú heitir. En sum af þessum félögum eru nú reyndar farin að hleypa konum að. Og það er auð- vitað bara tímanna tákn. Við konumar í Kvennaráðinu ætlum sem sagt að halda áfram að hittast, það er alveg á hreinu. Kannski ekki eins oft og áður, en þörfin ræður auðvitað hversu oft fundimir eru haldnir. Og það var einróma samþykkt á þessum fyrsta fundi haustsins að þetta starf mætti ekki leggjast af. Það eru næg verkefni framundan. einasti karlmaður vill hag dætra sinna sem bestan. Auðvitað vilja þeir að dóttirin hafi jafna möguleika og sonurinn til að fá góðar tekjur og sjá vel fyrir sér og sínum. Og þetta er karlar og konur fá sambærileg laun verður ekki lengur sjálfsagt að konan sé heima þegar bömin veikjast og karlmaðurinn vinni eftirvinnuna. Ungir karlmenn í dag vilja heldur ekki eyða lífinu eingöngu í vinnu eins og feður þeirra gerðu flestir, þeir vilja sinn frítíma. Við eram líka farin að sjá mjög aukinn áhuga ungra feðra á fæðingarorlofi og það þykir flestum karlmönnum sjálfsagður hlutur að geta séð um böm og bú til jafns við konuna. Verða meira að segja sumir stórhneykslaðir ef maður dregur kunnáttu þeirra og fæmi á þessum sviðum í efa. Og það er alveg Ijóst að hver einmitt dálítið umhugsunarvert, hvemig viljum við að þjóðfélagið verði fyrir bömin okkar. Það er okkar að breyta því, þeim í hag. Þannig að nú er lag, ef við getum sagt svo. Þessi opni fundur verður haldinn á vegum stjómar FBM núna á haustdögum. Ætlunin er að fá einhverja áhugaverða fyrirlesara sem geta frætt okkur um stöðu jafnréttis- mála í dag og gaman væri að horfa svolítið á málin frá sjónar- hóli karlmanna. Fundurinn verður rækilega auglýstur. Nú, svo er það tenginetið okkar. 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.