Prentarinn - 01.03.1998, Qupperneq 12
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
Prentsmibjan Oddi er
óneitanlega stórt fyrirtæki
á íslenskum prentmarkabi
og er í augum minni
spámanna í greininni
ógnvekjandi og umdeilt.
Sumir halda því jafnvel
fram ab stefnt sé ab því ab
einoka markabinn. Bara
nafnib gefur til kynna ab
um valdamikib höfubból
sé ab ræba. Æbstur Odda-
verja er Þorgeir Baldurs-
son sem stýrir stórveldinu
styrkri hendi. Prentarinn
tók hús á Þorgeiri og
reyndi ab skyggnast í
hugarheim forstjóra
prentverksins.
„Nei, það var sko alls engin kvöð
eða pressa," svarar Þorgeir ákveð-
ið þegar ég spyr hvort hann hafi
verið neyddur til að læra prent-
verk á sínum tíma og bætir við:
„Mér fannst fagið alltaf mjög
áhugavert og hafði lengi ætlað
mér að læra þessa iðn.“ Þorgeir
Baldursson er setjari. Samhliða
námi í Verzlunarskólanum lærði
hann fag sitt í Oddanum, en faðir
hans, Baldur Eyþórsson, stofnaði
Odda árið 1943. Eftir sveinspróf
fór Þorgeir til Danmerkur og lagði
stund á rekstur og stjórnun fyrir-
tækja í prentiðnaði við Den
Grafiske Höjskole. Að námi loknu
í Danaveldi hafði svo Þorgeir
mikla löngun til að ná sér í starfs-
reynslu á erlendri grundu og vann
um tíma í prentsmiðju í Þýska-
landi. Um sama leyti var orðið
svo mikið að gera heima í Odda
að Þorgeiri var ekki til setunnar
boðið og dreif sig til íslands þar
sem hann var ráðinn verkstjóri í
setningardeild Odda.
„Og það var náttúrlega dálítið
sérkennilegt til að byrja með að
vera orðinn verkstjóri yfir mér
miklu eldri mönnum, sem ég
hafði áður starfað með, og nú
voru orðnir mínir undirmenn, en
þetta voru alveg yndislegir karlar
og tóku mér afskaplega vel,“ segir
Þorgeir og brosir að gömlum
minningum.
Prentsmiðjan Oddi var stofnuð
af hópnum
árið 1943 og snerist starfsemin
mest um blýsetningu og hæðar-
prent fram til ársins 1968 þegar
tekið var til við að offsetvæða
prentsmiðjuna. A hálfri öld hefur
Oddinn þróast úr því að vera
mestmegnis í bókaframleiðslu
með blýsetningu, í það að verða
alhliða prentfyrirtæki sem
sérhæfir sig í öllu sem viðkemur
prentverki.
Fyrstu heimkynni Odda voru í
litlu húsnæði á Freyjugötunni,
sfðan á Grettisgötu en 1967 flutti
fyrirtækið sig um set vestur á
Bræðraborgarstíg. Um 1980 hafði
umfang fyrirtækisins vaxið svo
mikið að Oddaverjar tóku þá
ákvörðun að byggja stórhýsi við
Artúnshöfða.
Það hefur verið þokkalegur
biti að fara út í byggingu núver-
aitdi húsnœðis Odda.
„Já,“ segir Þorgeir, „það var
geysilegt átak og í fyrsta sinn sem
byggt var sérhannað húsnæði utan
um starfsemina."
Reyndist átakið þungt fyrir
fyrirtœkið?
„Auðvitað var þetta mjög
þungt,“ svarar Þorgeir alvarlegur.
„Þama voru byggðir 5.000
fermetrar og menn skildu ekkert í
því hvaða glóra væri í að byggja
svona stórt húsnæði á þessum litla
markaði. Þar að auki var mögu-
leiki á að byggja við það annað
eins, sem þótti náttúrlega alveg útí
hött.“
Þessar hrakspár efasemda-
manna reyndust óþarfa áhyggjur,
enda húsnæði Odda löngu sprung-
ið í dag og starfsemi prentsmiðj-
unnar komin í nærliggjandi hús.
En hvenœr tók Oddinn þann
vaxtarkipp að úr varð þessi risi
sem hann er í dag?
„Mér finnst hann ekki vera
neinn risi,“ svarar Þorgeir
sposkur.
Þetta er nú samt stœrsta
fyrirtœkið í bransanum. Hvað
hjálpaði til þess að fyrirtcekið
blés svona út? Geturþað hafa
verið t.d. símaskráin eða
tölvupappírinn ?
