Prentarinn - 01.11.2009, Qupperneq 5
EEBB
Signn’egarar á Miðdalsmótinu 2009. F.v. Kristinn Friðriksson, Richard
Haukur Sævarsson, Björn Fróðason, Sigurjón Þ. Sigurjónsson, Bjarney
Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir og Anna Þorkelsdóttir.
Miðdalsmótið 2009 -
Björn Fróðason meistari
Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna, fór fram á
golfvelli Dalbúa í Miðdal 8. ágúst. Þetta var í fjórtánda sinn
sem við héldum golfmót í Miðdal. Að þessu sinni voru kepp-
endur 36.
Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst
mótið kl. 11.00 undir stjórn Sæmundar Árnasonar og Braga
Hafþórssonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf frá
FBM, golfbolta merkta Félagi bókagerðarmanna.
Aðalstuðningsaðili mótsins, eins og undanfarin ár, var Hvít-
list, er veitti fjölda verðlauna. Færum við Hvítlist bestu þakkir
fyrir stuðninginn.
Fyrstu verðlaun með forgjöf og farandbikar FBM hlaut
Björn Fróðason með 70 högg. I öðru sæti varð Richard Haukur
Sævarsson með 70 högg og í þriðja sæti varð Sigurjón Þ. Sig-
urjónsson með 74 högg.
Postillon-bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar, vann Björn
Fróðason með 80 högg, í öðru sæti varð Sigurjón Þ. Sigurjóns-
son með 81 högg og íþriðja sæti varð Kristinn Friðriksson með
83 högg.
Bjarney S. Sigurjónsdóttir sigraði í kvennaflokki með forgjöf
á 77 höggum, í öðru sæti varð Sigurlaug Björk Guðmunds-
dóttir á 80 höggum og í þriðja sæti varð Anna Þorkelsdóttir á
82 höggum.
Púttmeistari varð Sigurjón Þ. Sigurjónsson með 24 pútt.
Lengsta teighögg karla á þriðju braut átti Anton Þorsteinsson
og lengsta teighögg kvenna á þriðju braut átti Valgerður Þór-
isdóttir. Næst holu á 5. braut var Ragnar Þórisson og næst holu
á 8. braut var Páll Erlingsson.
Auk þess var dregið úr skorkortum. I mótslok var boðið upp
á léttar veitingar sem þátttakendur kunnu vel að meta eftir
frábæran og skemmtilegan keppnisdag.
Næsta Miðdalsmót verður í ágúst 2010.
Göngustígur milli neðra hverfis og miðhverfis. Afrakstur góðs dagsverks.
Vinnudagurinn
í Miðdal
Laugardaginn 6. júní sl. var haldinn hinn árlegi vinnudagur í
Miðdal á vegum Miðdalsfélagsins og FBM. Þennan dag viðraði
með eindæmum vel, eins og flesta daga í Miðdalnum í sumar.
Einstaklega góð samvinna er á milli FBM og Miðdalsfélags-
ins, sem gera þennan dag svo vel heppnaðan ár eftir ár, og ekki
spillir veðrið sem hefur oftast leikið við okkur þennan dag.
Að jafnaði er góð þátttaka í vinnudeginum og hafa þátttak-
endur verið allt frá 40 og upp í 100 manns, margar hendur
sem vinna gott og þarft verk, allt í sjálfboðavinnu. Víða má sjá
merki um framlagið á vinnudeginum. Göngustígar hafa verið
lagðir, lækir hafa verið brúaðir, tröppur lagðar, tré klippt, borið
á brýr og svona mætti lengi telja, allt til að gera umhverfið í
Miðdal skemmtilegra fyrir alla félagsmenn FBM og til að gera
það auðveldara fyrir fólk að njóta þess að ganga í þessu fagra
umhverfi sem við eigum.
Samvinnan og gleðin í hópnum er frábær á svona vinnudegi
og það starf sem er unnið er ómetanlegt og nýtist öllum félags-
mönnum FBM sem leggja leið sína í Miðdalinn.
Að vinnudegi loknum gerir fólk sér smá dagamun og hefur
FBM boðið til grillveislu að kvöldi vinnudagsins. Hefur það
tekist með eindæmum vel.
Ég vona að þessi dagur verði haldinn um ókomna framtíð,
Miðdalsfélaginu og FBM til framdráttar.
ÞORKELL SVARFDAL HILMARSSON
Vinnufúsir fá sér hressingu.
prentarinn www.fbm.is