Prentarinn - 01.11.2009, Síða 20

Prentarinn - 01.11.2009, Síða 20
Deildin er fjölmenn, 1.400 eru í Skog og 2.400 í Grafiska, samtals 3.800. Kaupmannahöfn I Danmörku er staðan afar slæm. A sama tíma og kreppan skall á var útgáfu tveggja stórra friblaða (Dato og Nyhedsavisen) hætt, upplag nær allra hinna dagblað- anna hefur minnkað, og þar eð auglýs- ingamarkaðurinn hefur hrunið minnka blöðin og innflutningur á prentverki hefur stóraukist, frá Svíþjóð merkilegt nokk en einnig frá Austur-Evrópu. Þar sem danska krónan er bundin evrunni, en gengi sænsku krónunnar sveiflast gagnvart dollara og evru, streyma verkin yfir sundið. I júní sl. voru umsvif fyrirtækja innan samtaka atvinnuveitenda í prentiðnaði í Danmörku helmingur (50%) þess sem þau voru í júní 2008. Atvinnuleysi eykst milli ára, í júní 2009 voru 16% prentara án vinnu, 11% prentsmiða og 7% bók- bindara. Langflest starfsfólk í prentiðnaði í Danmörku er sameinað í HK Privat og vinnur samkvæmt kjarasamningum þess félags. I HK Hovedstaden eru fimm deildir, ein þeirra er HK it, medie & industri Hovedstaden. Alls eru þar um 14 þúsund starfandi félagsmenn. I HK Hovedstaden eru nær 75 þúsund virkir félagsmenn. Hinar deildirnar fjórar eru HK Stat, HK Kommunal, HK Handel og HK Service. Nær allir kjarasamningar á almennum markaði í Danmörku, þar á meðal í prentiðnaði, renna út í febrúar á næsta ári. Samningaviðræðurnar munu ein- kennast af kreppunni. Fjölmörg víðfræg iðnaðarfyrirtæki segja upp fólki, þ.e. þau sem loka ekki hreinlega. Kreppan hefur enn hraðað „afiðnvæðingu" í Danmörku. Meðal þess sem mun einkenna við- ræðurnar og hafa afgerandi áhrif eru kjör vaktavinnufólks, þeirra sem vinna á nóttunni og á öðrum „óþægilegum vinnutíma", og hefur verið vakin athygli á heilbrigðislegum og félagslegum þáttum sem tengjast slíkum vinnutíma. Ósló Vinnumarkaðurinn einkennist af mik- illi óvissu og lélegri nýtingu í flestum greinum. Áður var þetta aðallega í arka- prentsmiðjunum (Norðmenn nota þetta heiti yfir hefðbundnar smiðjur), en nú er þetta einnig í prentsmiðjum dagblað- anna og vikublaðanna. Arkasmiðjurnar stunda undirboð og hafa auk þessa offjárfest í 8 lita vélum. Auglýsingatekjur og upplagstölur dag- blaða og vikublaða hríðfalla, starfsfólki er fækkað og stöðlun aukin í hönnun og umbroti. Enn hafa engar stóru smiðj- anna farið á hausinn eða verið lokað en framleiðslugetan er langt umfram eftirspurn. Ekki er mikið um að prent- smiðjur séu sameinaðar. Mest áberandi í arkaprentun er svokallaður 07-hópur, er var áður fimm sjálfstæð fyrirtæki. Eitt þeirra var PDC Tangen, stærsta arkasmiðja í Noregi. I blaðaheiminum er nýtt fyrirtæki, Media Norge, dagblöð í eigu Schibs- ted: Aftenposten, Fædrelandsvennen í Kristianstad, Stavanger Aftenblad og Bergens Tidende. Ekkert bólar enn á niðurskurði, en hann hlýtur að koma. Það vakti athygli mína að breyting hefur verið gerð á fortidspension í Nor- egi, nú geta menn ekki hætt störfum á sínu sviði, fengið fortidspension og farið í launuð