Dagfari - 01.10.1966, Side 9

Dagfari - 01.10.1966, Side 9
VERKEFNI SAMTAKANNÁ ÁLYKTUN LANDSFUNDAR HERNÁMS- ANDSTÆÐINGA # Fjórði landsfundur hernámsandstæðinga minnir á að senn verð- ur íslenzka þjóðin að taka afstöðu til þess, hvort hún ætlar áfram að eiga aðild að Atlanzhafsbandalaginu. Er þá óhjákvæmilegt, að utanríkisstefna landsins verði tekin til gagngerðrar endurskoðun- ar og hernámsmálin verði enn á ný í brennipunkti þjóðmálabar- áttunnar. Það er hlutverk samtakanna að knýja á um þá stefnu, að allur erlendur her verði á brott úr landinu og ísland lýsi á ný yfir hlutleysi sínu í hemaði. Jafnframt verður að tryggja að þjóin fái að marka þá stefnu, sem tekin verður í utanríkis- og sjálfstæðis- málum íslendinga. Fundurinn felur því miðnefnd að vinna sér- staklega að því með öllum tiltækum ráðum, að herstöðvasamning- urinn verði borinn undir þjóðaratkvæði hið fyrsta. # Landsfundurinn telur mikla þörf á því, að upplýsinga- og fræðslustarf á vegum samtakanna verði stóraukið. Fundurinn felur því miðnefnd að kalla til liðs 'við sig hæfusm menn, sem völ er á til að rannsaka hinar ýmsu hliðar hernámsmálanna og gera ýtar- lega greinargerð um nýja stefnu þjóðarinnar í utanríkismálum. Á grundvelli þessarar athugunar verði svo gefin út handbók, og dreifiblað, sent inn á hvert heimili í landinu, þar sem kynnt yrðu stefnumál samtakanna. # Landsfundurinn felur miðnefnd að virkja hinn mikla fjölda hernámsandstæðinga til þátttöku í baráttu samtakanna, hvenær sem tilefni gefast, með fjöldafundum, mótmælagöngum og öðrum aðgerðum. Jafnframt verði menningarstarfsemi samtakanna aukin og stefnt að því að efna til listahátíðar á vetri komanda með svip- uðu sniði og áður, og verði hluti dagskrárinnar síðan fluttur svo víða um land sem kostur er. # 4. landsfundur hernámsandstæðinga lítur á það sem eitt helzta verkefni miðnefndar að skipuleggja starf samtakanna mun betur en á síðast liðnu starfstímabili. Sérstaklega er nauðsynlegt að efla tengslin milli miðnefndar og héraðsnefnda, fela héraðsnefndum á- kveðið verkefni og styðja þær til frumkvæðis og kalla landsnefnd saman til fundar árlega. # Dagfari þarf að koma oftar út með fréttum af starfsemi samtak- anna. Og loks ber að Ieggja á það sérstaka áherzlu að treysta fjár- hag samtakanna, svo að unnt verði að ráða fastan starfsmann og starfrækja reglulega skrifstofu hernámsandstæðinga. # Landsfundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til stuðnings- manna samtakanna um allt land, að þeir vinni af öllum mætti bæði innan stjórnmálaflokkanna og utan að því að tryggja baráttu- málum þeirra sigur, m.a. með því að veita þeim fulltrúum, er úr- slitum þessara mála ráða á opinberum vettvangi, sem stiiðugast og sterkast aðhald.. DAGFARI 9

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.