Prentarinn - 01.11.2009, Side 8
Ársfundur
Nordisk
Grafisk Union
Ársfundurinn var haldinn 28.-29. apríl 2009 í Hyvinge í Finn-
landi.
Þátttakendur voru 24 og tveir áheyrnarfulltrúar frá Norð-
urlöndunum aukjuha Ojala, formanns samninganefndar FAM,
verslunarmanna í Finnlandi, Daniel Valtakari frá Samtökum
járniðnaðarmanna á Norðurlöndum, Nordic IN, og Magnus
Breitenstein frá WS Bookwell OY í Finnlandi. Fulltrúar FBM
voru Georg Páll Skúlason og Bragi Guðmundsson. Túlkur var
Magnús Einar Sigurðsson.
Hefðbundin störf ársfundar fóru fram þar sem m.a. var kjörin
uppstillingarnefnd, skýrsla stjórnar flutt, ársreikningur lagður
fram o.fl. Fram kom í skýrslu formanns að stjórnin hefði fundað
fjórum sinnum á kjörtímabilinu en í henni sitja Pertti Raitoh-
arju formaður, Bjarne Nielsen varaformaður, Tommy Andersen
og Anders Skattkjær. Sambandið er með starfsmann, ritara í
hálfu starfi sem heitir Christian Backlund, en hann túlkar jafn-
framt á stjórnarfundum. Hann starfar hjá finnska félaginu.
• Kosinn var einn fulltrúi frá hverju landi í uppstillingarnefnd
og var Bragi fulltrúi FBM í henni.
• Ársskýrsla stjórnar fyrir árið 2008 var samþykkt.
• Félagsmenn eru 54.789 talsins, 18.854 konur og 35.934 menn,
og fækkaði þeim um 8.125 milli ára, en þeim hefur fækkað á
hverju ári undanfarin ár og skýrist það m.a. af því að stór hópur
hefur farið á eftirlaun á sama tíma, endurnýjun er mun minni
og prentiðnaðurinn er ekki jafnmannfrekur og áður.
• Reikningar voru samþykktir, en hagnaður í rekstrinum var
128.253 SEK og eigið fé er nú 6.331.748 SEK.
• NGU hefur áfram stutt við verkefni í Austur-Evrópulönd-
unum.
• Fjárhagsáætlun fyrir árin 2009-2011 er upp á 1.000.000 SEK
F.v. Bragi Guðmundsson og Georg Páll Skúlason, fulltrúar FBM.
Bjarne Nielsenfrá Danmörku (t.v.), nýrformaður NGU, en hann tók við
afPerrti Baitoharju frá Finnlandi.
í tekjur og 1.025.000 SEK í útgjöld fyrir árið 2009, 965.000
SEKí tekjur og 745.000 SEK í gjöld árið 2010 og 945.000 SEK
í tekjur og 1.035.000 SEK í gjöld árið 2011.
• Fulltrúar NGU á alþjóðavettvangi innan UNI eru:
Pertti Raitoharju í stjórn UNI Europa graphical, til vara er
Irene Hamalanien.
Tommy Andersen í stjórn UNI graphical, til vara er Anders
Skattkjær.
Bjarne Nielsen og Tommy Andersen í heimsstjórn UNI, til
vara eru Anders Skattkjær og Pertti Raitoharju.
Til viðbótar þessu hefur NGU átt fulltrúa í starfsnefndum
UNI:
Pertti Raitoharju situr í vinnuhóp um samningamál innan
UNI Europa graphical.
Christian Backlund og Jan Strandberg eru í vinnuhóp UNI
EG um alþjóðleg fyrirtæki innan Evrópu, EWC.
Anders Skattkjær er formaður vinnunefndar UNI EG um
iðnnám.
Irene Hamalainen er í kvennanefnd UNI.
• Á fundinum var kosinn formaður, varaformaður og tveir
stjórnarmenn. Bjarne Nielsen var valinn formaður, Tommy
Andersen frá Svíþjóð er varaformaður, og Anders Skattkjær
frá Noregi og Heikki Helkavuori frá Finnlandi eru meðstjórn-
endur tímabilið 2009-2011. Hvert hinna stærri landa á rétt á
að tilnefna sinn fulltrúa og varamann. I ljósi þess að Danir eiga
formanninn flyst skrifstofa NGU til HK í Danmörku.
• Félagsgjaldið fyrir árið 2009-2010 var ákveðið 16 sænskar
krónur á hvern starfandi félagsmann.
• Ræddar voru hugmyndir að ráðstefnum fyrir NGU sem stjórn
sambandsins mun vinna úr, en fram komu hugmyndir um
menntaráðstefnu, ráðstefnur um umhverfismál og vinnuvernd
í prentiðnaði.
• Nordisk Grafisk Union var stofnað árið 1976 í Noregi. Þrítug-
asta afmælisárið sýnir að það var góð ákvörðun að stofna
sambandið og samvinna milli Norðurlandanna þarf að vera
til staðar áfram og í sama góða andanum. Anders rakti helstu
málaflokka sem NGU hefur beitt sér í á undanförnum árum.
• Norrænir samningar eru enn fyrirmynd evrópskra samninga
og einnig á alþjóðavísu.
• Framvegis verða aðalfundir NGU á tveggja ára fresti og verður
sá næsti í Svíþjóð árið 2011.
1. tbl. NÓVEMBER 2009