Prentarinn - 01.03.1998, Qupperneq 19
hlutdeild. Við lítum hins vegar
þannig á málin að við séum að
keppa við aðrar þjóðir. Við erum
í svo litlu samfélagi héma og ef
við ætluðum að fara að beita
sömu aðferðum og erlendis ger-
ist, værum við með alltof litlar
einingar og mundum ekki ná
neinni hagræðingu. Eins er þetta
spumingin um hvort við ætlum
yfirleitt að vera með í framtíðinni
eða ekki. Rekstur í þessum iðn-
aði útheimtir gífurlegar fjárfest-
ingar og ef fyrirtæki eru ekki af
einhverri lágmarksstærð eða getu
þá verða hér engar framfarir og
enginn nýr búnaður er keyptur.
Og fylgist menn ekki með detta
þeir mjög fljótt út. Þó mörgum
finnist Oddinn vera stór og vera
með stórt hlutfall af markaðin-
um, held ég það sé nauðsynlegt
að það sé til fyrirtæki í öllum
greinum sem hefur þá burði að
geta keppt við erlend fyrirtæki.“
En erþað eittlivert markmið í
sjálfu sér að fara út fyrir land-
steinana í verkefnaleit? Er ekki
hœgt að lifa á þessu hér heima?
„Það stækkar auðvitað
markaðinn að fara út fyrir land-
steinana. Þótt það kosti töluverða
peninga hefur það reynst okkur
afar gagnlegt, bæði náum við í
spennandi verkefni sem skila
okkur hagnaði og svo lærum
við mikið af því að glíma
við erlenda markaði."
Er plús að vera Islendingur á
erlendum prentmarkaði, eins og
það er oft í öðrum atvinnu-
greinum?
„Nei, það er nú ekki hægt að
segja það,“ segir Þorgeir og
hristir höfuðið. „Við lendum mun
oftar í því að skýra út fyrir
væntanlegum viðskiptamönnum
hvað fsland er. ísland er ekki eins
þekkt og við kannski höldum,
sérstaklega ekki í Bandaríkjun-
um. Það sem hefur hjálpað okkur
hvað mest þegar við höfum náð
árangri hjá viðurkenndum
fyrirtækjum í Bandaríkjunum
er að geta vitnað í þess háttar
verkefni, það hefur verið
ómetanlegt. Hágæða vinna í
litlum upplögum er mjög hátt
verðlögð fyrir vestan og við
höfum fengið ágætt verð fyrir
okkar vinnu.“
Hvetur Þorgeir íslensk
prentfyrirtœki til að sœkja á
erlend mið?
„Menn þurfa að hafa ákveðna
burði til að geta þetta. Það kostar
margra ára vinnu og töluverða
peninga að komast inn og ég sé
nú ekki að lítil yrirtæki hér heima
haft möguleika á þessu nema í
samstarfi við aðra.“
Laun fagmanna íprentiðnað-
inum hafa lœkkað undanfarin ár
og margir þykjast sjá stéttina
stefna á ógnarliraða í að verða
láglaunastétt. Má ekki kenna
Oddanum um þessa láglauna-
þróun?
„Ég tel að þetta með láglauna-
stefnuna sé ekki rétt og það er alls
ekki rétt hjá þér að laun fagmanna
hafi lækkað - alltént ekki hjá okk-
ur. Ég held að fólk sé á alveg
þokkalegum launum miðað við
það sem maður sér annars staðar.
Auðvitað leggjum við Oddamenn
einhverjar línur og höfum tölu-
verð áhrif því hjá okkur vinna
3-400 manns. Ég held þó að mið-
að við ýmsa aðra iðnaðarmenn
séu prentlærðir ennþá sæmilega
launaðir.“
Hvernig semjið þið um launa-
mál þegar nýr starfsmaður kem-
ur ífyrirtœkið?
„Við höfum reynt að launa
betra fólk hærra en lakara fólk,
mér er engin launung á því,“ segir
Þorgeir óhikað. „Við gerum betur
við þá sem standa sig betur og
mér finnst það eðlilegt. Ég hef þá
lífsskoðun að þeir sem leggja sig
fram eigi að bera meira úr býtum
en hinir.“
Margur fagmaðurinn hrœðist
að fara í Oddann, enda oft heyrst
að það sé slœmur vinnustaður
þar sem menn fái ekki leyfi til að
fara og vera við jarðarfarir og að
eftirvinnupískurinn sé í hávegum
hafður. Einnig að konur á
barneignaaldri séu ekki vinsœll
starfskraftur. Hvað segir
Þorgeir um þessa umsögn sem
gengið liefur Ijósum logum í
bransanum?
