Prentarinn - 01.03.1998, Side 13
er ég í_________
bókagerðarmanna
?
Hvab perir félagib fyrir
mig? I þessum stutta pistli
verbur reynt ab upplýsa
þig um hver réttur þinn er
sem félagsmabur í Félagi
bókagerbarmanna og
félagib kynnt.
Félag bókagerbarmanna
Hinn 2. nóvember 1980 sam-
einuðust Hið íslenzka prentara-
félag, stofnað 1897, Bókbindara-
félag íslands, 1906, og Grafíska
sveinafélagið, 1973, í Félag
bókagerðarmanna (FBM).
Saga félagsins nær því allt
aftur til ársins 1897.
Við sameininguna var brotið
blað í sögunni og tengsl tveggja
stofnfélaga rofin við Alþýðusam-
band íslands. Hið íslenzka prent-
arafélag og Bókbindarafélag Is-
lands voru á meðal stofnfélaga
ASÍ. Við sameininguna fór fram
atkvæðagreiðsla um aðild að ASÍ
sem var hafnað. Enn í dag stend-
ur FBM utan við heildarsamtökin.
FBM hefur u.þ.b. 1.250 félags-
menn sem allir starfa að bóka-
gerð. Innan okkar raða eru bók-
bindarar, prentarar, prentsmiðir,
bókagerðarnemar, grafískir teikn-
arar, hönnuðir og aðstoðarfólk.
Tekjur
Hver félagsmaður greiðir félags-
gjald kr. 1.862 (þeir sem fá laun
skv. sveinatöxtum), 1.560
(aðstoðarfólk) eða 1.241 (nemar)
mánaðarlega skv. aðalfundar-
samþykkt. Þar að auki greiðir i |
atvinnurekandi l%ofan á
laun viðkomandi f sjúkrasjóð, I
0,25% í orlofssjóð og 302 ,
krónur á mánuði í fræðslusjóð
skv. kjarasamningi.
Þjónustuskrifstofa
Félagið er með þjónustuskrifstofu
í félagsheimilinu á Hverfisgötu
21 og hefur þrjá starfsmenn.
Skrifstofan er opin alla virka daga
frá kl. 9-17, sími 552 8755,
fax 562 3188 og netfang
postur@fbm.rl.is.
Lögfræðingur félagsins, Lára
V. Júlíusdóttir, er með viðtalstíma
á skrifstofu félagsins einu sinni í
mánuði.
Helsta þjónusta sem félagið
veitir er eftirfarandi: Sjúkra-
styrkir, styrkir í vinnudeilum,
fræðslumál, endurmenntun,
kjarasamningar, lögfræðiaðstoð,
útgáfa, orlofshús, sumarhúsalóðir,
félagsmál, skyndilán og
bókasafn.
Sjúkrasjóbur
Hlutverk sjúkrasjóðs er að
tryggja sjóðfélögum lágmarks-
tekjur ef tekjumissir verður
vegna sjúkdóma eða slysa, taka
þátt í útfararkostnaði og stuðla
að forvamarstarfi í heilsuvemd.
Þegar greiðsluskyldu atvinnurek-
anda lýkur í veikindum starfs-
manns getur löglegur og skuld-
laus félagsmaður sótt skriflega
um styrk til sjóðsins. Styrkur
greiðist í allt að tvö ár, 80% af
meðaltalstekjum síðustu sex mán-
aða fyrstu 26 vikumar og 50%
næstu 78 vikur.
Dæmi:
Meðaltekjur sl. sex mánuði
kr. 600.000 / 26 = 23.077 x 80%
= 18.462 x 4,33= 80.000
á mánuði.
Sjóðurinn veitir styrki til
heilsuræktar í líkamsræktarstöðv-
um og sundi og nema þeir frá
25% af kostnaði félagsmanna.
50% niðurgreiðsla er vegna
sjúkraþjálfunar eða sjúkranudds
sem farið er í að læknisráði.
1 Hlutverk sjúkrasjóbs er
ab tryggja sjóbfélögum
I lágmarkstekjur ef tekju-
' missir verbur vegna
sjúkdóma eba slysa, taka
þátt í útfararkostnabi og
stubla ab forvarnarstarfi
í heilsuvernd.
Dvelji félagsmaður á viður-
kenndu endurhæfingarhæli vegna
ofneyslu áfengis eða fíkniefna
veitir sjóðurinn styrk þann tíma
sem endurhæfingin tók.
