Prentarinn - 01.11.2009, Side 11

Prentarinn - 01.11.2009, Side 11
VIRK starfsendurhæf- ingarsjóður Félag bókagerðarmanna hefur í sam- starfi við VIRK starfsendurhæfing- arsjóð ráðið til starfa ráðgjafa í starfsend- urhæfingu. Ráðgjafi félagsins er Sigrún Sigurðardóttir. Hún er með skrifstofu í Borgartúni 30 á 6. hæð. Vinnutími hennar er mánudaga, fimmtudaga og annan hvern miðvikudag. Hlutverk ráðgjafa er að bjóða félags- mönnum upp á þjónustu ef starfshæfni þeirra er skert eða henni er ógnað vegna veikinda eða heilsubrests. Rauði þráð- urinn er að efla virkni einstaklingsins, auka vinnugetu og varðveita vinnusam- band hans til að koma í veg fyrir að hann detti út af vinnumarkaðnum. Þjónustan er eftirfarandi: • Ráðgjöf og hvatning sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins. • Mat á starfshæfni sem tekur mið af bæði heilsufarslegum og félagslegum þáttum. • Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstakling- sbundinnar áætlunar um aukna virkni, heilsueflingu og endurhæfingu. • Aðstoð og leiðbeiningar til að tryggja að viðkomandi einstaklingur fái það sem honum ber innan kerfisins. Sigrún Sigurð- ardóttir, ráðgjafi hjá VIRK endur- hæfingarsjóði • Aðstoð frá sérfræðingum eftir mat á stöðu einstaklings hverju sinni. Hér getur t.d. verið um að ræða aðstoð lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkra- þjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfs- ráðgjafa o.s.frv. • Aðstoð í formi stuðnings til náms sem hefur það að markmiði að auka vinnu- getu. • Aðstoð í formi skipulagðrar starfsend- urhæfingar þar sem einstaklingurinn, atvinnurekandinn og mismunandi fag- aðilar vinna saman við að finna leiðir til aukinnar vinnugetu. Atvinnustaða félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna / Iágústbyrjun 2009 voru alls 903 virkir félagsmenn í Félagi bókagerðar- manna samkvæmt félagaskrá og iðgjalda- greiðslum. Þessi tala er notuð í útreikningi hér að neðan, en hafa ber í huga að hér eru ekki algildar tölur um atvinnuleysi félagsmanna heldur byggir hluti upplýs- inga á óformlegum viðtölum við félags- menn, trúnaðarmenn og atvinnurekendur í prentiðnaði. Alls fá 67 félagsmenn greiddar fullar bætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumála- stofnun sem bárust í október 2009. Alls er vitað um 49 félagsmenn sem var sagt upp frá 1. janúar til 24. september 2009 og eru 16 þeirra enn á uppsagnarfresti. Þannig eru nú 83 félagsmenn atvinnulausir, eða um 9,2% virkra félagsmanna. Alls er vitað um 156 félagsmenn sem var sagt upp frá 1. mars 2008 til 20. október 2009, en það eru um 16,8% virkra félagsmanna. Allflestir þessara félags- manna eru búnir að vinna út uppsagn- arfrest, en nokkrir eru enn á uppsagn- arfresti. Allnokkrir hafa fengið ný störf og nokkir hafa farið í nám eða samtals um 73 félagsmenn. Félaginu er kunnugt um að 276 félags- menn hafi tekið á sig skert starfshlutfall samkvæmt samkomulagi í 10 fyrirtækjum og tóku skerðingarnar gildi frá 1. des- ember 2008 til 1. apríl 2009 — um 30% virkra félagsmanna hafa verið í skertu starfshlutfalli um einhvern tíma. 1 dag eru 162 félagsmenn í skertu starfshlut- falli, sem jafngildir 34 stöðugildum og samsvarar 3,8% atvinnuleysi virkra félags- manna. Eins og sjá má hafa nærri 47% virkra félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna orðið fyrir einhvers konar röskun í starfi sínu á þessum umbrotatímum. Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem sagt er upp vinnu Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu atvinnuleysisbóta. Hægt að sækja um á netinu — www.vmst.is. Þeir sem fá atvinnuleysisbætur þurfa að gæta þess að greiða áfram til stéttarfélaga til að halda réttindum sínum Vinnumálastofnun sér um greiðslu félagsgjalda til FBM sé þess óskað á umsókn. Réttindi félaga í FBM sem hafa fengið uppsögn: • Fræðslusjóður Félags bókagerðarmanna veitir 75% styrki til náms • Oll námskeið hjá IÐUNNI eru ókeypis- www.idan.is • Prenttæknisvið Iðunnar veitir félögum starfs- og námsráðgjöf þeim að kostn- aðarlausu Réttindi félaga í FBM almennt: • FBM veitir félagsmönnum lögfræðiað- stoð • FBM veitir félagsmönnum styrk til lík- amsræktar • FBM veitir félagsmönnum styrk til sjúkraþjálfunar og endurhæfingar • FBM veitir félagsmönnum styrk til sál- fræðiþjónustu • FBM veitir félagsmönnum styrk til kaupa á gleraugum og heyrnatækjum • FBM veitir félagsmönnum styrk til kembileitar hjá Krabbameinsfélagi íslands B prentarinn www.fbm.is

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.