Prentarinn - 01.03.1998, Qupperneq 25
Húsnæði
fyrirtœkisins Naper
Information sést hér neðst
vinstra megin á myndinni.
„Heimþráin hefur ekki ennþá
gert vart við sig hjá mér, enda
hefur þetta fyrsta ár verið ótrúlega
fljótt að líða. Það er nú ekki margt
sem ég sakna frá Islandi, helst eru
það vinimir og fjölskyldan. Af
öðmm hlutum má jú nefna heita
og kalda vatnið heima, en það er
ótrúlegur lúxus að hafa sjóðandi
heitt vatn í tonnatali og það næst-
um ókeypis. Hér er fólk að brenna
eldiviði til að hita upp heimili sín
og þykir mér það frekar steinald-
arlegt, því hér er ábyggilega
dýrasta rafmagn í heimi.“
Eru fleiri Islendingar á ykkar
slóðum og ef svo er, halda
þeir hópinn?
„Hér í Kragerö er ein önnur
íslensk fjölskylda, ásamt fyrr-
nefndum Ingólfi Sigurðssyni
verkstjóra. Það segir sig sjálft að
ég hef mestu samskiptin við
Ingólf, bæði í vinnunni og utan
hennar. Það hefur verið virkilega
þægilegt að hafa íslenskan verk-
stjóra í norskri prentsmiðju og
gert alla hluti miklu einfaldari.
Ingólfur sá um að útvega húsnæði
og að koma okkur inn í norska
skriffinnsku. Þá var einnig nota-
legt að geta talað íslensku þegar
maður skildi hvorki upp né niður í
norskunni í vinnunni."
Vantar íslenska fagmenn í
norska prentiðnaðinn og ef svo
er, hvert skal snúa sér?
„Lesi maður atvinnuauglýsing-
amar má sjá að það vantar ekki
mikið af fagfólki hingað, það eru
helst prentarar sem gætu fengið
vinnu. Það em helst litlar smiðjur
sem eru að leita að fólki og oft em
þetta prentsmiðjur sem em í
minni bæjum Noregs. Það er best
að hafa samband við Norsk Grafía
(FBM í Noregi). Netfangið
þeirra er: ngf@fagdata.no eða
www.ngf.no. Svo er líka sniðugt
að lesa atvinnuauglýsingamar í
Aftenposten á Netinu."
Er grasið grœnna í Noregi?
„Ég er á þeirri skoðun að það sé
betri afkoma hér í Noregi en
heima, sérstaklega fyrir fjöl-
vgjTZ'g&W Hér eru
' " •' 'W verkin skipuiögö
V vel fram í tímann,
þó svo aí> tíminn
T-lJr sem ætlabur er til
Jr prentunar sé alltaf
aö styttast.
skyldufólk. Barnabætumar eru
rúmlega 9.500 krónur íslenskar
með hverju bami og þær em ekki
tekjutengdar. Ef fyrirvinnan er
bara ein lendir maður í skattahópi
2, sem þýðir lægri skatta. Fyrstu
fjögur árin nýtur maður sérstaks
skattaafsláttar uppá 15% lækkun á
skattstofni sem útlendingur. Okk-
ur hefur tekist ágætlega að komast
af með eina fyrirvinnu, nokkuð
sem var útilokað á Islandi.“
Er vinnuskipiilag þroskaðra í
Noregi en hér heirna og hvernig
er tœknimálum háttað?
Eru Norsararnir í takt við tœkni-
veröldina?
„Vinnuskipulagið er alltaf til
endurskoðunar, ef hægt er að gera
hlutina hraðar og betur eftir
öðrum leiðum, þá em þær leiðir
famar eins og skot. Hér eru verkin
skipulögð vel fram í tímann, þó
svo að tíminn sem ætlaður er til
prentunar sé alltaf að styttast. Þess
vegna er það mjög mikilvægt að
allar áætlanir standist. Það er
reynt að nota tímann eins vel og
hægt er, til dæmis heyrir það til
undantekninga að prentarar þurfí
að nota tímann sinn til að bíða
eftir plötum eða eitra útaf plötum.
