Dagfari - 01.10.1966, Side 7

Dagfari - 01.10.1966, Side 7
þessu loknu var gengið til snæðings, og var klukkan þá íarin að ganga tvö. Lauk ekki borðhaidi svo að fundur gæti hafizt á ný fyrr en klukkan 'langt gengin í þrjú. Sr. Þorgrímur Sigurðsson setti fund að nýju og kvaddi fundarmenn við þáó tækifæri, þar sem hann átti æðri skyld- Um að gegna. Fól hann Eiríki Pálssyni fundarstjórn. Fundar- inenn- kvöddu Þorgrím með virktum og síðan var gengið til dagskrár. Framsöguræður voru fluttar í ofurlítið breyttri röð frá dagskrá, þannig að ræða Arnórs Sigurjónssonar varð síðust í röðinni. Að öðru leyti má vísa til dagskrár. Framsöguræður á landsfundi voru óvenjuágætar. Fór þar að jafnp.ði saman, að Jiið bezta væri fram flutt og ágætavel samið. Má þó fullyrða að öðr- um ólöstuðum, að ræða Jónas. er Árnasonar hafi vakið mesta < othygli. Fór Jónas á kostum, yar bæði einarður og skemmt- tnn. Ræðurnar skulu annars ekki raktar hér, en meginefni þeirra kom síðar fram í álykt- ifflum fundarins. Þar sem tími hafði reynzt ó- órýgri til kurteisisverka en setlað var, var horfið að því ráði að gefa ekkert kafíihlé, ljúka dagskrá í þess stað í slnni lolu. Henni lauk um kl. nálf sex, og hófst þá starf um- ræðuhópa. Ekki man ég gjörla «á þvi starfi að grciíTa, utan 1 þeim hópi, sem mér hafði ver- ið falin stjórn á. Er skemmst frá að segja, að sá starfi var hvort tveggja í senn auðveld- ur og ánægjulegur. Umræður urðu fjörugar og jákvæðar og greinilegt var, að baráttuvilji manna er enn óbugaður, þrátt fyrir ýmis ótíðindi síðustu ára. Sá háttur var á hafður í þess- um umræðuhópi, að skipa 3ja manna. nefnd um kvöldið til að vinna úr því, sem fram hafði komið á fundinum og í ræðu framsögumanns, og skyldi nefndin leggja niður- stöður sínar fyrir umræðuhóp- inn morguninn eftir. Ég býst við, að svipaðar aðferðir hafi verið hafðar í hinum umræðu- hópunum, enda gafst þetta all- vel. Fundum í umræðuhópunum lauk um klukkan hálf átta, og gengu þá framreiðslustúlkur hart fram við að ryðja sali og dúka borð. Matur var til reiðu klukkan rúmlega nlu, og tóku þá ýmsir hraustlega til matar síns enda flestir svangir vel eins og fram kemur í kvæði, sem ort var undir borðum: Grísillinn mælti og grét í ofni: seint er ég borinn á borðið hvíta. Því bera menn svangan um sumardag langan munn sinn og maga aö matarborði. Grisill inní grillofn rann, bæði salt og pipar fann. Þá hnerraði hann. Hann hnerraði svo sáran, glóðarsteiktur grísill, í grillofni lá hann. Síðari rannsóknir leiddu þó í ijós, að á borðum var lamba- kjöt, en ekkert svín. Undir borðum flutti Kristinn Jóhannesson stud. mag. minhi íslenzkra alþýðuskálda. Var það einn liður úr dagskrá stúd- enta. Þótti minnið hið ágæt- asta og vel fram flutt. Klukkan var nokkuð farin að ganga tólf, þegar kvöldvak- an hófst. Ekki var þó syfju að sjá á fundargestum. Fyrsta at- riði vökunnar var, að Ásdís Skúladóttir, kennari, las kvæði Guðmundar Böðvarssonar í Bifröst. Síðan lásu úr verkum sínum Ási í bæ, Björn Bjarm- an, Jóhannes úr Kötlum og Þorgrimur Starri. Svavar Sig- mundsson cand. mag. las kvæði eftir Hjört Pálsson og enn- fremur þýðingar eftir Hjört. Kvöldvökunni lauk svo með söng Jónasar Árnasonar og Gunnars Guttormssonar við undirleik Sigrúnar Jóhannes- dótur. .... Fluttu þau kvæði, sem Jónas hefur gert eftir erlend- um baráttusöngvum, sem nú tíðkast mjög í útlöndum og þá elnkum og sér I lagi i Banda- rikjum Norður-Ameríku. Síð- an stýrðu þeir Jónas og Gunn- ar almennum söng. Kynnir kvöldvökunnar var Vésteinn Ólason. Þegar hér var komið sögu, var farið að líða á nótt og flestir orðnir fullþreyttir. Gekk því meginþorri manna og kvenna til hvílu, annað hvort í rúm gistihússins ellegar þá í sina eigin hvílupoka eða annarra. Hygg ég, að flestir hafi þá nótt notið þess svefns, sem þeir óskuðu. Á sunnudagsmorgun var vakið klukkan átta árdegis og risu menn skjótt glaðlega úr rekkju. Morgunverður var til reiðu og er menn höfðu mat- azt, hófust störf umræðuhópa að nýju. Var þá gengið frá á- lyktunum og þær síðan lagðar fyrir sameiginlegan fund eft- ir hádegi. Umræður á þeim fundi urðu allfjörugar og of- urlitlar breytingar voru gerðar á ályktunum, en annars var það almanna rómur, að vel hefði til tekizt, er ákveðið var að skipta í umræðuhópa, þar eð starfsgeta hvers einstakl- lings nýtist mua betur á þann hátt. Um klukkan sex síðdegis lauk fundi, og var þá ákveðið, að ekið skyldi rakléiðis að herbúðum í Hvalfirði og hald. inn þar stuttur útifundur. Þyrptust menn því í bíla sína og annarra og síðan var ekið áleiðis. Þegar komið var að herstöð. Framhald á bls. 8. DAGFARI 7

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.