Fréttabréf Félags bókagerðarnema - 01.02.1977, Blaðsíða 4
UMRÆÐUHÓPAR
Þó aö í lögum félagsins segi, aö félag-
ié eigi ekki að vera "pólitískt", þá geta
menn samt komið og þrasað. Hér áður fyrr
var þetta vinsælt og eitt besta kvöldið voru
umræður um bjórinn. Við stingum upp á um-
ræðum um heiðursmennina ðla Jó og Amín.
Spilakvöld
Félagið hefur yfirleitt möguleika á,
að fá stóran sal. I framhaldi af því sting-
um við upp á að halda spila- og taflkvöld.
Mætti gera það í samvinnu við önnur iðnnema-
félög eða sveinafélög.
Meðfylgjandi mynd er af hinni sigur-
sælu bridgesveit félagsins.
SAMVINNA VIÐ ÖNNUR IÐNNEMAFÉLÖG
Félagið hafði á sínum tíma mjög náið
samstarf við iðnnema á Akureyri. Var skipst
á heimsóknum o.s.frv. Mætti endurnýja
slikt samstarf t.d. við. þá, fyrir austan
fjall og fara á sveitarball.
Þá var ekkert samstarf eins vinsælt
og samstarfið milli gamla prentnemafélags-
ins og hárgreiðslunema.