Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 15

Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 15
Verktækni 4.tb 1 2004 Ályktun MVFÍ um gæða- kröfur verkfræðimenntunar Þekking og kunnátta verkfræðinga hefur verið hornsteinn tækniframfara í landinu undanfama áratugi. Almenningur hefur getað reitt sig á og treyst þeirra faglegu vinnubrögðum. Gmndvöllur þessa er öflug menntun þar sem vemlegar kröfur em gerðar til nemanda um að tileinka sér til- tekna færni og þekkingu. Menntamálanefnd Verkfræðingafélags ís- lands (MVFI) hefur lengi staðið vörð um að þessi þekking og færni sé til staðar. Nefndin hefur verið umsagnaraðili iðnaðarráðuneyt- isins um hvort einstaklingar séu til þess hæfir að mega bera titilinn verkfræðingur. Matskröfurnar em opinberar og gegnsæjar og þar kemur m.a. fram mikilvægi þess að vel sé vandað til undirstöðu námsins. Nauðsynlegt er að meta hvort skólar hér á landi sem bjóða upp á nám í verkfræði eða ætla að bjóða upp á slíkt nám standist þær kröfur sem gera verður til verkfræði- náms. Slíkt mat er í samræmi við stefnu Menntamálaráðuneytisins um gæðamat í skólastarfi og mun einnig tryggja að nem- endur sem stunda slíkt nám fái greiða inn- göngu í framhaldsnám við góða verkfræði- skóla hvar sem er í heiminum. Ennfremur geta nemendur verið vissir um að þeir fái heimild til að kalla sig verkfræðing að loknu meistaraprófi í verkfræði sem tekið er að öllu leyti eða að hluta til við þessa skóla og þá að hluta til við aðra viður- kennda skóla. MVFÍ leggur því eindregið til að nám við alla skóla sem hafa eða fá heimild til að kenna verkfræði til B.Sc. prófs hér á landi verði tekið út og metið af alþjóð- legum viðurkenndum vottunaraðila. Heppilegast er að það sé hin virta banda- ríska stofnun ABET (Accredition Board ofTechnical Education) sem annist slika úttekt. Stofiíunin hefur áður gert sltka út- tekt hérlendis og njóta úttektir hennar virðingar um allan heim. Alþjóðleg úttekt er ekki aðeins mikilvæg fyrir íslendinga til að viðhalda kröfum til hins lögvemdaða starfsheitis verkfræðing- ur heldur er hún mikilvæg til að íslensk verkfræðimenntun og íslenskir verkfræð- ingar njóti trausts á alþjóða vettvangi og til að námið hérlendis sé samkeppnishæft við nám í erlendum verkfræðiskólum. Byrjað að bora... Fyrsti risaborinn af þremur sem notaðir verða við aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkj- unar er byrjaður að bora í Glúmstaðadal. Borarnir þrír verða notaðir til að heilbora um 50 kílómetra af aðrennslisgöngunum. Verið er að setja saman bor 2 við Axará en síðasti borinn kemur til landsins fyrir jól og verður hann settur saman við aðgöng 1 á Teigsbjargi. Þess má geta að hver bor kost- ar urn 1,2 milljarða króna. Flver færa (e. stroke) er 1,8 metrar. Bor- mn er skorðaður með tjökkum út í ganga- veggina og látinn bora eina færu. Hann siðan fluttur fram, skorðaður á nýjan leik og næsta færa tekin. Lengd hverrar bor- samstæðu er 120 metrar. Unnt er að vinna með og út frá henni að öllum verkþáttum sem tengjast gangagerðinni: heilborun ganga í stafni, flutningi efnis út úr göng- unum, borun könnunarhola í bergið framundan og fyrir ofan vinnusvæðið, þétt- mgu bergs til að fyrirbyggja leka og styrk- mgu bergs með sprautusteypu, netum og Borhausinn er 7,4 metrar í þvermál. Ljósm. Landsvirkjun/Hrönn Hjálmarsdóttir. stálfleinum. Stjórnandi borsins fylgist með öllu sem gerist á tölvuskjám og myndavél- um, allt frá borhausnum fremst til enda færibands aftast. Matsalur og verkstæðis- eining eru hluti af samstæðunni. Þvermál borhaussins er 7,4 metrar. A heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar (www.karahnjukar.is) eru upplýsingar um framgang verksins. Auðveldar stýringar og mælingar Nýttu þér þekkingu National Instruments og notaðu FieldPoint lausnir Mæla má hitastig, spennu og strauma, og gefa stjórnmerki FieldPoint er mjög hentugt til að mæla hitastig í frysti- og kælikerfum og til stjórnunar í hússtjórnarkerfum. Auðvelt að setja upp og nota Nákvæmt og áreiðanlegt A::íV ../„ÚLA www.vista.is B 1/ISM Verkfræðistofan Vista sími: 587 8889 ^7NATIONAL p INSTRUMENTS www.ni.com O 2002 National Instrumanta Corpotatkm. AN nghta rasatvad Product and company namas listad ara tradarnarka or trada namai ol tharr raspactiva companias

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.