Verktækni - 15.10.1996, Síða 6

Verktækni - 15.10.1996, Síða 6
VERKTÆKNI Ferð byggingardeildar VFÍ í Kvíslaveitu BVFÍ stóð í lok september fyrir skoðunarferð í Kvísla- veitu. Tilgangur ferðarinnar var að skoða þær framkvæmdir sem þar eru í gangi við fimmta áfanga Kvíslaveitu í fylgd starfsmanna verktakanna og eftirlitsaðila Landsvirkjunar. Þegar hópurinn hittist við Verkfræðingahúsið kom í ljós að með í för voru félagsmenn sem þekktu vel til staðhátta á leiðinni og fyrri virkjunarfram- kæmda og nutum við leiðsagn- ar og frásagna þeirra á leiðinni Vinna við byggingu Þjórsárstíflu í 5. áfanga Kvíslaveitu. Horfl vestur yfir farveg Þjórsár frá botnrás. I miðju stíflunnar sést þéttikjarninn úr jökulruðningi. Þar fyrir utan er sía og stoðfylling úr sendinni möl. Yst til hægri er ölduvörn úr stórgrýti. Mynd tekin 28. sept. 1996. (Ljósm. Helga Þórhallsdóttir) Djúpþjöppun í stíflugrunni Þjórsárstíflu. Þjappað var 4-5 metra breitt belti undir þéttikjarna jarðstíflunnar yfir Þjórsáifaiyeginn. Um 5 metra langur stautur, svonefndur „titgandur", var rekinn allt að 4,5 m niður í áreyrarnar, með 1,25 m millibili. Laus sendin mölin þjappaðist saman við þetta allt upp í 10% og yfirborð lœkkaði um 30-40 cm. Tilgangur þjöppunarinnar var bœði að minnka lekt undir stífluna, en ekki síður að styrkja stíflugrunninn og þar með minnka líkur á ysjumyndun í jarðskálfta, en ármölin er alveg vatnsmettuð. Ef djúpþjöppun hefði ekki verið beitt, Iwfði þurft að grafa kjarnaskurð 3 m niður í grunnvatn með tilheyrandi dœlingum og þjappa botn hans með þungum tilvaltara og byggja svo stíflukjarna upp þaðan. Þetta var dýrari lausn. Undirverktaki við djúpþjöppunina var Valfell hf. Myndin er tekin 4. sept. 1996. (Ljósm. Birgir Jónsson.) Unnið við veituskurð 5. áfanga Kvíslaveitu.frá Þjórsá að Hreysiskvísl. Skurðurinn er alls 2,2 km að lengd og mesta dýpi um 16 metrar. Heildarrúmmálið er um 680 þúsund m', þar afer sprengd klöpp 45-50 þúsund m'. Myndin er tekin til suðurs, 4. september 1996. Verktaki er Suðurverk. (Ljósm. Birgir Jónsson). upp í Kvíslaveitu. Einar B. Pálsson fyrrum prófessor fræddi okkur um örnefni og jarðfræði. Björn Jóhann Björnsson jarðverkfræðingur sagði frá fyrri áföngum Kvísla- veitu. Ingvar Björnsson frá Landsvirkjun sagði frá fram- kvæmdum við Þórisósstífu, en hún var heimsótt í leiðinni, þar sem með í för var Páll Hannes- son, fyrrum framkvæmdastjóri Hlaðbæjar, en hann hafði stjórnað byggingu hennar. I Kvíslaveitu var vel tekið á móti hópnum. Verktakarnir, Suðurverk hf. og BV-tæki ehf. buðu hópnum í mat og kaffi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Omar Ingólfsson, verk- fæðingur hjá Hönnun hf., út- skýrði þær framkvæmdir sem nú eru í gangi áður en haldið var í skoðunarferð í fylgd hans, Dofra Eysteinssonar frá Suður- verki og Gísla R. Rafnssonar hjá BV-tækjum. Fram kom að á þessu ári verður grafinn skurður um 2200 m langur (um 680.000 m3) frá inntaki við Þjórsárfarveg og niður í Hreysiskvísl, þangað sem Kvíslaveita nær nú. Þetta verk er mjög langt komið. Ráðgert er að hleypa vatni í skurðinn nú í haust og verður þá veitan að hluta komin í gagnið. Unnið er við uppsteypu á botnrás við Þjórsárstíflu og byggingu brúar yfir skurðinn- takið og er áætlað að þeim fram- kvæmdum ljúki að mestu leyti nú í haust. Alls er ráðgert að steypa rúmlega 3000 m3. í haust hófst vinna við stíilugerð í Þjórs- árfarvegi og er ráðgert að koma hluta hennar upp í kóta 611 m. Stíflan mun í haust ekki loka fyrir Þjórsárkvíslamar, því þeim verður í vetur veitt í farveg vest- an hennar. Stíflugerðinni mun svo ljúka á næsta ári og verður þá króna hennar í 617 m hæð þegar byggingu líkur. Aður en stíflugerðin hófst var unnið við að þétta þann hluta stíflugrunns- ins, sem verður undir þéttikjam- anum, með djúpþjöppun og bergþéttingu. Flóð í Þjórsárkvísl- unum munu geta farið um botn- rásina, sem lítið mun verða not- uð eftir að framkvæmdum líkur. I sumar hefur verið unnið á vöktum allan sólarhringinn við skurðgröft og stíflugerð. Frh. á bls. 4 „Titgandurinn “ í návígi. Uggarnir út úr gandinum stœkka svœðið sem þjappast. Tœknilegar upplýsingar gáfu Pálmi Ragnar Pálmason VST, sem var jarðtæknilegur hönnuður stíflunnar og Eyjóljur Arni Rafnsson Hönnun, sem var staðarverkfrœðingur afhálfu verkkaupa. (Ljósm. Birgir Jónsson.) Félagar í BVFI gœða sér á léttum veitingum í Búrfelli í boði Landsvirkjunar. (Ljósm. Helga Þórhallsdóttir) 6

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.