, Jú, jú, allar nýjungar hafa að
sjálfsögðu hjálpað í gegnum tíð-
ina. Arið 1958 byrjuðum við í
tölvueyðublöðum sem jók um-
sviftn umtalsvert og skaut fleiri
stoðum undir reksturinn, það er
ekki spuming. Eg held þó að
mestu umskiptin hafi orðið þegar
við keyptum fyrstu fjögurra lita
prentvélina árið 1981 og gátum
híft inn í landið aftur það prent-
verk sem var orðið sjálfgefið að
prenta í útlöndum," segir Þorgeir
og bendir á að þegar verið var að
semja um kaupin á prentvélinni
hafi menn lagt sig mjög fram um
að telja þeim Oddamönnum trú
um að markaðurinn væri alltof lít-
ill og að þeir væru að gera regin-
mistök. „En við sjáum ekki eftir
því í dag og höfum keypt nokkrar
prentvélar síðan,“ segir Þorgeir.
Margir kvarta yfir að ekki sé
liœgt að lifa á prentverki í dag.
Verð á útseldri vinnu hefur
lœkkað gríðarlega á undanförn-
un áruin og er í engu samrœini
við tœkja- og efniskaup sem
verða sífellt kostnaðarsamari.
Er Oddinn ekki sökudólgurinn í
þessu verðstríði?
„Það er nú alveg spuming hvort
þetta megi kallast sök,“ svarar
Þorgeir alvarlegur í bragði. „Þetta
er bara liður í þróun. Auðvitað er
vaxandi samkeppni í þessu fagi
og ólíklegustu aðilar sem em
farnir að vinna okkar vinnu.
Prentsmiðjumar verða svo að að-
laga sig því með lækkuðu verði,
betri búnaði og hagræðingu - eða
bara hreinlega hætta og láta
öðrum það eftir. Það er einfald-
lega ekki hægt að halda uppi verði
sem markaðurinn er ekki tilbúinn
að borga og ég lít á það sem eðli-
lega þróun í þeirri tækni-
byltingu sem hefur orðið með
tilkomu tölvunnar. Og þetta á eftir
að verða enn meira og enn
áþreifanlegra."
En í hvaða sœti telur Þorgeir
að Oddiitn sé á vinsœldalistanum
meðal annarra fyrirtœkja í
íslenska prentbransanum?
„Við, höfuðóvinir keppinaut-
anna?“ Við emm ekki vinsælir í
bransanum, það heyrist mér nú
ekki. Við eigum hins vegar afar
gott samstarf við marga í þessari
grein og svo auðvitað minni sam-
skipti við aðra þar sem samkeppn-
in er hatrammari. En það er
hörkusamkeppni í þessu fagi,
það er alveg ömggt.“
Þorgeir segist vita að margir
kenni Oddanum um að róðurinn
sé þyngri en áður.
„Það er hins vegar rosalegur
misskilningur og menn horfa
greinilega ekki á hina raunveru-
legu þróun. Þróunin gerist ekki
eingöngu hér í Oddanum, heldur
einnig úti á markaðinum þar sem
ýmsir aðilar eru að tileinka sér
störf okkar og síðan hefur það
sem er að gerast erlendis bein
áhrif hérna heima.“
En vœri ekki skynsamlegt að
menn íprentbransanum tœkju
sig saman og stœðu vörð um verð
á prentverki svo þaðfari ekki
niður úr öllu valdi?
„Nei, því allt svoleiðis samráð
er beinlínis bannað í dag og varð-
ar við lög. Hins vegar hljóta fyrir-
tækin hvert um sig að reyna að
hafa áhrif á þessa þróun þannig að
þau láti ekki hvað sem er yfir sig
ganga."
Nú þarf útskrifaðan prest til
að messa, sprenglœrðan lœkni til
að framkvœma skurðaðgerðir og
smið með sveinspróf til að smíða
viðurkenndar byggingar.
Ætti forstjóri stœrstu prent-
smiðju landsins ekki að beita sér
fyrir lögverndun prentstéttarínn-
ar á íslandi og koma þannig í
veg fyrir að Pétur og Páll séu að
vinna störf fagmannanna í
stéttinni?
„Þetta er athyglisverð spum-
ing,” svarar Þorgeir hugsi. „Það
væri sjálfsagt miklu auðveldara
fyrir alla að greinin væri lög-
vemduð og skilin væm gleggri.
Tækniþróunin hefur orðið þannig
að sá búnaður sem þarf til að
meðhöndla texta og myndir er
kominn í eigu almennings. Eg tel
samt að þetta sé þróun sem ekki
verði hægt að stöðva héðan af
- hvorki af mér né öðrum."
Er ekki reynandi að athuga
málin í staðinn fyrir að gefast
upp fyrirfram?
„Eg held nú að menn hafí sýnt
viðleitni í upphafi þessarar þróun-
ar, en málið er bara ekki svona
einfalt. Ef við ætlum að fara að
1 2 ■ PRENTARINN