„Jú, ég hef heyrt svona sögur
og það er greinilegt að töluvert er
gert í því að breiða út og magna
upp þennan söguburð," segir Þor-
geir. „Ég held samt að það fólk,
sem hér hefur unnið árum saman,
mundi ekki láta bjóða sér svona
framkomu. Áður en við tókum
upp vaktavinnuplanið var ástand-
ið auðvitað oft þannig að það var
.verið að pressa á fólk að vinna
eftirvinnu, við urðum oft að leysa
verkefni á mettíma og þurftum að
biðja fólk um að vinna lengur til
að klára fyrir okkur verkefnin.
Það gerist í öllum fyrirtækjum.
Það er hins vegar ekki hægt að
skikka menn til að vinna eftir-
vinnu og okkur væri ekki stætt á
að hóta fólki á neinn hátt. Svona
söguburður er vafalaust kominn
frá keppinautunum, og á rætur í
því, sem margir kalla öfund.
Staðreyndin er hins vegar sú að
hjá okkur starfar hópur fólks,
sem verið hefur með okkur í
áraraðir og ég fullyrði að væri
ekki starfandi hjá Odda ef ein-
hver fótur væri fyrir öllum
kjaftasögunum. Þær koma helst
frá þeim, sem aldrei hafa komið
á staðinn og þekkja ekkert til
okkar. Hjá okkur starfar hópur af
sérlega hæfu fólki sem væri ekki
með okkur ef við kæmum ekki
vel fram við það. Það skiptir
okkur miklu máli að fólki líði vel
á vinnustaðnum. Annað, sem
gjarnan mætti huga að, er að það
hlýtur að skipta máli að fyrirtæki
hafi ákveðinn styrk til að geta
mætt ntisjöfnu árferði. Það eru
margar fjölskyldur, sem hafa lifi-
brauð sitt af því að vinna hjá
okkur og okkur ber skylda til að
reka fyrirtækið þannig að störfin
séu ekki í hættu. Það er allt of
mikið um óábyrgan rekstur í okk-
ar grein og öðrum.“
I hversu miklum tengslum er
Þorgeir við starfsfólkið? Er hann
einn af hópnum eða er hann
forstjórinn sem undirmennirnir
bera óttablandna virðingu fyrir?
„Ja, eftir því sem fyrirtækið
stækkar og starfsfólkinu fjölgar
verður erfiðara að vera í tengslum
við fólkið. Ég legg samt mjög
mikið upp úr því að vera í sem
mestum tengslum og fylgjast sem
mest með því sem er að gerast.
Ég er mikið niðri á gólfi, þekki öll
vandamál sem koma upp og vil
vera með fingurinn á púlsinum í
framleiðslunni,“ segir Þorgeir
kappsfullur.
„En ég vil alls ekki vera á
einhverjum stalli sem forstjóri,
starfsfólkið kemur fram við mig
af vinsemd og ég vil vera eins
mikið innan um fólkið mitt og
ég get. Ég vil vera einn af
hópnum.“
Hvernig er framtíðarsýn
Þorgeirs sé litið til íslenska
prentiðnaðarins ?
„Ég sé mikla framtíð í prent-
verki á íslandi,” svarar Þorgeir
bjartsýnn. „Menn þurfa samt að
leggja höfuðáherslu á hagkvæmni,
innra skipulag og fullnýtingu bún-
aðar, ef ætlunin er að halda áfram
að stunda alvöru prentverk á
þessu landi. Prentað mál er ekki á
neinu undanhaldi, Netið og tölv-
umar eru aðeins viðbót við það.
Prentfyrirtækin verða að ná því að
vera vel rekin og skila hagnaði.
Það er ekki nóg að hafa rétt fyrir
launum og húsnæði, það verður
að vera hægt að endurnýja búnað
og fylgjast með tækninni til að
eiga sér framtíð.“
Að lokum, er það rétt að
Oddinn sé til sölu og hvað kostar
hann?
„Ja, er ekki allt til sölu ef
verðið er rétt?“ spyr Þorgeir á
móti. „Oddi er lokað hlutafélag
erfingja þeirra sem áttu þetta og
ég á bara lítinn hlut sjálfur.
Ef einhverjir hluthafar í lokuðu
hlutafélagi vilja selja, eiga hinir
forkaupsrétt. Oddinn hefur hins
vegar ekki verið metinn, en fyrir-
tæki eru auðvitað bara þess virði
sem markaðurinn vill borga
fyrir þau.“
PRENTARINN ■ 15