Dagfari - 01.08.1966, Page 6

Dagfari - 01.08.1966, Page 6
HUALFJORDUR í IRS HÖNDUM Herskipalægið f Hvali'irði verður ógnun við tilveru og öryggi þjóðarinnar. Á s. 1. vori komu til framkvæmda áform sem her- námsandstæðingar hafa árum saman varað við : bygging herskipalægis í Hvalfirði. Framkvæmdir þessar hvila á samningi, er ríkisstjórnin gerði við Nató sumarið 1963 og var opinberaður í ágúst sama ár. Forsaga Hvalfjarðarmálsins er í fullu samræmi við aðra þætti hernámsins ; hún er mörkuð visvitandi blekkingum, pukri og leyni- samningum, sem ríkisstiórnin gerði að þjóðinni fornspurðri, meiraað segja án þess að Alþingi 'tengi að íjalla um þa lyrr en eftir dúk og disk. Hún er dæmigerð svikasaga, mótuð af valdamönn- um, sem pranga með sjálfstæði og öryggi þjóðar sinnar. Þegar Hvalfjarðarsamningurinn var gerður opin- ber, hugðist ríkisstjórnin telja mönnum trú um, að hér væri aðeins um útvíkkun á þeirri aðstöðu að ræða sem fyrir væri. Ætlunin væri að reisa nokkra olíugeyma til viðbótar, smfða hafskipa- bryggju og koma auk þess fyrir nokkrum múrning- um á hafsbotni. Þetta væri allt og sunhit. En undir þessu sakleysislega yfirborði samningsins leynd- ist annað og meira, svo sem Guðmundur í. Guð- mundsson, þáverandi utanríkisráðherra varð að viðurkenna, þegar þingmenn stjórnarandstöðunn- ar tóku að grennslast nánar i'yrir um efni samn- ingsins. Þáupplýstist að olíugey marnir nýju eiga að ná tölunni 25-28, að bryggjan á að teygjast eina 250 metra í sjó fram og sfðast en ekki sfzt, á 4-5 stöðum á botni Hvalfjarðar á að ganga frá múrningum sem tengja m á við hvaða skip sem er, jafnt stærstu herskip sem kjarnorkuknúðn k a f b á t a , með legufærum. Það lá þannig ljóst fyrir, að hér var ekki ætlunin að " útvfkka fyrri aðstöðu " heldurað smíða nýtt he r sk i þa 1 æ g i , sem tekið yrði tii notkunar hvenær sem stríðsnætta þætti gefa tilefni til. í samningnum er ákvæði á þá lund að legufærin skuii ekki tengd múrningunum n e m a með sér- stöku leyfi íslenzku rfkistjórnarinn- a r . A ð s ö g n þ á v . ut a n r í k i s r á ð h e r r a yrði slfkt levfi ekki veitt " nema á sérstökum hættutímum. " . Bjarni Bene- diktsson staðfesti grunsemdir manna um tilgang múrninganna er hann skrifaði í Morgunblaðið f ágúst 1963, að þar sem ekki væri hægt að koma múrningunum fyrir í snatri yrðu þær að vera fyrir hendi þegar á þyrfti að halda. Hvenær skyldi 6 DAGFARI svo þeirra gerast þörf ? Hverju sinni sem stvrj- aldarhættu ber að höndum - og hversu oft er það ekki að dómi herforingjanna í Pentagon. í umræðum sem fóru fram á Alþingi í desember 1963 um Hvalfjarðarsamningana skýrði Guðmund- ur í. Guðmundsson frá eftirfarandi : - að Bandarfkin hefðu fyrst borið fram kröfu um flotastöð í Hvalfirði í ráðherratfð Krist- ins Guðmundssonar., - að nær hefði verið búið að semja um " stórfelldar hernaðarframkvæmdir í Hval- firði " árið 1955. - að samþykkt Alþingis 28.marz 1956 um brottför hersins heföi á síðustu stundu hindrað endanlega samningsgerð. Það var m.ö.o.einung i s að þakka mótmælaöldunni gegn hersetunni að Hvalfjörður var ekki gerður að her- skipalægi strax 1956. En því marki sem Bandaríkin náðu ekki í einum áfanga 1955-56 hafa þau náð smám saman, skref fyrir skref, fyrir tilstilli þeirrar r fk i s s t j ó r na r sem nú situr að völdum. í marz 1959 samdi hún um byggingu lóranstöðvar- innar á Snæfellsnesi - hæsta vita Evrópu - sem kafbátar um allt norðanvert Atlantshaf geta tekið mið af. Þvi næst veitti þessi ríkisstjórn Bandarfkjamönn- um leyfi til að mæla og kortleggja botn Faxaflóa, svo að kafbátar gætu ratað rétta leið inn í Hval- fjörð. Og síðast.f ágúst 1963, gekk hún frá samningum um flotastöð í Hvalfirði. Þar með var markinu náð og verkið fullkomnað. Allan þennan tfma hefur viðvörunarorðum her- námsandstaföinga um fyrirætlanir Bandaríkja- manna f Hvalfirði verið svarað af " ábyrgum " aðilum með upphrópunum : kommúnistaáróður, Bandarfski fáninn blaktir við hlið bandarf&ku herstöðvarinnar f llvaiiirói. Eins og marga grunaði, voru braggar hennar aðeins upphaf að öðrum og stærri hervirkjum.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.