Verktækni - 01.04.2004, Side 14
Aí sfjórnðrb<>r4i SV
14
Vísinda- og starfs-
menntunarsjóður hjá Ríki
Næsti fundur verður haldinn í lok júní.
Sjóðfélagar eru beðnir um að skila um-
sóknum fyrir þann tíma. Umsóknar-
eyðublöð má nálgast á heimasíðu SV:
http://www.sv.is/. Sjóðurinn er mjög
sterkur og eru því sjóðfélagar enn og
aftur hvattir til að sækja um styrki.
Hægt er að sækja um styrki sem nema
allt að kr. 390.000. Árið 2000 var aftur farið
að veita styrki til tölvukaupa. Skilyrt er að
minnst fjögur ár líði á milli styrkveitinga til
tölvukaupa. Upphæð tölvustyrkja eru
kr.130.000. Styrkir eru veittir til að sækja
námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bók-
um, tölvum o.fl.
Starfsmenntunar-
sjóður hjá Reykjavíkurborg
og sveitarfélögum
Næsti fundur verður haldinn í lok júní.
Sjóðfélagar eru beðnir að skila umsóknum
fyrir þann tíma. Upphæð hámarksstyrkja
er kr. 390.000. Réttindi aukast um kr.
130.000 á ári sé ekki greiddur styrkur.
Sjóðfélagar eru hvattir til að sækja um.
Vakin er athygli á því að þeir verkfræð-
ingar sem starfa hjá sveitarfélögum sem
gefa Launanefnd sveitarfélaga umboð til
samninga við SV eiga aðild að sjóðnum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heima-
síðu SV: http://www.sv.is/.
Styrkir eru veittir til að sækja námskeið
og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum
o.fl. Upphæð tölvustyrkja er kr.130.000.
Aðalfundur
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga
var haldinn föstudaginn 30. apríl s.l.
Ársskýrsla félagsins er birt á heimasíðu
SV: http://www.sv.is
Ný stjórn SV
Sú breyting varð á stjóm SV að Jóhanna
Harpa Ámadóttir tók sæti í stjórninni en
sv
Magnús Gíslason fór úr stjórn. Nýr formað-
ur SV er Hulda Guðmundsdóttir. Aðrir í
stjóm SV em: Sveinbjörg Sveinsdóttir, vara-
formaður, Amar Gestsson, fráfarandi for-
maður, Sigurður Guttormsson, Ásbert K.
Ingólfsson, Baldur Grétarsson og Eysteinn
Einarsson og Kristján M. Ólafsson. Fram-
kvæmdastjóri SV er Árni Bjöm Bjömsson.
Námskeið í samningatækni
Stéttarfélag verkfræðinga býður félagsmönnum stutt og hnitmiðað námskeið í samninga-
tækni. Einu sliku er nýlokið en mjög mikil ánægja er með þessi námskeið meðal þátttak-
enda. Leiðbeinandi er Þuríður Magnúsdóttir. Næsta námskeið verður haldið um leið og
næg þátttaka næst. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu SV til að
skrá sig á námskeiðið. Tölvupóstfangið er: sv@sv.is og sími: 568-9986.
Frá 0rlofssjóói SV
OSV sumar 2004
Nú er sumarúthlutun að ijúka en
alls bárust tæplega 140 umsóknir.
Sem fyrr er úthlutunarhlutfall
mjög hátt og mun hærra en hjá
sambærilegum sjóðum. bað er
einkar ánægjulegt og er starfsemin
í miklum blóma.
í ár býður Orlofssjóðurinn
nýjan, mjög vel búinn bústað að
Kalastöðum í Hvalfirði, tvo bústaði
OSV í I Iraunborgum í Grímsnesi,
raðhús að Bifröst í Borgarfirði, ibúð
í Súðavík, tvær íbúðir á Akureyri,
bústað að Hrísum í Eyjafirði, sum-
arhús á Héraði, bústað við Kirkju-
bæjarklaustur, leigu á tjaldvagni og
gistingu á Edduhótelum. Bækling-
inn með gististöðum má skoða á
pdf-formi á heimasíðu SV:
http://www.sv.is/
Haust og vetrarleiga OSV
2004/2005
Þegar er farið að taka við pöntun-
um í bústaði OSV í Hraunborgum
haust og vetur 2004/2005.
Bústaðir SV í Hraunborgum í
Grímsnesi hafa verið mjög eftir-
sóttir og nánast allar helgar nýttar.
Tekið skal fram að vetrarleiga
reiknast ekki til stigafrádráttar
við sumarúthlutun.
Bústaðirnir sem enj mjög vel
búnir eru til leigu frá finimtudegi
til fimmtudags (á sumrin frá föstu-
degi til föstudags). Ekki er um sér-
stök umsóknareyðublöð að ræða á
veturna en áhugasamir eru beðnir
að snúa sér beint til skrifstofu SV.
Tölvupóstfang: margret@sv.is og
sími: 568-9986.
Leiga:
Kr. 10.000.-/viku íyrir sjóðsfélaga
í Orlofssjóði SV
Kr. 15.000.-/viku fyrir lelags-
menn SV sem ekki eru félagar í
Orlofssjóði SV.
Uthlutunarreglur eai þær að sá
sem fyrstur sækir um viku fær
hana, greiði hann leigugjaldið
innan þriggja daga eftir úthlutun.
Vegna mikillar eftirspurnar geta
félagar í SV sem ekki er greitt
fyrir í Orlofssjóðinn ckki fengið út-
hlutað helgum nema með
viku fyrirvara.