Fréttabréf Félags bókagerðarnema - 01.02.1977, Blaðsíða 7

Fréttabréf Félags bókagerðarnema - 01.02.1977, Blaðsíða 7
Hér er einfallt dæmi um iönskóla út á landi, þ.e. iðnskólann á Akranesi. Viö grípum hér aðeins niður í skýnslu um stöðu iðnskóla á íslandi: "Iðnskólinn á Akranesi er til húsa á fjórum stöðum. Bóklega kennslan fer fram í húsi, sem byggt var árið 1912. Eðlis og efnafræðikennsla fer fram að hluta ctil £ gagnfræðaskólanum, þar sém fullkómin stofa er til beirrar kennslu. Verkle<? kennsla fer fram á tveimur stöðum: í c<ömlu íbróttahúsi við hlið iðnskólans og í gömlum skúr, sem áður var trésmíðaverkstæði." Þetta skeður á sama tíma begar verkmenntun bvrfti mun meira fjármagn en bóknámið. Það lipgur í hinum mikla kostnaði við kaup og rekstur véla. Ef þetta yrði bætt o? verkmenntun fengi eðlilegan sess, miðað við bóknámið, mundi framleiðsluseta iðnaðarins stóraukast. Líta ber á, að ástandið hefur hó brevst til stórbatnaðar bó heilmikið vanti á ennþá. Hér áður fyrr gilti námssamninCTurinn í 5 ár í stað 4. Einnig var hér áður fvrr allur iðnskóli kenndur á kvöldin. Þurftu menn þá eftir langan vinnudag að setiast við bóknámið. BÖKAGERHARDEILDIN ER HJHF VANBÚIN. Astandið hjá deild okkar bókaserðarnema er lélest. öfullnægj- andi tæki til bókbands, setningar og prentunar, eru einu tækin sem við höfum. Engin tæki eru til offsetnáms. Ástæðurnar eru margar fyrir þessu ástandi en þessar eru helstar: Fjarmagn til iðnskóla hefur alltaf verið skorið við nögl. Þetta fjár- magn hefur þar af leiðandi dreifst illa og á marga staði. Önnur á- stæða er, að lítið aðhald hefur verið frá aðilum vinnumarkaðarins og þar er í sjálfu sér fljótt upptaliðí Örfá tæki frá prentsmiðjueigend- um og sveinarnir hafa verið að vakna nú upp á síðkastið af "þyrnirósar- svefni" sínum, en það er einfaldlega vegna mikils ótta vegna brevtinga í prentiðnaðinum.

x

Fréttabréf Félags bókagerðarnema

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Félags bókagerðarnema
https://timarit.is/publication/953

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.