Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 18
Fjölskylduhátíðin alltaf vinsæl Eins og mörg undanfarin ár stóðu FBM og Miðdalsfélagið fyrir fjölskylduhátíð um versl- unarmannahelgina í Miðdalnum. Tjaldsvæðið var þéttskipað, fjöldi gesta í sumarbústöðunum og talið er að fjöldi hafi verið um 2000 manns. Dalurinn skartaði sínu fegursta í sól og blíðu alla helgina. Keppt var í ýmsum greinum og krakkarnir fóru á hestbak. Allir fengu kók, prins, blöðru og sápukúlur auk þess sem andlitsmálning var í boði. Skipu- lagðri hátíð lauk með brennu og söng. Hátíðin tókst mjög vel í alla staði og voru gestir til fyrirmynd- ar í umgengni. Metaðsókn í Miðdal Mikil aukning var á tjald- svæðinu í sumar og voru 80% fleiri tjaldleigur en árið 2000. Svæðið er einkum ætl- að félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Starfsmannafélög eru dugleg við að skipuleggja ferðir í Miðdalinn og þá er gott að geta nýtt stóra samkomutjaldið sem FBM leigir. Sömu sögu er að segja um aðsókn að golfvellinum sem Dalbúi rekur á jörðinni en hann hefur tekið stakkaskiptum í uppbyggingu og er orðinn mjög góður að mati kylfinga. Ljósmyndir: Jakob Viðar Guðmundsson og Sigursteinn Gunnarsson 1 - : -! ^JJ Tgl ^ \ 1; L 1 WS$W'§W ‘ J 1 1Idf W í Wm. - J j 1 , mm HHH HHHH, H H H ■hHhHHH^HHHH^H '■ ■ ■ ■ .■■ HHHHHHH 1 H HHHP* — ~~ - ?teziia..agai«s^ — . _ =.- ..

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.