Prentarinn - 01.11.2009, Síða 3
Leiðari
Verjum heimilin og
áunnin réttindi
GEORG PÁLL SKÚLASON, OKTÓBER 2009.
/
Aársfundi Alþýðusambands íslands í lok október
voru fjölmörg mál á dagskrá og mikill einhugur var
um niðurstöður í flestum málaflokkum. Nálgast má
ályktanir í heild og greinargerðir á vef samtakanna. Þar bar
hæst ályktun til varnar heimilunum í landinu sem ég hef
gripið niður í:
„Ársfundur ASÍ krefst þess að allra úrræða sé leitað til þess
að verja stöðu heimilanna og lágmarka þann skaða sem þau
hafa þegar orðið fyrir og sem þau verða óhjákvæmilega
fyrir vegna efnahagshrunsins. Fundurinn ítrekar þá ein-
dregnu afstöðu að samfélag sem byggir á öflugu og virku
velferðarkerfi, góðri menntun fyrir alla, jöfnuði, jafnrétti og
traustum réttindum launafólks að norrænni fyrirmynd er
best til þess fallið að takast á við erfiðleika í efnahagslífinu.
Öflug velferðarkerfi, menntakerfi og heilbrigðiskerfi eru
aldrei mikilvægari en nú."
„Ársfundur ASI skorar á stjórnvöld að efna fyrirheit sín
um hækkun persónuafsláttar og setja skorður við hækkun
skatta og verja þannig tekjulægstu hópana sem tekið hafa
á sig auknar skattbyrðar meðan skattar hafa lækkað á fyrir-
tæki og hina tekjuhærri á undanförnum árum."
„Ársfundur ASI leggur áherslu á að atvinnuleitendum verði
haldið virkum sem þegnum samfélagsins og krefst þess
að skráning atvinnuleitenda og umsýsla atvinnuleysisbóta
verði nú þegar færð til stéttarfélaganna."
„Ársfundur ASI leggur mikla áherslu á að heimilunum verði
gert kleift að standa við skuldbindingar sínar og viðhalda
mannsæmandi lífsgæðum. ASÍ hefur lagt til almenn úrræði
eins og sjálfvirka greiðslujöfnun sem taki til verð- og geng-
istryggðra lána, þ.m.t. bílalána. Einnig hefur ASÍ lagt til
róttæka og skjótvirka greiðsluaðlögun þannig að launafólk
geti skapað sér nýja stöðu til framtíðar. Ársfundurinn skorar
á stjórnvöld að taka nú þegar til endurskoðunar gildandi
löggjöf um greiðsluaðlögun og tryggja þeim heimilum
sem komin eru í veruleg fjárhagsleg vandræði einfalt og
samræmt úrræði sem taki á öllum skuldum heimilanna. Það
verði gert með skuldbreytingum og afskriftum sem sam-
ræmist greiðslugetu og eignastöðu heimilanna."
Jafnframt var mikið rætt um lífeyriskerfi landsmanna og eft-
irfarandi ályktun samþykkt:
„Ársfundur ASÍ felur miðstjórn sambandsins að standa
fyrir víðtækri og almennri umræðu um málefni lífeyrissjóð-
anna meðal aðildarsamtaka
sinna á næstu mánuðum.
Markmið slíkrar umræðu
verði að leggja drög að end-
urskoðaðri stefnu ASÍ í lífeyr-
ismálum og skilgreina helstu
samningsmarkmið samtak-
anna í viðræðum við Sam-
tök atvinnulífsins. Skal þeirri
vinnu lokið eigi síðar en 31.
mars 2010."
Tillaga Verkalýðsfélags Akraness var felld.
Greidd voru atkvæði um viðbótartillögu Verkalýðsfélags
Akraness um lífeyrismál, en tillagan gekk út á að breyta
samningum þannig að tryggt yrði að launafólk yfirtæki
stjórn lífeyrissjóða innan ASI.Tillagan var felld með 79,3%
atkvæða gegn 20,7% en 234 greiddu atkvæði. 12 seðlar
voru auðir. Um var að ræða leynilega atkvæðagreiðslu að
kröfu flutningsmanna tillögunnar. Málið verður þó skoðað
áfram því ársfundurinn fól miðstjórn að standa fyrir almennri
umræðu um málefni lífeyrissjóðanna á næstu mánuðum.
Ársfundurinn ályktaði einnig um skattlagningu á inn-
greiðslur í lífeyrissjóði:
„Ársfundur Alþýðusambands íslands hafnar þeim hug-
myndum sem fram hafa komið um skattlagningu á inn-
greiðslur í lífeyrissjóði. Slík skattlagning hefði í för með sér
tilflutning á skattgreiðslum milli kynslóða og leggur þungar
skattbyrðar á komandi kynslóðir. Þessi breyting mun einnig
leiða til þess að skerða þarf réttindi í lífeyrissjóðum í nútíð
og framtíð. Ársfundurinn leggur ríka áherslu á að ekki verði
hróflað við þeim réttindum sem launafólk hefur byggt upp í
lífeyrissjóðum sínum á umliðnum áratugum."
Mjög mikilvægt er að félagsmenn og verkalýðshreyfingin
standi vörð um áunnin réttindi þótt sverfi að vegna þess
áfalls sem dunið hefur á efnahag landsins. Það á við um
samningsbundin réttindi og einnig félagsleg réttindi sem
byggð hafa verið upp. Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga
að kreppan er alþjóðleg, ekki séríslensk, og því á ekki að
ganga út frá því að réttindi og kjör launafólks þurfi að víkja
í þeirri viðleitni stjórnvalda að koma þjóðarskútunni á réttan
kjöl. Launafólk'hefur þegar tekið gríðarlegan skell á sig í
gegnum hækkun verðlags, fall gengis krónunnar og sam-
drátt í atvinnu og þar með tekjum.
B
prentarinn www.fbm.is