Prentarinn - 01.03.1998, Page 28

Prentarinn - 01.03.1998, Page 28
Lækk útgjöldin Sjúkraþjálfun - endurhæfing Sjóðurfnn greiðir 50% af hluta sjóðfélaga, vegna endurhæfingar, sjúkraþjálfunar eða sjúkranudds, sem farið er í að læknisráði. Hámarks styrkur er kr. 15.000 á ári í þessum flokki. Veikindi barna Styrkur greiðist í allt að 30 daga á hverju 12 mánaða tímabili skv. 7. gr. b) liður nr. 2 (50% af grunni) vegna veikinda bama, enda missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra. Krabbameinsleit Kembileit hjá Krabbameinsfélagi íslands er styrkt að fullu. Félagar framvísi félagsskírteini í móttöku. Glasafrjóvgun Er styrkt sem nemur 25% af kostnaði félaga. Styrkur greiðist fyrir þrjár meðferðir að hámarki. Frœðslusjóði bókagerðarmanna er œtlað að stuðla að endur- og viðbótarmenntun félagsmanna, svo og námsgagnagerð og námskeiðahaldi. Leggja þarf fram umsókn um lengd náms eða námskeiðs og kostnað áður en nám er hafið. Stjórn sjóðsins metur hverja umsókn og styrkir ákvarðast eftir lengd og kostnaði við nám. Styrkhœft nám er m.a. eftirfarandi: Nám innanlands Nám sem er skilgreint til lengri tíma en hefðbundin námskeið. Nám erlendis Veittur er styrkur vegna lengra náms. Fagnámskeib erlendis stutt afmörkuð námskeið. Tómstundanám Námskeið íTómstundaskólanum / Mími eða sambærileg námskeið eru styrkt sem nemur 50% af hluta sjóðfélaga, þó að hámarki kr. 10.000 einu sinni á önn. Hverjir eiga rétt? • Þeir sem greitt hafa í Fræðslusjóð í tvö ár eiga rétt til styrkja úr sjóðnum. • Þó hafa þeir sem greitt hafa í 6 mánuði rétt til styrkja vegna tómstundanáms. Ath. • Skilyrði fyrir styrkveitingu er að umsókn berist áður en nám hefst. Stjóm sjóðsins metur hverja umsókn. Styrkur er greiddur þegar námskeiði er lokið með staðfestingu. Umsóknir skulu berast Frcebslusjóöi fyrir eftirfarandi eindaga: 31. janúar, 30. apríl, 31. ágúst og 31. október. Sjúkrasjóður Félags bókagerðar- manna greiðir og styrkir félags- menn á ýmsan hátt. Hér eru dœmi um slíkt: Heilsurækt - Máttur Sjóðurinn veitir styrk í heilsuræktarstöðvar og sund. Framvísa þarf reikningum stíluðum á viðkomandi á skrifstofu FBM. Styrkur nemur 25% af kostnaði félaga, þó að hámarki kr. 6.000 á ári. Félagar fá áfram 10% afslátt hjá Mætti gegn framvísun félagsskírteinis.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.