Fréttabréf Félags bókagerðarnema - 01.02.1977, Blaðsíða 8
HVAÐ HEFUR VERIÐ GERT?
Þaö sem gert hefur veriö í málunum og raunhæfur árangur hefur
veriö af, er bréf. er s-tjórn okkar nemanna sendi skólanefnd Iðnskólans.
I bréfinu er ráðist harðlega á þá vanrækslu sem hefur vérið á fjár-
magnsveitingu til bókagerðardeildarinnar. Má þar benda á að 8 milljón-
ir er deildin átti að fá var látið óskipt til bifvélavirkjadeildar-
innar, sem þá hafði áður fengið mikið fjármagn. í framhaldi af þessu
var málinu fylgt vel eftir af óla Vestmann Einarssyni, en hann lagði
fram þá tillögu í skólanefnd Iðnskólans £ Reykjavík, að haustið 1976
hæfist verkleg kennsla; £ öllum greinum bókaiðnaðarins, og var það
samþykkt.
AÐHALD ÞARF AÐ VERA AÐ 3KÓLANEFND.
Menn verða að gera sér grein fyrir þv£ að uppbygging þessarar
deildar skiptir tugum milljóna. Nú nýlega hefur verið varið 15 mill-
jónum til tækjakaupa, en þaA segir sig sjálft að þessi upphæð hrekkur
skammt á þessum verðbólgutimum. Má þar benda t.d. á mjög dýran lið,
en það eru innréttingar sem eru mjög kostnaðarsamar.
Það er ekki nóg, að bókagerðardeildin taki til starfa, heldur
verður hún að fullklárast. Þar verður að koma til aðhald frá öllum
aðilum vinnumarkaðarins.
Félag bókagerðarnema kemur til með að halda málinu vakandi en
þar verða félagsmenn að halda uppi umræðum t.d. á vinnustað, í skól-
anum og £ umræðuhóp.