Verktækni - 15.10.1996, Page 8

Verktækni - 15.10.1996, Page 8
VERKTÆKNI Dagbókin Samlokufundur fimmtudaginn 7. nóvember 1996. Hvað þarf til að kjörin batni? Á samlokufundi í liádeginu fimmtudaginn 7. nóvember n.k. mun Þórarinn V. Þórarinsson frá Vinnuveitendasambandi Islands fjalla um launamál og launaþróun. Hvað er það sem veldur því að laun eru lægri hér á landi en í mörgum nágrannalöndum okkar? Eru afköst lakari hér á landi? Ef svo er, hver er ástæðan fyrir því? Hvaða áhrif mun reglugerð ESB um takmörkun vinnutíma hafa á launamál í landinu? Eru aðstæður til verulegra kjarabóta á næstu misserum? Félagsmenn eru hvattir til að koma á fundinn, hlýða á erindi Þórarins og skiptast á skoðunum um málefni sem snertir okkur öll. Fundurinn hefst kl. 12.00 og er hald- inn í Verkfræðingahúsinu við Engjateig. Kynningarnefnd TFl og VFI. Námskeið í samskiptum við fjölmiðla Endurmenntunar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFI og SV (ENSIM nefndin) stendur fyrir námskeiði um ofangreint efni. Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Stefánsdóttir, lektor og fjölmiðlafræðingur. Staður og tími: Verkfræðingahús, 11 og 12 nóvember kl. 16-19. Þátttökugjald er 6.000.- kr. á mann. Lágmarksþátttaka er 8 manns og þarf að tilkynna þátttöku fyrir 1. nóv. '96 á skrifstofuna, s: 568 8511. Tæknifræðingar Tæknifræðingafélag Islands hefur samkvæmt tillögu endurmenntunarnefndar félagsins ákveðið að bjóða tæknifræðingum til kynningarfunda um upplýsingaleit og notkun Inter- netsins. Fyrstu tveir fundirnir hafa þegar verið haldnir en næstu fundir verða haldnir eft- irfarandi daga: 5. nóv. kl. 16.00 - 18.00 fyrir byggingatæknifræðinga 19. nóv. kl. 16.00 - 18.00 fyrir stjórnun og rekstur Þátttökugjald er kr. 500,- Staður: Tæknifræðingafélag íslands, Engjateig 9, Reykjavík. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skrifstofu félagsins. Fjöldi þátttakenda er takmarkað- ur við 20 á hvern fund. Opið hús Stjóm Verkfræðingafélags íslands verður með „opið hús“ fyrir félagsmenn og velunnara á III. hæð í Verkfræðingahúsi, fimmtudaginn 14. nóvember nk. milli kl. 17 og 19. Jón Böðvars- son cand. mag. flytur stutt erindi unt „Norræna menn á Grænlandi“. Veitingar verða veittar á vægu verði. Stjórn VFÍ. Framkvæmdir á Bessastöðum Arkitektaféla íslands stendur fyrir hádegisverðarfundi fimmtudaginn 7. nóventber í Kornhlöðunni í Bankastræti kl. 12:00. Þar munu Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt ræða um framkvæmdir á Bessastöðum. Bókaverslun - engar hillur! Stærsta bókaverslun í heimi heitir amazon.com. Bókamenn verða fyrir sérstakri tilfinningu er þeir koma inn í stóra bókabúð. Peir eru umkringdir tugum þúsunda bóka sem hægt er að blaða í. Svona tilfinning er ekki fyrir hendi ef stærsta bókabúð heimsins er heimsótt. Hún heitir amazon.com (http://www.amazon.com), er á Internetinu og hefur á boðstólum meira en 1,1 milljón bókatitla, sem er sex sinnum meira en stærsta “venjulega” bókabúð heims. Aðrar bókabúðir á Internetinu eru t.d. “Bookserver” (http://www.bookserve.com) en þar eykst salan um 20% á mánuði. Einnig finnast þar “Pandora’s Books (http://portal.mbnet.mb.ca/pandora) auk bókabúðarinnar sem finnur ófinnanlegar bækur: Hard-fo-find Needlework Books (http://www.needleworkbooks.com/). Afhendingartími bókanna (þ.e. bókin send til kaupandans) er um 3 dagar innan Bandaríkjanna, en lengri til fjarlægari lands. (Úr Ingenören). Námskeið á vegum EHÍ Haldið á Akureyri 2. nóv. kl. 9-17 og 8. nóv. kl. 12:30-17:30. Gæðakerfi - ISO 9000 Kennarar: Pétur K. Maack prófessor og Kjartan J. Kárason framkvæmdastjóri hjá Vottun hf. 5. og 7. nóvember kl: 8:30 - 12:00. Betri gluggakerfi Kennari: Marta Kristín Lárusdóttir, M. Sc. tölvunar- fræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins. Haldið á Akureyri 9. og 10. nóv. kl. 12:30-17:30. Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki Kennarar: Kjartan J. Kárason framkvæmdastj. hjá Vottun hf og Einar Ragnar Sigurðsson rekstrarráðgjafi hjá Ráðgarði hf. . 11. og 14. nóv. kl. 17-20. Flutningur máls og framkoma í ræðustóli Margrét Pálsdóttir málfræðingur. 11. -12. nóv. kl. 8:15-16:00. Að ná árangri í samningum Samningatækni fyrir þá sem eru að kaupa eða selja Kennari: Alistair MacLennan er iðnaðarfélagsfræð- ingur að mennt. Hann hefur stundað kennslu m.a. í háskólum og ráðgjöf í Bretlandi og víðar í Evrópu. M.a. fyrir A.P. Möller í Danmörku, Mars í Bretlandi, Eimskip hér á landi o.fl. 11., 14. og 18. nóv. kl. 9-12. Vefsmíðar 1 - Hönnun og notendaviðmót Kennari: Gunnar Grímsson vefmeistari hjá this.is og IO - InterOrgan Netfang: gunnar@this.is - http://this.is - http://this.is/io 12., 13., 19. og 20. nóv. kl. 13-16. Tölfræðileg gæðastjórnun II - stýririt og sýnatökur Kennari: Guðmundur R. Jónsson dósent í véla- og iðnaðarverkfræðiskor. 12. -14. nóv. kl. 16-19. Umhverfismál frá sjónarhóli refsi- og skaðabóta- réttar Kennarar: Lögfræðingarnir Guðný Björnsdóttir hdl., Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri umhverfisráðu- neyti, og Ragnheiður Bragadóttir dósent HI. 14. nóv. kl. 13:00-18:00. Hópvinnukerfi - “Groupware” Ný aðferð til að auðvelda samstarf innan fyrirtækja og yfirsýn stjórnenda Kennarar: Ólafur Daðason framkvæmdastjóri hjá Hugviti hf og Jóhann P. Malmquist prófessor í tölvun- arfræði við Háskóla Islands ásamt gestafyrirlesurum sem hafa reynslu af notkun hópvinnukerfa. 18. - 20. nóv. kl. 9-17. AutoCAD - grunnnámskeið Kennari: Magnús Þór Jónsson prófessor HI. 19. -20. nóv. kl. 8:30-12:30. Notkun tölvu við gæðastjórnun Kennarar: Hörður Olavson framkv.stj. Hópvinnukerf- um ehf., Páll E. Halldórsson verkfr. gæðastjóri Kassa- gerðar Reykjavíkur og Guðjón Reynir Jóhannesson gæðastj. Mjólkursamsölunnar í Rvk.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.