Prentarinn - 01.11.2009, Síða 14
Norrænt bókband
2009
Svanur Jóhannesson frá JAM-klúhbnum
Sýningin Norrænt bókband var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu síðastliðið
sumar og stóð frá 5. júní til 7. ágúst. Á sýningunni voru 89 verk eftir 91
norrænan bókbindara, þar eð tvö verkanna voru gerð í samvinnu tveggja
bókbindara. Þátttakendur bundu Ijóðabókina Norðanvind hver á sinn
hátt. í bókinni eru Ijóð eftir 18 norræn skáld og grafískar teikningar eftir
íslenska listamenn.
Norrænt bókband 2009 sýnir
afrakstur samnefndrar sam-
keppni í handbókbandi.
Keppnin var nú haldin í 14. sinn en
fyrst var efnt til hennar 1956. Islend-
ingar sáu í fyrsta sinn um skipulagn-
ingu þessa norræna samstarfsverkefnis
og var það handbókbandsklúbburinn
JAM-hópurinn sem hafði umsjón með
því fyrir Islands hönd. Þátttakan hefur
aldrei verið meiri og skiptist þannig eftir
löndum: Svíþjóð 26 verk, Danmörk 23,
ísland 20, Finnland 10 og Noregur 10.
Verkin voru dæmd eftir reglum
keppninnar og var fjórðungur þeirra
settur í heiðursflokk eða 23 verk. Dóm-
ararnir voru allir íslenskir en þeir voru
Guðmundur Oddur Magnússon, próf-
essor í grafískri hönnun, Torfi Jónsson,
myndlistarmaður og kalligraf, Hilmar
Einarsson, bókbandsmeistari og forvörður
í Morkinskinnu, og Theodór Guðmunds-
son, bókbandsmeistari og meðlimur í
sveinsprófsnefnd í bókbandi.
Sýningin var að þessu sinni fyrst
opnuð á Islandi en hún ferðast svo um
öll Norðurlöndin. Síðast verður hún í Sví-
þjóð og lýkur henni þar 15. ágúst 2010.
G 1. tbl. NÓVEMBER 2009