Prentarinn - 01.10.2001, Síða 14

Prentarinn - 01.10.2001, Síða 14
Félag bókagerðarmanna og Félag grafískra teikn- ara gera með sér samning um að Félag grafískra teiknara sameinist Félagi bókagerðarmanna. 1. gr. Sameining félaganna fari fram 1. janúar 2002 og frá þeim degi taki Félag bókagerðarmanna við öllum eignum, réttindum og skyldum Félags grafískra teiknara eins og nánar er kveðið á um í stofnsamningi þessum. FGT verði frá þeim tíma sjálfstæð deild innan FBM. Markmið sam- einingarinnar er að tryggja öryggi og réttindi félagsmanna í sam- ræmi við tilgang félagsins sam- kvæmt nýjum lögum þess. 2. gr. Sameiginleg skrifstofa fé- lagsins taki til starfa 1. júní 2001 að Hverfisgötu 21, Reykjavík. Skrifstofan mun annast alla inn- heimtu félagsgjalda og annarra gjalda og sér FBM um allar skuldbindingar og útgjöld er fylgja rekstrinum frá þeim tíma. 3. gr. Við sameiningu félag- anna 1. janúar 2002 verða félags- menn FGT fullgildir félagsmenn í FBM og öðlast öll réttindi í sjóð- um FBM, sjúkrasjóði, fræðslu- sjóði, prenttæknisjóði og orlofs- sjóði, eftir því sem kveðið er á um í reglugerðum einstakra sjóða. Við mat á réttindum félagsmanna FGT í einstökum sjóðum FBM, sé tekið mið af greiðslum félags- gjalda til FBM frá 1. júní 2001, sbr. 2. gr. 4. gr. Félagsmenn FGT fá við inngöngu í FBM fulla aðild að or- lofssjóði og orlofsaðstöðu FBM. Félagsmönnum FGT verði reikn- aðir 12 orlofspunktar íyrir hvert félagsár þeirra í FGT, þó að há- rnarki 120 punkta. FGT greiði sérstakt framlag í orlofssjóð vegna þessa, kr. 350.000. 5. gr. Stofnfundur hins samein- aða félags verði haldinn 22. sept- ember 2001. Hann verði opinn öllum félagsmönnum eldri félag- anna. Frá og með 1. janúar 2002 og þar til ný stjórn hefur verið kosin fyrir hið sameinaða félag og tekið við á aðalfundi sem haldinn verði fyrir apríllok 2002, skal for- maður og varaformaður FGT sitja stjórnar- og trúnaðarráðsfundi með málffelsi og tillögurétti. 6. gr. Frá og með 1. janúar 2002 beri hið sameinaða félag kostnað af öllum rekstri FGT, nema kostnaði skv. 7. gr. 7. gr. FGT geri ársreikning á hefðbundinn hátt fyrir árið 2001. Skulu reikningar liggja frammi undirritaðir og frágengnir eigi síðar en í apríllok 2002. Félagið ber sjálft kosmað við uppgjör og endurskoðun. 8. gr. Hið sameinaða félag skal starfa á grundvelli laga sem nefnd skipuð laganefndum beggja félag- anna hefur samið. Á stofnfundi verða afgreidd ný lög fyrir félagið. Hrói höttur Sæll vertu, Hrói höttur. Ég dái þig, þú hafðir ást á smælingjum þinna daga. Þú reist gegn okinu eins og það lagði sig, með örvum og boga varð stórkostleg öll þín saga. Ég sé þig í anda stökkva um skógarstig með staf þinn reiddan til höggs í klettaskoru. Þú fordæmið lagðir fyrir strák einsog mig, sem fellur á prófi í reikningi öðru hvoru. En unglingar vorra daga eru dáðlaus flón, sem drekka, falla, yrkja, í sjoppur þeytast. Þú finnst ekki, Hrói, lengur, né litli Jón, já, ljótt er að vita, hve tímarnir óðum breytast. Því fógetar okkar ferðast í bílum um allt, og fölir unglingar skelfdir á þá blína. Svo gengi heims okkar, Hrói, er ósköp valt, þeir hafa ekki tekið sem alvöru köllun þína. Því skorum við báðir, Hrói höttur og ég á hvem, sem fylgist af alúð með þessu ljóði: Fáðu þér boga og farðu svo út á veg, og fógetann skjóttu niður með köldu blóði! Ljóðið er eftir Björn Braga og birtist í bók hans Dögg i Grasi sem kom út árið 1958. Björn Bragi Magnússon var prentari, rithöfundur og skáld. Hann lést af slysforum aðeins 23 ára að aldri. 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.