Með öðrum orðum eru vélamar
hér látnar framleiða. Hér er ekki
tekinn sameiginlegur matartími,
heldur skiptast menn á að borða
og því er framleitt alla vaktina.
Hér heyrir það líka til undantekn-
inga að það sé verið að prenta
fyrir endurvinnsluna og ef slíkt
gerist er rannsakað alveg ofan í
kjölinn hvað fór úrskeiðis.
Ég veit ekki hvemig það er al-
mennt í norska prentiðnaðinum,
en Naper er mjög vel tækjum
búin. Nýjasta apparatið er plötu-
setningarvél (computer to plate)
og á það að stytta forvinnsluna til
muna og skila meiri gæðum.
Prentvélarnar em með sjálfvirkum
innstillibúnaði fyrir samfall og
svo eru allar plötur skannaðar til
að flýta fyrir farfastillingu. Þetta
skiptir miklu máli því þegar verið
er að byrja á nýju verkefni er vél-
in keyrð í u.þ.b. 30.000 á tímann á
meðan það er verið að ná upp
áferð, síðan er hraðinn aukinn í
45.000 á tímann. Þegar hraðinn er
orðinn svona mikill er erfítt fyrir
mannshöndina að hafa undan, en
það var leyst með því að fjárfesta
í einum vélþræl sem hefur það
verk að taka frá öllum vélunum í
einu. Hann hefur undan 104.000
eintökum á klukkustund. Þessi
eini vélþræll er á við sex manns
og hann kvartar aldrei. Þessar
vélar, Heidelberg Harris og tvær
Albert Frankentaler, sem em hér,
eru allt rúlluvélar með gashitara
og prentum við mikið af allskonar
tímaritum og auglýsingablöðum. I
vetur var svo tekið í notkun fyrir-
bæri sem heitir Cross Over og
virkar þannig að hægt er að keyra
báðar Albert-vélamar saman í
eina brotvél. Þetta gerir það að
verkum að nú getum við keyrt út
32 síður A4 eða 16 síður A3,
heftar og skomar, tilbúnar til
dreifíngar.“
Er eitthvað sem þú vilt koma
áframfœri í málgagni stéttar-
félagsins?
„Já, fyrst það er einu sinni búið
að gefa mér orðið í Prentaranum
þá get ég ekki orða bundist um
eitt atriði sem hefur gert mig enn-
þá meira afhuga fslenska lífeyris-
sjóðakerfmu en áður. Þannig er að
ég tók lán hjá Lífeyrissjóði bóka-
gerðarmanna með 6% vöxtum.
Síðan rekst ég á grein í smáa
letrinu sem segir að ef lántaki
hættir að greiða í lífeyrissjóðinn,
þá er leyfílegt að hækka vextina
uppí 8,9%. Þetta er tæplega
þriggja prósenta hækkun á einu
bretti og það frá manns eigin líf-
eyrissjóði. Ég gæti vel skilið þetta
ef lántaki hefði farið til starfa í
annarri starfsgrein, en ómögulega
þegar maður flytur sig milli at-
vinnusvæða innan sömu iðngrein-
Hér er fólk
ab brenna eldi-
vibi til ab hita
upp heimiii sín
og þykir mér þab
frekar steinaldarlegt,
því hér er ábyggilega
dýrasta rafmagn í heimi.
ar. Svo er alltaf verið að röfla um
samnorrænt samstarf á hátíðar-
stundum. Ég skil ekki hvaða múra
menn hafa verið að brjóta niður
síðastliðna áratugi. Mér fínnst
þetta vera afar gróf aðgerð gegn
þeim sem taka sig til og flytja sig
um set innan Norðurlandanna og
þar af leiðandi sé ég ekki annað
en að þeir sem hafa tekið stór lán
hjá þessum blessaða lífeyrissjóði
séu bundnir í enn frekari átthaga-
fjötra en ella.“
PRENTARINN ■ 2 1