Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 4
Alþgóðlegt viðhorf hernómsmálanna Framhald af bls. 3. grimmdarlegt árásarstríð Bandaríkjanna gegn þjóðfrelsishreyfing- unni í Vietnam og Ioftárásir þeirra á Norður-Vietnam geta hæg- lega leitt til heimsstyrjaldar fyrr en varir. # Stríðið í Vietnam sýnir, með öðru, að átökin milli hinna ríku og snauðu þjóða heims (norðurs og suðurs) verða æ harðari. í Bandaríkjunum búa 6% af íbúum jarðar, en þau ráða yfir 60% af náttúrauðlindum heimsins og stefna að því með oddi og egg að halda þessari arðránsaðstöðu sinni — og styrkja hana eftir megni. # Þá er og hætt við, að styrjöldin í Víetnam efli til áhrifa í Bandaríkjunum verstu afturhalds- og einræðisöfl — og geti jafnvel leitt til ógnarstjórnar í bandarískum stjómmálum. Er sú hætta því meiri, sem styrjöldin stendur lengur eða tekur til stærra svæðis. # Þessi geigvænlega stríðsstefna Bandaríkjanna í Asíu hefur auk- ið mjög þær sundrungartilhneigingar innan Atlantshafsbandalags- ins, sem að framan getur, svo sem glöggt sést á afstöðu Frakklands; og á Norðurlöndum hafa þær raddir gerzt æ háværari, sem kref jast þess, að Danmörk og Noregur endurskoði afstöðu sína til Atlants- hafsbandalagsins, segi sig t.d. úr því strax og færi gefst — og myndi sérstakt norrænt varnar- eða hlutleysisbandalag meðSvíþjóð. # Með hliðsjón af þessum breyttu viðhorfum í alþjóðamálum tel- ur landsfundurinn, að íslendingum beri nú ríkari nauðsyn til en nokkra sinni áður að endurskoða frá rótum utanríkisstefnu sína, afstöðu til erelndra herstöðva, aðildarinnar að Atlantshafsbandalag- inu og Bandaríkjanna sérstaklega. # Með skírskotun til fyrri samþykkta vill landsfundurinn undir- strika, að á tímum kjarnavopna og flugskeyta geta herstöðvar ekki þjónað varnartilgangi, heldur laða þær hættuna heim. í Ijósi þeirrar staðreyndar, svo og hins, að Bandaríkjamenn hafa á síðastliðnum árum fækkað herstöðvum sínum bæði heima fyrir og erlendis, verður það að teljast háskaleg öfugþróun, að stjórnarvöld landsins skuli hafa veitt heimild til byggingar herskipalægis í Hvalfirði á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hér er um að ræða nýjan áfanga í hersetu,landsins, sem knýtir það enn fastar við herstöðvanet Bandaríkjanna og eykur enn á þá hættu, að það verði eitt af fyrstu skotmörkunum ef til stríðs kæmi. Landsfundurinn heitir því á alla þjóðholla íslendinga að herða sóknina gegn herstöðvastefnunni og sérstaklega gegn hernaðarframkvæmdum í Hvalfirði. # Landsfundurinn lítur svo á, að aðild íslands að Nató stríði gegn hagsmunum íslendinga sem friðsamrar og vopnlausrar smáþjóðar, sem og hagsmunum heimsfriðarins yfirleitt. Fundurinn bendir á, að von mannkynsins um, að afstýra megi nýrri heimsstyrjöld og þar af leiðandi allsherjartortímingu er við það bundiW, að þau ríki, sem sannarlega mega kallast stríðsvaldar, verði einangruð á al- þjóðavettvangi. Fundurinn telur því að hlutleysi íslands í hernað- arátökum sé það mark, sem stefna skuli að, og segja beri Atlants- hafsbandalagssamningnum upp strax og lög leyfa sumarið 1969. Jafnframt leggur fundurinn á það áherzlu, að íslendingar fylgist vel með þeim umræðum, sem fram fara á Norðurlöndum um nor- rænt hlutleysisbandalag. # Með hliðsjón af fyrri reynslu og af hinni heimsveldissinnuðu stefnu Bandaríkjanna vill fundurinn vara alla landsmenn við hætt- unni, sem á því er, að ísland ánetjist Bandaríkjunum varanlega, bæði hernaðarlega ogmenningarlega,jafnvel eftir að Atlantshafs- bandalagið leysist upp. Leggur fundurinn því áherzlu á, að ís- lendingar geri sér far um að treysta og efla menningarteijgsl sín við Evrópu, og þá ekki sízt Norðurlönd. Á vettvangi alþjóðamála og Sameinuðu þjóðanna sæmir íslendingum það eitt að vera mál- svarar friðar og undirokaðra þjóða, í stað þess að hlíta forsjá Banda- ríkjanna í þeim efnum. # Fundurinn hvetur að Iokum alla íslendinga til að vera á varð- bergi gegn aðsteðjandi hættum og kosta kapps um að knýja fram nýja og farsæla stefnu í utanríkismálum, í samræmi við það, sem að ofan greinir. Úr óvarpi Jónasar Árnasonar við herstöðina í Hvalfirði fJá, hann er fagur Hvalfjörðurinn og blómi hans löngum meiri og sterkari en annarra ís- lenzkra fjarða. En þessi blámi hans stafar af því að hann er einna dýpstur allra íslenzkra fjarða, — og þess vegna líka blakir þessi fáni hérna í dag, ekki til dýrðar þeirri íslenzku fegurð sem felst í bláma fjarðarins, heldur vegna þess að dýpið sem hann hefur bláma sinn af, gerir hann að ákjósanlegri bækistöð fyrir drápstæki, fyrir kafbáta sem búnir eru ægilegustu vopnum sem nú þekkjast, flugskeytum sem hvert um sig geta tortímt hundruðum þúsunda eða milljónum sak- lauss fólks, karla, kvenna og barna. En þegar 4 DAGFARI við nú höfum stanzað hér í dag að loknum landsfundi okkar — þá gerum við það til að lýsa eldheitri fordæmingu okkar á þeim ódæðum setíi lítilmagnar heimsins, fátækir, hungraðir og klæðlausir verða í dag að þola af hálfu þess auðs og valds sem hefur að tákni þetta stjörnum- prýdda fánamerki. Og við gerum þetta einnig til að strengja þess heit að ganga fram í því af fullri einurð o gdjörfung að afmá^þennan smán- arblett af landi okkar og koma í veg fyrir að þessi fagri, djúpi fjörður okkar verði gerður að birgðaskemmu skelfingarinnar, hækistöð dauða og tortímingar tortímingar."

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.