Prentarinn - 01.11.2009, Síða 12

Prentarinn - 01.11.2009, Síða 12
y Neyðin kennir... HRAFNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Tinna Ósk Grímarsdóttir Tinna Ósk Grímarsdóttir er 22 ára prentsmiður og er búsett á Akranesi. Hún missti vinnuna á haustmánuðum 2008 og hefur frá þeim tíma verið atvinnulaus. Henni, eins og svo mörgum öðrum í hennar sporum, gekk erfiðlega að finna vinnu, en hún nýtti tímann vel og fékk viðskiptahugmynd sem hún hrintn framkvæmd, og með styrkfrá Vinnumálastofnun hefur hún sett á fót lítið fyrirtæki. Hver er bakgrunnur þinn og menntun? Snemma byrjaði ég að fikra mig áfram í ýmiss konar tölvuvinnslu og ég fiktaði svolítið við þetta í seinni hluta grunnskólanámsins. Eg útskrifaðist úr grunnskóla vorið 2003 og þaðan lá leið mín beint í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. I þeim skóla var „aðaltrendið" að fara í viðskiptafræði og fylgdi ég þeirri hjörð eins og margir aðrir. Vegna lesblindu átti ég í tölu- verðum erfiðleikum með það nám. Það stopp- aði mig ekki og komst ég inn í tölvufræðinám í Iðnskólanum í Reykjavík. Þar leið mér vel og ég komst að því að hönnun heimasíðna var mitt fag, það var mjög skemmtilegt og krefjandi. Þá fór ég á stúfana að leita að hönnunaráfanga og fann hann. Áramótin 2006/2007 útskrifaðist ég sem grafískur miðlari. Þegar þessum áfanga var náð þurfti ég að komast á samning hjá prentsmiðju. Ég sótti um á mörgum stöðum og komst inn hjá Morg- unblaðinu. Þar gegndi ég nokkrum stöðum, ég byrjaði í umbrotinu og undir lokin var ég komin í auglýsingahönnun og líkaði það virkilega vel. Þegar dálítið var liðið af samningstímanum varð ég ólétt og ég rétt gat klárað hann. Arið 2008 var viðburðaríkt ár, ég eignaðist mitt fyrsta barn með unnusta mínum til þriggja ára og tók sveinsprófið í grafískri miðlun. Þetta er ekki það eina sem gerðist því þegar fæðingarorlofinu lauk mætti ég til vinnu eins og áður hafði verið rætt um. Töluverður sam- dráttur hafði verið og hræringar hjá prent- miðlum þann tíma sem ég var í orlofi. Fyrsta daginn eftir fæðingarorlof mætti ég á fund með yfirmanni mínum sem bauð mig vel- komna til starfa og spjallaði við mig um fram- tíð fyrirtækisins og verkefnastöðuna. Þetta leit allt virkilega vel út og ég fór heim full sjálfs- trausts og ánægð með fyrsta vinnudaginn sem gekk ótrúlega vel. Daginn eftir var andrúms- loftið svolítið spennuþrungið og vissi ég ekki af hverju fyrr en ég var kölluð á fund með starfsmannastjóranum. Hann tilkynnti mér uppsögn mína og var ég í sjokki vegna þess að daginn áður hafði allt verið í himnalagi. Núna er ég heimavinnandi móðir, prent- smiður og vefstjóri mömmur.is og erum við alltaf að bæta og breyta vefnum til hins betra. Ég er að koma á legg nýrri línu íslenskra afmælisboðskorta, skírnar- og fermingarboðskorta, jólakorta og allskonar tækifæriskorta. Hvernig var upplifunin við að vera sagt upp vinnu? Upplifunin við atvinnumissinn var ekki góð. Það fór allt úr skorðum hjá mér, tekjurnar duttu mikið niður miðað við það sem ég hafði gert ráð fyrir og þetta breytti öllum framtíð- aráformum mínum. Ég var í þann mund að fara með litlu fjölskyldunni minni, unnustanum sem þá var í skóla og litlu stelpunni minni, út á leigumarkaðinn, en sem betur fer á ég frábæra foreldra sem hafa stutt við bakið á mér og hjálpað mér og fjölskyldu minni mjög mikið. Ef mér hefði ekki verið sagt upp á Morgunblaðinu væri ég ekki að fást við það sem ég geri í dag og heimasíðan mömmur.is væri ekki til. Hvernig kviknaði hugmyndin að síðunni mömmur.is? Drög að vefsíðunni átti systir mín og opnaði hún síðu á Barnalandi, þegar sá vefur var sem vinsælastur. Hún hélt svakalega flotta afmælisveislu fyrir elsta son sinn. Þetta var stærsta eins árs afmæli sem ég hef séð, kökurnar flæddu af borðunum og var þetta myndað í bak og fyrir. Hún opnaði síðu sem vakti mikla lukku meðal margra notenda og var töluverð umferð um hana. Fyrsta afmælið var þematengt og þar voru notaðar margar skemmtilegar og frumlegar uppskriftir. Systir mín hélt áfram að taka myndir af kökum sem mv> e 1. tbl. NÓVEMBER 2009

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.