Prentarinn - 01.11.2009, Síða 4

Prentarinn - 01.11.2009, Síða 4
KNATTSPYRNAl Iðnnemar fá vinnustaðanámsstyrki IÐAN fræðslusetur hefur tekið að sér í umboði menntamála- ráðuneytisins að annast undirbúning, framkvæmd og úthlutun styrkja frá norrænu ráðherranefndinni. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í iðn- og starfsnámi. IÐAN hefur einnig um árabil úthlutað Leonardo da Vinci- starfsnámsstyrkjum. Gaman er að segja frá því að undanfarið ár hafa 15 nem- endur stundað hluta af vinnustaðanámi sínu í Danmörku, Noregi, Færeyjum, Finnlandi, Irlandi eða Bretlandi, og má þar nefna nemendur í gull- og silfursmíði, húsgagnabólstrun, húsasmíði, matreiðslu og kjólasaumi. Nánari upplýsingar eru á http://www.idan.is/styrkir/. Á myndinni eru Halldór Haukur Haraldsson húsastníðanemi og Helen Gray, ÍÐUNNI fræðslnsetri, þar sem hann skilar inn umsókn um vinnu- staðanámsstyrk á Norðurlöndum. Sautján nýsveinar fá sveinsbréf í bókiðngreinum Sautján nýsveinar í bókiðngreinum fengu sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn þann 19. júní sl. Að þessu sinni luku níu sveinar prófi í grafískri miðlun, sjö í prentun og einn í bók- bandi. Asta María Sigmarsdóttir og Helgi O. Víkingsson hlutu viðurkenningar fyrir afburðaárangur á sveinsprófi. Athöfnin var hin hátíðlegasta að vanda og fór fram í blíðskaparveðri við góðar undirtektir. Tónlist var leikin, gestir nutu veitinga og gerður var góður rómur að athöfninni í hvívetna. Björn M. Sigurjónsson, sviðsstjóri prenttæknisviðs, afhenti nýsveinum blóm og gjafabréf á námskeið frá IÐUNNI fræðslusetri. For- menn sveinsprófsnefnda, þeir Tryggvi Þór Agnarsson, Hjörtur Guðnason og Theodór Guðmundsson, afhentu sveinsbréf og Georg Páll Skúlason og Haraldur Dean Nelson veittu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Litlaprent sigraði á Knatt- spyrnumóti FBM 2009 Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 18. apríl sl. í Fíf- unni í Kópavogi. Atta lið mættu til leiks og var spilað í tveimur riðlum. Liðin voru skipuð sex leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 10 mínútna leikir og léku allir við alla í riðlakeppn- inni. Þá fóru fram átta liða úrslit, undanúrslit og að lokum var leikið til úrslita um 1. og 2. sætið og 3. og 4. sætið. Litlaprent sigraði Morgunblaðið í æsispennandi leik sem endaði með vítaspyrnukeppni eftir framlengdan úrslitaleik, 2:0. Lið Gunnars Eggertssonar lagði lið Hvíta hússins, 2:0, í leik um þriðja sætið. Aðaldómari mótsins var Omar Bruno Olafsson og mótsnefnd skipuðu Georg Páll Skúlason og Oskar Jakobsson. Norski hópurinn ásamt stjórnarmönnum FBM. Stjórn deildar Fellesforbundet 855 - Sor-0st Grafiske Fagforening í Kristiansand í Noregi heimsótti Island dagana 22. október til 25. október. Hópurinn hafði óskað eftir að fá að heimsækja íslenskar prentsmiðjur og var honum boðið í prentsmiðju Odda og Landsprents. Stjórn FBM tók síðan á móti þeim í húsi félagsins og fræddi þau um sögu FBM og helstu staðreyndir um íslenska prentiðnaðinn. Hópurinn sem taldi 12 manns var mjög ánægður með móttökurnar og þess má geta að í honum voru íslensk hjón sem bæði starfa í prentiðnaði í Kristiansand, Ingólfur Sigurðsson og Þuríður Osk Valtýsdóttir. ö 1. tbl. NÓVEM8ER 2009

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.