Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 13
Upphitun fyrir útivist í Ólafsfirði. Fréttir af félagsstarfi í Ásprenti/POB á Akureyri Brunað niður brekku á ruslapokum. Raddböndin þanin á árshátíð. I félagsstarfinu hjá okkur er ým- islegt á döfinni en hápunktur árs- ins er að sjálfsögðu árshátíðin okkar. Það er orðið að vana und- anfarin ár að hún er haldin ein- hvers staðar í nágrannabyggðar- lögunum (Húsavík, Mývatnssveit og nú síðast í Ólafsfirði). Flestir fara með rútu frá Akureyri á fostudagskvöld og gista tvær næt- ur, nokkrir koma á laugardag á einkabílum. Síðasta árshátíð var haldin í mars, í Ólafsfirði eins og áður sagði. Gist var á hótelinu og í bjálkahúsum sem tilheyra því. Var vistin í húsunum held- ur köld og vindasöm en þó bætti úr skák að þar voru heitir pottar sem voru óspart notað- ir. Veðurspá var ekki sem best og aðfaranótt laugardags var frekar slæmt veður. Það rætt- ist þó úr því með morgninum og dagskrá laugardagsins fór ekki mikið úr skorðum. Hún hófst með upphitunaræfingum fýrir utan hótelið og síðan var gengið um bæinn undir leiðsögn heima- manns. Að því loknu renndi fólk sér á ruslapokum og hélt síðan út á Ólafsfjarðarvatn, þar sem reynt var að dorga (með litlum árangri). Einnig dró vélsleði fólk á slöng- um við mikinn fognuð. Síðan var dagskrá í íþróttahúsinu. Um kvöldið var svo aðalhátíðin með frábærum mat, heimatilbún- um skemmtiatriðum og dansi og söng fram eftir nóttu en úti geis- aði norðlensk stórhríð. Daginn eftir var svo haldið heim. En við gerum fleira en að skemmta okkur. Síðastliðið vor settust 12 manns úr bókbands- deild fyrirtækisins á skólabekk í Verk- menntaskólanum, sóttu þar tölvunámskeið í þrjár vikur. Erwn við ekki sœtar? Veiðisögur sagðar með tilþrifum. Skemmtinefndin að störfum. Margir stunda líkamsrækt á hinum ýmsu stöðvum í bænum. Kostnaður er ekki mikill þar sem atvinnurekandinn greiðir niður að hluta til og að sjálfsögðu einnig Félag bókagerðarntanna. I fyrirtækinu er einnig æfð inn- anhússknattspyrna einu sinni í viku frammi á Hrafnagili. Þar er heitur pottur sem farið er i eftir æfingar og er mjög vinsæll. Liðið okkar tók þátt í mótinu sem FBM hélt í vetur en komst þó ekki á verðlaunapall. Skrýtið, við vorum viss um að þeir væru bestir! Um miðjan ágúst héldum við grillveislu inni í Kjarnaskógi. Þátttaka var mjög góð, um 50 manns, börn og fúllorðnir sem borðuðu og skemmtu sér saman. Skralli trúður mætti á svæðið, börnunum til óblandinnar ánægju. Seinna um kvöldið var svo sungið fullum hálsi við gítarundirleik. F.h. Starfsmannafélags Asprents/POB Akureyri (skammstafað SÁPA), Asdís Ivarsdóttir. Tenórarnir þrír. Fólk þurfti að hlýja sér í pottunum. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.