störf annars staðar! Og auk þessa hefur verið sett hámark á þau laun sem fólk má hafa. Starfá fjölþjóðlegum grunnl Anders Skattkjær fjallaði um starfið í NGU og í UNI. Nordisk Grafisk Union (NGU) var stofnað í maí 1976. Aðildarfélög eru Medieförbundet (TEAM) í Finnlandi, GS - Facket í Svíþjóð, HK Privat og 3F í Danmörku, Fellesforbundet í Nor- egi, Félag bókagerðarmanna og Færoya Prentarafelag. Tæknilegar breytingar eða öllu heldur bylting í prentiðnaðinum undanfarin 30 ár hefur aukið nauðsyn félags- og samn- ingavinnu og fræðslustarfs. Styrkur félaganna á Norðurlöndum liggur fyrst og fremst í góðri skipulagningu og kjara- samningum. Við miðlum tækninýjungum og reynslu milli landa. Með miðlun slíkra upplýsinga, skýrslum vinnuhópa og námstefnum hefur samstarfið innan NGU leitt til aukinnar þekkingar. Þróun félagsstarfs og breytingar á vinnumarkaði hafa verið kjarninn í starfi NGU allt frá stofnun, en undanfarin 10 ár hefur NGU lagt áherslu á og vinnu í að hafa áhrif á starfsemi UNI-Grafisk og UNI-Europa Grafisk (UNI-EG). Union Network International (UNI) var stofnað 1. janúar 2000 við samruna fjögurra fjölþjóðlegra sambanda (FIET, CI, MEI og IGF). Tveir fulltrúar NGU, Finni og Norðmaður, sitja í stjórn UNI Global. Áhersla er lögð á alþjóðleg vandamál og samninga. Við eigum einn fulltrúa, Svía, í mið- stjórn UNI Grafisk Global, og auk þess eru Finni, Dani og Norðmaður í stjórn. Áhersla er lögð á alþjóðleg viðhorf innan prentiðnaðarins og yfirþjóðlega samninga. Við eigum einn fulltrúa, Norðmann, í stjórn UNI-Europa. Áhersla er lögð á evrópska samninga, t.d. þjónustutil- skipunina, EWC. Einn fulltrúi NGU, Dani, situr í miðstjórn UNI-Europa Grafisk. Áhersla er lögð á evrópsk viðhorf í prentiðn- aðinum og heildarsamningagerð. Við erum neydd til að auka áherslu á samstarf í prentiðnaði í Evrópu og á heimsvísu. Alþjóðleg fyrirtæki færa verkin milli landa eins og þeim best hentar hverju sinni og við því þarf að bregðast. Hreyfing okkar byggir á lýðræði, fagréttindum og mannrétt- indum. Mikilvægi yfirþjóðlegra samn- inga við fjölþjóðleg fyrirtæki verður sífellt meira. Ríflega 80 alþjóðlegir samningar eru virkir í dag. Þeir byggjast meðal annars á samþykktum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO) og mann- réttindasamningi Sameinuðu þjóðanna. Fleildarsamningar ILO eru lágmarks- viðmið um allan heim: félagafrelsi, samningafrelsi, bann við barnaþrælkun, bann við þrælahaldi, bann við þving- unarvinnu, bann við mismunun í ráðn- ingum og þjálfun, lágmarksaldur til starfa og sömu laun fyrir sömu vinnu. Alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt til að geta gert slíka fjölþjóðlega samn- inga, og það er ekki síður nauðsynlegt til þess að unnt sé að fylgjast með því að fyrirtækin standi við skuldbindingar sínar. Nægir þar að minnast á starfs- kjör, laun, vinnutíma, heilsugæslu, umhverfismál og starfsþjálfun, svo eitt- hvað sé nefnt. {3 1. tbl. NÓVEMBER 2009

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.