Prentarinn - 01.11.2009, Qupperneq 23

Prentarinn - 01.11.2009, Qupperneq 23
Nú í október tókum við upp þá nýjung að blása til Októberfestar að hætti vina okkar í Þýskalandi. Vettvangurinn var mötuneytið okkar þar sem jóðl, gleði og einfaldleiki réð ríkjum. Undanfarin ár hafa deildir innan fyr- irtækisins tekið sig saman og starfsmenn og makar farið saman á jólahlaðborð. Þykir þetta þétta hópinn mikið, alltaf er gaman að hitta vinnufélagana við aðrar aðstæður en á vinnustaðnum og makar fá þar líka tækifæri til að kynnast samstarfsmönnum. Einhverjar deildir hafa í vikunni fyrir jólahlaðborðið verið með „vinaviku“ þar sem hver starfsmaður dregur sér sinn leynivin og kemur honum á óvart alla vikuna. Það upp- lýsist síðan á jólahlaðborðinu hver átti hvaða vin, og myndast skemmtileg stemming í kringum þetta. I desember ár hvert stendur starfsmanna- hver starfsmaður sinn mann til að gefa pakka, og skrifar jafnvel Ijóð til hans, en það upplýsist aldrei hver gefur hverjum pakka. Fyrirtækið hefur líka verið duglegt að sinna starfsmönnum sínum. A vorin er haldin mikil vorhátíð þar sem fólk hittist eftir vinnu og gæðir sér á veitingum og skemmtir sér saman. I vor var blásið til mikils hreyf- ingarátaks, þar sem starfsmönnum var skipt upp í lið sem síðan kepptu innbyrðis um hverjir væru duglegastir að hreyfa sig í fjórar vikur. Var allt vandlega skráð niður og fengu liðin stig fyrir hreyfitíma. Þetta hafði mjög skemmtileg áhrif á vinnuandann og mikil keppni var í mönnum. Á vorhátíðinni voru síðan stigahæsta liðið, stigahæsti karlinn og stigahæsta konan verðlaunuð. Nokkuð Ijóst er að starfsmenn bíða spenntir eftir að blásið verði til slíkrar keppni aftur næsta vor. Kvos bauð starfsfólki og mökum í bfó nú félagið fyrir jólaballi fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra, stóra sem smáa. Vel hefur verið mætt á ballið og er mætingin alltaf að aukast. Boðið er upp á veitingar og jóla- sveinar mæta og dansa í kringum jólatréð og skemmta ungum sem öldnum. Öll börn fá nammipoka frá þeim. Ymislegt er gert utan vinnutíma starfs- fólksins og eru deildir misduglegar að hnna sér tíma til að gera eitthvað skemmtilegt saman, m.a. til að þétta hópana. Til dæmis hafa hópar farið í keilu, sjóstangveiði og óvissuferðir. Haldnar hafa verið púttkeppnir, pílukastkeppnir og skutlukeppni og ekki er langt síðan fólk fór í „Sing star“. Líklegt er að þar sé komið ágætis atriði á næstu árshátíð! Starfsfólk á skrifstofu og í tæknideildum hélt sína Kvosarleika, þar sem keppt var í skrif- stofustólakappakstri, bréfaklemmufærni og fleiri skemmtilegum greinum. Fyrirtækið býður starfsmönnum í hátíðlegt jólaboð á Þorláksmessu ár hvert og hafa sumar deildir haft þann sið um árabil að setjast niður klukkutíma fyrir jólaboðið og skiptast á jóla- pökkum. Þá, eins og í vinaleiknum, dregur á haustdögum, og varð myndin „Karlar sem hata konur“ fyrir valinu. Boðið var upp á popp og kók. Mæting var góð og allir ánægðir með þetta framtak, enda er hún frábær þessi sænska mynd. Oddi hefur boðið starfsmönnum og við- skiptavinum sínum á hausttónleika nú í haust og á síðasta ári. I fyrra spiluðu Bubbi Morthens og Egóið í Kassagerðinni við mik- inn fögnuð áhorfenda og nú f ár var það Hinn íslenski Þursaflokkur sem sýndi snilli sína á sama stað. Frábært framtak hjá Oddanum. Starfsmannafélagið rekur tvo sumarbú- staði, sem félagar hafa aðgang að allt árið um kring. Hafa bústaðirnir verið vel nýttir allt sumarið og flestar helgar yfir vetrartímann. Annar bústaðurinn er í Uthlíð og hinn er í Skorradal. Báðir eru þeir með heitum potti og er aðstaða öll til fyrirmyndar. Sjá má að okkur í Kvosinni leiðist ekki, hvorki í vinnunni né utan vinnutíma með góðum og skemmtilegum samstarfsfélögum. MAÐUR ER MANNS GAMAN. prentarinn www.fbm.is

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.