Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 9
Verktækni 4.tbI 2004
annað, einnig var móðir mín afskaplega
dugleg og það var fyrst og fremst hennar
vegna sem maður fann ekki svo mikið fyrir
blankheitum.
Hvað tók við að námi loknu?
Eg hafði nú ekki sérstakan áhuga á því að
fara að vinna hjá hinu opinbera en það var
lítil þörf fyrir verkfræðinga annars staðar.
Ég réð mig til starfa hjá Pósti og síma og
sé ekki eftir því. Þar átti ég mjög góð ár og
hafði afskaplega góða yfirmenn. Reyndar
tel ég æskilegt fyrir nýútskrifaða verkfræð-
inga að hefja starfsferilinn hjá stofnun eða
stöndugu fyrirtæki þar sem góðir yfirmenn
leiða þá áfram og leiðbeina fyrstu árin.
A þessum tíma var stéttarbarátta verk-
fræðinga að hefjast. Verkfræðingar hjá hinu
opinbera höfðu ekki verkfallsrétt þannig að
við ákváðum að segja upp störfum. Ég var
atvinnulaus um tíma en bauðst svo starf
hjá fyrirtækinu Paul Smith. Paul Smith
kom hingað til lands í tengslum við síma-
lögnina frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, starf-
aði síðan áfram hjá Landsímanum en
stofnaði síðan eigið fyrirtæki árið 1920. Paul
Smith var einn af stofnendum Verkfræð-
ingafélags íslands árið 1912. Ég ætlaði nú
bara að vera hér tímabundið en hef aldrei
snúið við.
Voru kjör verkfræðinga léleg á þessum tíma?
Já, kjörin voru hundléleg. Það var kominn
hugur í menn að knýja fram breytingar og
stéttarfélagið var stofnað í febrúar 1954.
Það er nú liðin hálf öld síðan þetta var og
ég man ekki á smáatriðum hvemig þetta
æxlaðist til. Það verður að segjast eins og er
að launabaráttan var nokkuð hörð og ég
man að það tók fimm mánuði að ljúka
samningum. Fulltrúi mótaðila okkar var
Jóhannes Zoéga, sem þá var forstjóri
Landsmiðjunnar, og við tveir settumst nið-
ur í Landsmiðjunni og bjuggum til mála-
miðlunartillögu sem síðan náði í gegn. Með
mér í stjóm Stéttarfélagsins vom þeir:
Björn Jóhannesson, Magnús Reynir Jóns-
son, Páll Flygenring og Stefán Ólafsson.
Samstarfið var gott en formannstíðin var
stutt hjá mér því sem vinnuveitandi varð
ég að draga mig í hlé.
Hvemig fyrirtæki var þetta þegar þú hófst
störf?
Paul Smith hafði unnið hjá Landsímanum
og hafði mjög góð tengsl við Siemens í
Þýskalandi og einnig fyrirtæki í Noregi.
Um tíma var fyrirtækið eiginlega stærsta
innflutningsfyrirtæki á rafmagnsvömm
fyrir utan ríkið. Þegar ég kom hingað var
hann orðinn aldraður og fyrirtækið í
nokkmm öldudal. Ég tók við því og mitt
verkefni var að koma fyrirtækinu á réttan
kjöl. Árið 1956 stofnuðum við svo fyrirtæk-
ið Smith & Norland.
Fyrirtækið var fyrst í Hafnarhúsinu, síðan
á Suðurlandsbraut 4 og árið 1974 voru höf-
uðstöðvarnar í Nóatúni reistar. Þegar ég
hafði fengið lóðina kvaddi Gústaf I. Pálsson
þáverandi borgarverkfræðingur mig með
þessum orðum: „Ég vona að þú sjáir til
þess að þetta verði okkur báðum til sóma."
- Ég vona að mér hafi tekist það.
í heiðursskjalinu sem VFÍ afhenti þér er sér-
staklega getið um þátt þinn í innflutningi á
lækningatækjum.
Siemens var skipt upp í nokkur svið og
annað fyrirtæki var með umboð fyrir lækn-
ingatækin hér á landi. Það gekk ekki nógu
vel og árið 1960 vomm við beðnir um að
taka við umboðinu. Við náðum fljótt mjög
góðum árangri. Árið 1964 sáum við til
dæmis alfarið um röntgendeild Borgarspít-
alans og höfum sinnt fjölmörgum verkefn-
um fyrir spítalana. Ég er læknissonur og
það er eflaust þess vegna sem ég hef alltaf
haft sérstakan áhuga á lækningatækjum.
Þegar ég kom frá námi vom launin ekki
það há hjá Landsímanum að ég vann
aukalega við viðgerðir á lækningatækjum.
Enfærðu útrás fyrir verkfræðiáhugann í við-
skiptunum?
Verkfræðin hefur ekki fallið í skuggann af
viðskiptunum því Siemens setti það sem
skilyrði að framkvæmdastjóri fyrirtækisins
væri verkfræðingur. Reyndar er helmingur
starfsfólksins tæknimenntað og ég valdi
mér sem mottó gamla setningu sem kem-
ur reyndar frá Siemens: „Verkaufen durch
wissen", sem myndi á íslensku hljóða eitt-
hvað á þessa leið: „Viðskiph í krafti þekk-
ingar." Þetta hefur verið leiðarljós fyrirtæk-
isins frá upphafi.
Nú hefur þú starfað nokkuð mikið innan VFÍ.
Hverfinnst þér vera staða félagsins í dag?
Mér finnst einfaldlega að allir verkfræð-
ingar eigi að vera íVerkfræðingafélaginu,
tel reyndar að það eigi að sameinaVFÍ og
SV. Þegar ég kom frá námi þótti heiður að
fá inngöngu íVerkfræðingafélagið, þaðvar
eins konar gæðastimpill á námið. Ég starf-
aði nokkuð innan Rafmagnsverkfræðinga-
deildar VFÍ og þar kynntist maður helstu
forvígismönnum rafmagnsverkfræðinga og
þótti heiður að fá að umgangast þá. Þetta
voru menn eins og: Gunnlaugur Briem,
Guðmundur Hlíðdal, Jakob Gíslason,
Steingrímur Jónsson og Jakob Guðjohn-
sen.
Undanfarin tíu ár hef ég átt sæti í
svokölluðu Senati, ráðgjafahópi verkfræði-
deildar HÍ. Að mínu mati er hægt að efla
enn frekar tengslin á milli atvinnulífsins og
Verkfræðideildarinnar sem þarf virkilega á
fjármagni að halda.Við eigum að standa
vörð um gæði námsins eins og frekast er
kostur. Það hefur VFÍ gert og það má alls
ekki slá af þeim kröfum. Að þessu sögðu er
hægt að velta málunum fyrir sér í víðara
samhengi: Það er ágætt að virkja vatnsafl
en við eigum það mikið af vel menntuðu
fólki að við eigum einnig að virkja
mannauð og mannafl.
tveir aóðir saman
— Cð) CAD ehf.
autodesk
authorized reseller
CAD ehf.
Skúlagata 61 A -105 Reykjavík
s(mi:552 3990-fax: 552 3992
cad@cad.is - www.cad.is