Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 8
Skipulagsbreytinga að vænta innan verkalýðshreyfingarinnar í Svíþjóð Grafiska fackförbundet Medlafackot www.gf.ao Grafiska sektionen - din fackliga resurs i Skaraborg Magnús Einar Sigurðsson Þegar okkur brestur orð til að skýra af hverju eitt og annað er svona og af hverju þessi eða hin ákvörðunin var tekin er svarið gjarnan: Þetta er þróunin, eða við verðum að mœta þróuninni og fylgjast með tímanum. Svona svör án frekari skýringar eru samskonar og þegar barnið svar- ar: Afþvíbara. Þessi staða blasir stundum við í allri þeirri umrœðu sem á sér stað um skipulagsbreyt- ingar innan verkalýðshreyfingar- innar hér í Svíþjóð og sama staða er ugglaust uppi í mörgum öðrum löndum. Hvarvetna virðist umrœðan snúast um breytt skipu- lag verkalýðsfélaga og þá fyrst og fremst í þá átt að sameina félög, leggja niður og stofha ný. Undirbúningur á fullu Mikið undirbúningsstarf á sér nú stað hér í Svíþjóð milli og innan Grafiska Fackförbundet (samtök prentiðnaðarfólks), Svenska El- ektrikerförbundet (samtök rafiðn- aðarmanna) og SEKO - Facket för Service och Kommunikation (samtök fólks í mörgum ólíkum starfsgreinum, en meginstofninn eru þeir sem áður tilheyrðu starfs- mannafélagi ríkisstofnana). Þessi undirbúningsvinna gengur undir nafninu „Segel“ og hefúr verið sett upp sérstök vefsíða í þessu sambandi, þar sem gefnar eru upplýsingar um stöðu mála, auk Nýtt verkalyOsfélag aö fæOast? þess sem félagsmönnum gefst kostur á að senda inn sín sjónar- mið. Það sem gengið er út frá í þessu sambandi er að félögin þrjú verði lögð niður og stofnað verði nýtt stéttarfélag. Helstu röksemd- irnar fyrir þessu starfi og hugsan- legri stofnun nýs stéttarfélags er að starfsaðferðir hafi breyst með nýrri tœkni og starfsgreinar fœrst nœr hver annarri. Þá hefúr félags- mönnum fœkkað og það dregið úr styrk hreyfingarinnar og er því haldið fram að það að sameina fleiri undir sama merki þýði óhjá- kvœmilega hagrœðingu í rekstri og þá um leið bœtta rekstrarstöðu og betri möguleika til bœttrar þjónustu við félagsmenn. I Grafiska Fackforbundet hefur umrœða meðal félagsmanna verið nokkur og virðast flestir af þeim sem hafa tjáð sig opinberlega vera jákvœðir fyrir því að fara þessa leið, en endanleg ákvörðun verður tekin á þingi GF sem haldið verð- ur árið 2003. Þeir sem hafa gagn- rýnt hugsanlega stofnun nýs fé- lags halda því fram að allt of mikið skilji á milli þessara starfs- hópa, að nýtt félag verði allt of mikið bákn sem kalli á minna lýðrœði og aukna miðstýringu. Jafnframt hafa þessir aðilar bent á að betra sé í staðinn að taka upp nána samvinnu við hópa sem eru að vinna á svipuðum slóðum og prentiðnaðarfólk en auk þess vœri hœgt að sameinast um vissan skrifstofu- og húsnœðisrekstur. Þrátt fyrir þessa gagnrýni virðist flest benda til þess að tekin verði ákvörðun um stofnun nýs félags enda virðast forustumenn allra fé- laganna mœla með því. Hitt er þó 8 ■ PRENTARINN Ijóst að mikil undirbúnings- og rannsóknarvinna er enn óunnin og því ekki öll kurl komin til grafar. Umræðan á vinnustöðunum Uti á vinnustöðunum er áberandi í umræðunni ákveðinn ótti við stofnun nýs félags - út frá lýð- ræðislegum sjónarmiðum. Fólk óttast að miðstýringin aukist og að möguleikar þess til að hafa áhrif minnki. Þá verður vart við ákveðnar efasemdir um að í vænt- anlegu nýju félagi verði hægt að ná upp þeirri samstöðu sem bundnar séu vonir við, vegna þess hve margar og ólíkar starfsgreinar verði innanborðs í þessu hugsan- lega nýja félagi. Bent er á að eins og staðan sé í dag gæti töluverðr- ar óeiningar innan SEKO, sem eru langstærstu samtökin af þess- um þrennum og hafa innanborðs fólk úr afar ólíkum starfsgreinum. Jafnframt því sem fólk hefur ýmsar efasemdir í sambandi við hugsanlega stofnun nýs félags er það þó að gæla við að það gæti haft í för með sér svo mikla hag- ræðingu í rekstri að hugsanlega yrði hægt að lækka félagsgjöldin og sú von hefur áhrif á sjónarmið margra. Þeir sem eru í forsvari fyrir undirbúningsvinnunni hafa þó undirstrikað að engan veginn sé hægt að slá því fostu á þessari stundu að sú verði raunin. Breytingar breytinganna vegna? Hvað sem kann að verða ofan á þegar upp verður staðið er ljóst að skipulagsbreytingar bæði innan verkalýðshreyfingarinnar, sam- taka atvinnurekenda og hjá fyrir- tækjum verða í brennipunkti í nánustu framtíð. I hvert skipti sem einhver vandamál koma upp á hefst umræðan um að skipu- lagsbreytinga sé þörf. Skipulags- breytingar eru „töfraaðferðin“ til lausnar öllum vanda. Svo rammt kveður að þessu að teknar eru ákvarðanir um ákveðnar skipu- lagsbreytingar og áður en þær eru um garð gengnar eru jafnvel tekn- ar nýjar ákvarðanir sem stöðva þær breytingar sem eru að ganga yfir og þær fá þá aldrei tækifæri til að sanna kosti sína eða galla. A mörgum vinnustöðum er fólk orðið langþreytt á stöðugum skipulagsbreytingum og kröfurn um stöðugt aukin afköst samhliða þeim. Mörg dæmi sýna jafnframt að það var að fara í geitarhús að leita ullar. Oft er kostnaðurinn samhliða öllu breytingabröltinu svo mikill að hugsanlegur hagn- aður fer fyrir lítið auk þess sem vinnumórall getur versnað til muna og slíkt bitnar óhjákvæmi- lega á framleiðslunni. Auðvitað þarf oft að breyta, hagræða og skipuleggja upp á nýtt og það hef- ur alltaf verið gert í gegnum sög- una. Hitt er þó jafh mikilvægt að hafa í huga að breytingar séu ekki bara framkvæmdar breytinganna vegna. Jákvætt í sambandi við það sem er að gerast hjá Grafiska Fackförbundet og hinum félögun- um er að ekki virðist eiga að fara að neinu óðslega og gert ráð fyrir nákvæmri skoðun á öllum þáttum áður en ákvarðanir verða teknar. Þessu ber að fagna. September 2001

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.