Dagfari - 01.10.1966, Page 3

Dagfari - 01.10.1966, Page 3
ALÞJÓÐLEGT VIDHORF HERNÁMS- MÁLANNA ÁLYKTUN LANDSFUNDAR HERNÁMSAN DSTÆÐINGA # 4. landsfundur Samtaka hernámsandstæðinga vill vekja athygli allra landsmanna á þeim breyttu viðhorfum, sem skapazt hafa í alþjóðamálum á síðustu árum. Þótt eigi verði sagt, að friðvænlegra sé í heiminum nú en oft áður, er hitt augljóst, að mjög hefur dreg- ið úr spennu kalda stríðsins í Evrópu. Kemur það m.a. fram í því, að upplausnar gætir nú mjög í hernaðarbandalögunum tveim í austri og vestri. Varsjárbandalaginu og Atlanzhafsbandalaginu, Höfuðstórveldin, Sovétrlkin og Bandaríki N.-Ameríku, hafa ekki jafn óskorað vald yfir bandamönnum sínum, hinum minni háttar stórveldum o'g smáríkjum, og þau höfðu áður. Tilhneiging hinna síðarnefndu til að taka upp sjálfstæðari stefnu gagnvart höfuðstór- veldunum er eitt megineinkenni alþjóðastjórnmála í dag. Nægir í því sambandi að minna á afstöðu Rúmena gagnvart Varsjárbanda- laginu og Frakka gagnvart Atlanzhafsbandalaginu. Má nú heita, að allri hernaðarsamvinnu sé lokið með Frökkum og öðrum aðildar- ríkjum Atlanzhafsbandalagsins. Deilan milli Kínverja og Rússa er frekarl sönnun þess, að pólar alþjóðamála eru ekki lengur tveir, eins og vlrtist á gróskuskeiði kalda stríðsins, heldur rnargir. # En þótt dregið hafi úr spennunni í Evrópu hefur hún magnazt i öðrum slóðam og þá fyrst og fremst í suðaustur-Asíu, þar sem Framhald á bls. 4. árása Bandaríkjamanna í Vietnam. DAGFARI 3

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.