Útfararstyrkir em kr. 120.000.
Að öðru leyti vísast til reglu-
gerðar sjúkrasjóðs.
Styrktar- og
tryggirtgasjóbur
Helsti tilgangur sjóðsins er að
veita fjárhagslegan stuðning í
vinnudeilum.
Það á við verkföll og verkbönn
eða þegar félagsmenn leggja nið-
ur vinnu að boði félagsins.
Félaglb er meb þjónustu-
skrifstofu í félagsheimilinu
á Hverfisgötu 21 og hefur
þrjá starfsmenn. Skrifstofan
er opin alla virka daga frá
kl. 9-17, sími 552 8755,
fax 562 3188 og netfang
postur@fbm.rl.is.
Fræbslumál
Tilgangur Fræðslusjóðs er að
stuðla að endur- og viðbótar-
menntun félagsmanna, svo og
námsgagnagerð og námskeiða-
haldi. Haldin eru trúnaðarmanna-,
öryggistrúnaðarmanna- og félags-
málanámskeið.
Sjóðurinn veitir styrk til
námskeiða hjá Tómstunda-
skólanum/Mími og sambærilegra
námskeiða sem nemur 50% af
kostnaði, þó að hámarki
kr. 10.000. Námsstyrkir eru veittir
til framhaldsnáms erlendis og
innanlands, námskeiða o.fl.
Félagsmenn sem greitt hefur
verið af í tvö ár geta sótt skriflega
um styrk til sjóðsins. Þó hafa
félagar sem greitt hefur verið af
í 6 mánuði rétt til styrkja vegna
tómstundanáms.
Endurmenntun
FBM og Samtök iðnaðarins reka
Prenttæknistofnun, sem sér um
endurmenntun í prentiðnaði.
Prenttæknistofnun er fjármögnuð
með andvirði 1 % af launum
félagsmanna sem gáfu eftir 0,5%
kauphækkun við stofnun hennar
jafnframt því að atvinnurekendur
lögðu til 0,5% á móti. Félags-
menn hafa forgang á námskeið
gegn vægu verði. Full ástæða er
til að nýta sér stofnunina til hlítar
í harðnandi samkeppni. Upplýs-
ingabæklingur um hvaða nám-
skeið eru í boði er gefinn út fyrir
hvert misseri.
Prenttæknistofnun er til húsa á
Hallveigarstíg 1, sími 562 Ó720.
Kjarasamningur
Upplýsingar um innihald kjara-
samnings gefa starfsmenn félags-
ins, auk trúnaðarmanna á vinnu-
stöðum. Ef vafi leikur á um
túlkun samningsins gefur lög-
fræðingur félagsins álit og veitir
aðstoð í málum sem upp koma.
Sameinabi
lífeyrissjóburinn
Lífeyrissjóður bókagerðarmanna
sameinaðist Sameinaða lífeyris-
sjóðnum árið 1995. Allir félags-
menn FBM eru aðilar að sjóðn- ,
um. Sjóðfélagar öðlast rétt til
ellilífeyris, örorkulífeyris og
makalífeyris, auk þess sem þeir
eiga rétt á lánum hjá sjóðnum.
Reglugerð sjóðsins kveður
nákvæmlega á um réttindin.
Aðsetur sjóðsins er á Suðurlands-
braut 30, sími 510 5000.
Atvinnuleysisbætur
Félagsmönnum sem verða fyrir
atvinnumissi er bent á að hafa
samband við FBM og fá upp-
lýsingar um hvemig bregðast
skuli við. (Umsjón afgreiðslu
atvinnuleysisbóta til félagsmanna
FBM hefur félagsmálaráðuneyti
falið Dagsbrún/Framsókn
stéttarfélagi.)
Atvinnulausir félagar geta sótt
námskeið hjá Prenttæknistofnun
sér að kostnaðarlausu.
Útgáfustarfsemi
Prentarinn er félagsblað FBM og
er gefið út fjórum sinnum á ári.
I Prentaranum er leitast við að
hafa fjölbreytt efni, þ.e. félagslegt
efni, tækninýjungar, viðtöl o.fl.
Félagsmenn em hvattir til að
skrifa í Prentarann. Einnig er
gefið út fréttabréf reglulega með
hagnýtum upplýsingum um það
sem er að gerast hveiju sinni.
Félagsmál
Ymislegt annað félagsstarf er
starfrækt og má þar nefna:
Knattspymumót prentsmiðja,