Prentarinn - 01.03.1998, Side 23
G e gnum g atið á
hlutinn fór í útsýnisferð í
Hjörleifshöfða, en hinn hlutinn
fór í ferð með m/b Fengsæl, sem
er nokkurskonar afkvæmi bfls og
báts. Bátamir eða innrásarpramm-
amir vom reyndar tveir, risastór
ferlíki með 2 öflugum dísilvélum
af stærstu gerð eins og notaðar eru
í jarðýtur. Fjömlallar þessir skriðu
á hjólum niður í flæðarmálið og
þegar hjólin náðu ekki lengur við-
Klárir í bátana. Hluti hópsins á þilfari m/b Fengsœl, sem var kvótalaus
en góðfleyta sem skilaði okkur á áfangastað.
r
Flóttafólk undan Kötluhlaupi? Nei, sœllegir bókagerðarmenn að lokn-
um góðum hádegisverði að Höfðabrekku.
Tveir bókagerðarmenn og fyrrum
sjómenn fylgjast af athygli með
förinni gegnum gatið á Dyrhólaey
eða Portlandi eða Húllið eins og
sjómenn kölluðu það áður fyrr.
Myndir og texti:
Ólafur H. Hannesson
hópurinn á ný. Ákveðið var að
sleppa fyrirhugaðri heimsókn í
safnið á Skógum vegna tímaskorts
og geyma þann gómsæta bita til
betri tíma. Við áttum bókaðan
tíma í kvöldverð á Hótel Hvols-
velli kl. hálf sex og þar renndum
við í hlað á mínútunni. Hvað
annað? Á leiðinni þangað ókum
við framhjá Paradísarhelli, en þar
leyndi Anna á Stóru-Borg ást-
manni sínum og sekum skógar-
manni á annan áratug. Þar hittust
þau á laun og fjölguðu mann-
kyninu svo mjög, að yfirvöld
gáfust upp að lokum og náðuðu
refsifangann. Segið þið svo að
ástin sigri ekki alla erfiðleika!
Maturinn á Hótel Hvolsvelli var
sannarlega þjóðlegur. Islensk
súpa, íslenskt grænmeti, íslenskar
kartöflur og girnilegt fjallalamb.
Undir borðum hélt formaðurinn
ræðu, þakkaði félagsmönnum og
mökum þeirra þátttökuna. Hann
bað þá, sem hefðu kvartanir eða
athugasemdir fram að færa,
spymu, tók skipsskrúfan við og
ferlíkið breyttist í fallegan bát,
sem vaggaði á öldunum. Þetta var
eins og í ævintýri H.C. Andersens
um ljóta andarungann sem
breyttist í fallegan svan.
Þessi tæki hefðu komið sér vel
þegar starfsfélagi okkar Guð-
brandur Magnússon var kaup-
félagsstjóri í Hallgeirsey og allir
vöruflutningar fóru fram um
sjávarkambinn. Vömskipin biðu
úti fyrir með ankerin niðri og
bændur urðu að flytja allar vörur
gegnum brimgarðinn á litlum
bátum og saup þá margur góður
drengurinn fjömna drjúgt og
stundum var þetta síðasti sopinn
eins og oft vildu verða örlög
íslendinga í baráttunni víð óblíð
náttúmöfl.
Guðbrandur þessi, sem nú er
látinn, fæddist á Seyðisfirði og
braust til mennta með því að læra
prent í Prentsmiðjunni Austra.
Síðan lá ferð hans suður og hann
hóf störf í ísafold og víðar, fór að
skrifa í Prentarann og þar fann
Jónas frá Hriflu hann, en Jónas
vomaði yfir mannlífsflómnni,
fann hæfileikamenn og fékk þeim
ábyrgðarstörf. Jónas gerði Guð-
brand að ritstjóra Tímans og sfðar
varð hann forstjóri Áfengisversl-
unarinnar, eftir störf sín hjá kaup-
félaginu í Hallgeirsey. Guðbrand-
ur vann gott starf í Áfengisversl-
uninni og m.a. blandaði hann
saman ýmsum öndvegis-áfengis-
tegundum sem höfðu legið á
lagemum lengi og kom þessu í
sölu. Neytendur urðu harla glaðir,
en óvinir áfengis, templarar, urðu
fúlir og kvörtuðu mjög í blöðum.
Þá orti einn snjall hagyrðingur
þessa frábæm vísu:
Andinn er oft í vanda,
yndis er skammur vindur.
Brandur, hvað ertu að blanda?
bindindis jarma kindur.
Þegar þessa vísa er lesin
nokkmm sinnum, má finna hina
rómuðu íslensku hrynjandi, vælið
í templurum og jarmið í íslenska
fjallalambinu.
Við vomm heppin með veður
og nokkuð gott í sjóinn, en þess
ber að gæta að Atlantshafsaldan,
sem skellur þama á ströndinni,
kemur alla leið frá suðurskautinu
I ...og var þetta
3L toppurlnn á
l)j| \ annars glæsilegri
\ ferb, þegar hlunna-
v jórinn nötrabi
t smástund í öldurótinu
' og klettasoginu, en
lyftl sér svo og skilabl
okkur mjúklega í
gegnum gatib.
óbrotin, lendir aldrei á landi
fyrr en hér. Siglt var að
Reynisdröngum, sem
slúta næstum yfir
bátinn og þar kúra
litlir fýlsungar á ör-
litlum klettanibb-
um og detta víst
sumir niður, en
alltaf koma nýir í
skarðið. Síðan var
stefnan tekin á Dyr-
hólaey að gatinu fræga,
en rifist var um það ámm
saman, hvort hægt væri að sigla í
gegnum það. Við lögðum í hann
og sigldum í gegnum gatið í kjöl-
far Arngríms flugforstjóra hjá Atl-
anta og Áma Johnsen Vestmanna-
eyjajarls, en þeir flugu þama í
gegn á lítilli flugvél. Við völdum
sjóleiðina að sjálfsögðu og var
þetta toppurinn á annars glæsi-
legri ferð, þegar hlunnajórinn
nötraði smástund í öldurótinu og
klettasoginu, en lyfti sér svo og
skilaði okkur mjúklega í gegnum
gatið. Sumir fengu sjóriðu og
fómuðu Ægi konungi einhverju af
nesti sínu.
Uppi á Dyrhólaey sameinaðist
endilega að
gefa sig fram, þeim
yrði nefnilega í engu sinnt eftir
svona góða ferð. Ræðan fékk góð-
ar undirtektir og dynjandi lófatak.
Svona eiga sýslumenn að vera.
Komið var til Reykjavíkur eftir
12 klst. úthald og góðri ferð þar
með endanlega lokið. Hafi Félag
bókagerðarmanna heila þökk
fyrir. Nú eru nærri fimm aldir síð-
an fyrsti prentarinn hóf störf hjá
Guðbrandi Hólabiskupi við
prentun Guðbrandsbiblíu, sem er
fegursti prentgripurinn, sem enn
hefur verið unninn hér á landi.
Kannski verður farið þangað
pflagrímsferð aldamótaárið?
PRENTARINN ■ 19