Prentarinn - 01.11.2009, Síða 7

Prentarinn - 01.11.2009, Síða 7
Altaristaflan fallega eftir Ninu Tr)ggvadóttur. Hópurinn i Skálholtskirkju móðir hans verður fyrir því, að pottur með sjóðheitri feiti steypist yfir hana á aðfangadag jóla og hún deyr á öðrum degi jóla. Boðið var til hádegisverðar í glæsilegri veitingastofu í einni af byggingum staðarins. Þar var allt til reiðu og borin fram ljúffeng blómkálssúpa með nýbökuðu ilmandi brauði auk þess sem boðið var upp á girnilegan grænmetisbar. Næsti áfangastaður var Friðheimar, sem er nýr og nota- legur hestabúgarður í garðyrkjuhverfinu Reykholti þarna rétt hjá. I Friðheimum vinnur öll fjölskyldan við að þjálfa og sýna íslenska hestinn og hinar ýmsu gangtegundir hans: fet, brokk, valhopp, tölt og skeið. 011 fjölskyldan kom fram á litlum spor- öskjulöguðum sýningarvelli með áhorfendastúku. Þau sýndu fegurð íslenska hestsins, hjónin bæði og börnin á ýmsum aldri. Sá yngsti, fjögurra ára, var vel festur á bak öruggum hesti og fékk dúndrandi lófatak. Sýnt var hvernig skipt var frá stökki og hesturinn tekinn til kostanna á fljúgandi skeiði, knapinn með barmafullt glas af eðaldrykk og ekki einn dropi fór til spillis. Þetta er þjóðleg og töfrandi atvinnugrein, sann- kölluð perla í íslenskum landbúnaði, þar sem öll fjölskyldan vinnur saman af gleði og lífsfyllingu við að skapa fallega umgjörð um hesta og garðyrkju. Ekið var áfram að Gullfossi og Geysi með smástoppi á þessum þekktu ferðamannastöðum. Mikið var um ferðamenn með fullar hendur fjár að aka gullna þríhyrninginn. Þeir eru plokkaðir eins og hægt er. A veitingastaðnum við Geysi var hægt að fá einfaldan, fallegan sportjakka á 58 þúsund krónur. Nú var okkur ekki til setunnar boðið. Uppbúið veisluborð beið á Nesjavöllum. Á leiðinni ókum við framhjá Uthlíð, þar sem Björn Sigurðsson, bóndi þar, hefur skapað unaðsreit með sumarbústöðum, golfvelli og fallegri kirkju. Öll húsin eru hituð upp með heitu vatni, sem kemur úr holu í jörðinni. Þegar Björn lét bora fyrir heita vatninu gekk ekkert til að byrja með. Hola eftir holu reyndist vatnslaus, en loks þegar allir peningarnir voru búnir gaus sú 23. og bjargaði öllu. Seigla íslenska bóndans borgaði sig eins og oft áður. Áfram héldum við för okkar um Lyngdalsheiði til Þingvalla og vegsummerkin eftir brunann á Hótel Valhöll voru skoðuð. Búið er að tyrfa snyrtilega yfir svæðið og nokkrir bautasteinar hafa verið settir til merkis um hvar hótelið stóð. Þarna hefði aldrei átt að vera hótel og ætli flestir séu ekki ánægðir með góðan endi á sorg- legum atburði. Segja má að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Við komum til Nesjavalla um kl. 18.30 og renndum í hlað hins nýja Hótels Hengils. Þar var borin fram sveppasúpa með ilmandi nýju brauði og svo var boðið upp á ágætis lambasteik. Þessu öllu voru gerð góð skil með smávegis hvítvíni eða rauð- víni. Síðan kvöddum við og héldum heimleiðis gegnum Dyr- fjöll og Sköflung. Þetta er mjög brattur vegur, en gamla, góða Borgarnesrútan malaði þetta í lágu gírunum og skilaði okkur heilum í höfn á Umferðarmiðstöðinni kl. 21. Bílstjórinn okkar hét Ágúst og ók gamalli en mjög traustri rútu af öryggi hins reynda ökumanns. Ég spurði hann hvað rútan væri gömul og hann svaraði: „Þú vilt ekki vita það.“ Nú er hart í ári hjá eldri borgurum og margir sækja í sjóði þeirra. Kannski geta þeir sagt eins og Bólu-Hjálmar, þegar hann mætti sýslumanni, sem hafði framkvæmt þjófaleit hjá Hjálm- ari að áeggjan öfundsjúkra nágranna hans. Sú aðför endaði með því, eftir að sýsli og múgurinn fóru af vettvangi án þess að finna neitt, að upp kom eldur í útihúsi, næstum örugglega af mannavöldum, og allt brann sem brunnið gat. Hjálmar varð að yfirgefa jörðina með fólki sínu, sem yfirstétt eða útrásarvíkingar þess tíma kölluðu „hyski“. Þegar fylkingarnar mættust kastaði Hjálmar fram þessari vísu: Fatasnauðan hreggið hræðir þá hofmenn prjála skartið sitt. Kulið dauðans gegnum gnæðir gisið sálartjaldið mitt. Þarna er hvert orð meitluð, kjarnyrt íslenska og það sveið undan þessum orðum og svíður enn, þó ár og aldir séu liðnar. Ekki var kveðjan sú síður súr eða bitur, sem hann sendi stjórn sveit- arfélagsins, þegar dró að leiðarlokum: Fíafðu Akrahreppur grey, heila þökkjj’rir meðferðina. Fararstjórar í þessari skemmtilegu og fróðlegu ferð voru Hrafn- hildur og Þorkell og þökkum við þeim og bílstjóranum kærlega fyrir okkur, og Georg formanni, sem var með okkur stærstan hluta ferðarinnar, svo og stjórn Félags bókagerðarmanna. e prentarinn www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.