Prentarinn - 01.10.2001, Síða 20
Frá vinstri: Guðjón Sigurðsson, Jón Þ. Hilmarsson, Baldur Gíslason
og Sœmundur Árnason
Miðdalsmótið, golfmót
Félags bókagerðarmanna,
fór fram á golfvelli Dalbúa
í Miðdal 11. ágúst. Þetta
er í sjötta sinn sem við
höldum golfmót í Miðdal
og að þessu sinni voru 36
keppendur.
Eftir kaffiveitingar var kepp-
endum raðað á teiga og hófst
mótið kl. 11.00 undir öruggri
stjórn formanns Dalbúa, Jóns Þ.
Hilmarssonar. Um morguninn var
þessi fína rigning eins og stund-
um kemur fyrir í Miðdal og gerði
það að verkum að nokkrir sem
höfðu skráð sig heltust úr lestinni,
en eins og oft áður skal spyrja að
leikslokum: á þriðja teig birti upp
og keppendur gátu lagt til hliðar
regnhlífar og regngalla og spiluðu
sitt golf í sól og blíðu. í mótslok
var boðið upp á léttar veitingar og
tóku þátttakendur hraustlega við
eftir skemmtilegan keppnisdag.
Keppt var um farandbikar FBM
í sjötta sinn ásamt eignarbikar
íyrir fyrsta sæti með forgjöf.
Postillon-bikarinn var veittur fyrir
fyrsta sæti án forgjafar, eignarbik-
ar fyrir fæst pútt og eignarbikar í
kvennaflokki. Einnig voru veittar
viðurkenningar fyrir að vera næst
holu á 5. og 8. braut og fyrir
lengsta teighögg á 3. braut. Aðal-
stuðningsaðili mótsins var Hvít-
list er veitti fjölda verðlauna.
Einnig veittu Morgunblaðið og
Hjá Guðjónó verðlaun. Þá gaf
Oddi öllum þátttakendum teig-
gjöf. Færum við þeim bestu
þakkir fyrir stuðninginn.
1. verðlaun með forgjöf og Far-
andbikar FBM hlaut Albert Elís-
son með 71 högg, i öðru sæti
varð Snorri Pálmason með 72
högg og í þriðja sæti varð Krist-
ján Jónasson með 72 högg.
Postillon-bikarinn, 1. verðlaun án
forgjafar, vann Albert Elísson
með 74 högg, í öðru sæti varð
Ólafur Stolzenwald með 81 högg
og i þriðja sæti varð Friðrik Ivar
Bergsteinsson með 86 högg.
Björk Guðmundsdóttir.
Kvennabikarinn vann Björk Guð-
mundsdóttir á 86 höggum með
forgjöf, í öðru sæti varð Kristín
Brynjólfsdóttir með 87 högg og í
þriðja sæti Guðrún Eyberg með
106 högg. Púttmeistari varð að
þessu sinni Baldur Gíslason með
25 pútt. Albert Elísson var með
lengsta teighögg á 3. braut og
næst holu á 5. braut var Hinrik
Stefánsson og á 8. braut Guð-
mundur Jóhannsson. Viðurkenn-
ingu fyrir bestu vallarnýtingu
fengu þau Þorbjörg Valgeirsdóttir
og Gunnar Guðjónsson. Auk þess
var dregið úr skorkortum. Þannig
fengu allir keppendur viðurkenn-
ingu fyrir þátttöku. Sjáumst á sjö-
unda Miðdalsmótinu um miðjan
ágúst 2002.
Skírn í Miðdal
Skírn fór fram þann 12. ágúst 2001 í bústað nr. 1 í Miðdal. Prest-
ur var séra Kristinn Friðbjörnsson og fór athöfnin fram í blíðskapar-
veðri á verönd bústaðarins. Litla stúlkan sem var skírð hlaut nafnið
Sólrún Ása og er hún dótturdóttir Gunnars Guðjónssonar prentara í
Kassagerðinni. Hann vill koma á framfæri þakklæti og lýsa ánægju
sinni með þessa frábæru aðstöðu sem bókagerðarmenn eiga í Mið-
dal.
Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 15. ágúst 2001.
Fjölskylduhátíð í Miödal
Undanfarna daga, nú eftir sl. verslunar-
mannahelgi, hefur fátt verið meira í umræðu
íjölmiðla en svall og svínarí gesta nokkurra
útihátíða, með lýsingu í máli og myndum
af tilheyrandi hörmungum, barsmíðum,
kynferðisafbrotum og eiturnotkun æsku
þessa lands. Vissulega ástand er veldur
áhyggjum alls almennings.
Hér vill undirritaður fá að leggja orð
í belg og benda á að sem betur fer
fara fram útihátíðir, sem eru andstæð-
ur fyrrgreindra útihátíða. I Miðdal í
Laugardal hefur Félag bókagerðar-
manna komið upp glæsilegu tjald-
stæði í fallegu umhverfi. Tjald-
stæði þetta er einkar vel búið,
varsla, hreinlætisaðstaða, leiktæki, og að-
koma öll til einstakrar fyrirmyndar. Um áratugaskeið
hafa prentarar haldið hátíð hér á þessu svæði, fyrir íjölskyldur sínar,
ættmenni, vini og velunnara og hefur ávallt verið vandað til. Fjöl-
breytt barnaskemmtun þar sem íjölskyldurnar sameinast og
skemmta sér saman, andlitsmálun, þrautir, hestamennska, að
ógleymdum blöðrum og nammi. Varðeldur að kveldi þar sem ungir
og aldnir sameinast og taka lagið og góð stemmning í fyrirrúmi.
Hátíðin var einkar fjölsótt að þessu sinni og var nú sem fyrr til fyr-
irmyndar og stjórnendum til sóma.
Undirritaður liefur sem gestur margoft tekið þátt í þessum liátíð-
arhöldum og vill fyrir sína hönd og ljölskyldu sinnar fá að þakka
það starf, sem stjórnarmenn Miðdalsfélagsins inna af hendi. Varla
er hægt að gera betur.
Einar Gíslason, Hjallabraut 88, Hafnarfirði.
20 ■ PRENTARINN